Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. október 2025 14:03 Salvör Gullbrá er dóttir Möggu Stínu. Vísir/Arnar Dóttir Möggu Stínu er í áfalli yfir því að ísraelski sjóherinn hafi handtekið móður hennar þrátt fyrir að hún hafi vitað að handtaka væri mögulega yfirvofandi. Þetta sé veruleiki sem hún eigi erfitt með að meðtaka og því biðlar hún til stjórnvalda að fordæma handtökuna og að koma móður hennar heim sem allra fyrst. Margrét Kristín Blöndal, tónlistar- og baráttukona, var ásamt allri áhöfn skipsins Samviskunnar, handtekin af ísraelska sjóhernum klukkan hálf fimm að staðartíma í nótt en líkt og komið hefur fram í fréttum er skipið hluti af Frelsisflotanum svokallaða en fólkið um borð í flotanum hefur það markmið að rjúfa herkví og koma hjálpargögnum inn í Gasa. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, dóttir Möggu Stínu, frétti af handtökunni eldsnemma í morgun þegar móðursystir hennar hringdi í hana. „Hún hefur bara verið að fylgjast með því það sést í beinu streymi þegar ísraelski herinn umkringir skipið og fer um borð og svo eru skipuleggjendur frelsisflotans í miklu sambandi við okkur og láta okkur vita af öllu sem gerist en við fjölskyldan höfðum verið á nálum því við vissum að þau væru að fara inn á svæði þar sem Ísraelar myndu hugsanlega leyfa sér að taka þau höndum.“ „Þetta er auðvitað bara sjokk“ Salvör var spurð hvernig væri innan brjósts vitandi af móður sinni í haldi Ísraela. „Þetta er auðvitað bara sjokk. Þetta er skrítið vegna þess að maður trúir þessu varla, þó við vissum að þetta gæti gerst þá á maður svo erfitt með að skilja þennan veruleika. Maður á erfitt með að sjá að fólk þetta koma fyrir fólk með neyðaraðstoð um borð í skipi, læknar og blaðamenn. Ég hef getað átt myndsamtöl við mömmu og alls konar og þetta er svo fullkomlega friðsamlegur leiðangur. Þetta er fólk sem á þá ósk heitasta að koma neyðaraðstoð til fólks sem er svelt og sært á Gasa þá er svo ótrúlega súrrealískt að ímynda sér að þeim sé rænt á rúmsjó, jafnvel þó maður vissi að það gæti gerst, ég er ennþá að átta mig á því.“ Veit ekki hvar móðir sín er „Við höfum algjörlega misst samband við hana og alla á skipinu. Við höldum samt að það geti tekið þónokkra klukkutíma því þau voru það langt úti á sjó, ef verið er að flytja þau í fangelsi í Ísrael gætu liðið fjölmargir klukkutímar þar til við heyrum eitthvað vegna þess að sendiráðin og fulltrúar ríkjanna munu líklegast ekki heyra neitt þar til þau eru komin í fangelsið, þetta e algjör óvissa eins og er.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Margrét Kristín Blöndal, tónlistar- og baráttukona, var ásamt allri áhöfn skipsins Samviskunnar, handtekin af ísraelska sjóhernum klukkan hálf fimm að staðartíma í nótt en líkt og komið hefur fram í fréttum er skipið hluti af Frelsisflotanum svokallaða en fólkið um borð í flotanum hefur það markmið að rjúfa herkví og koma hjálpargögnum inn í Gasa. Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, dóttir Möggu Stínu, frétti af handtökunni eldsnemma í morgun þegar móðursystir hennar hringdi í hana. „Hún hefur bara verið að fylgjast með því það sést í beinu streymi þegar ísraelski herinn umkringir skipið og fer um borð og svo eru skipuleggjendur frelsisflotans í miklu sambandi við okkur og láta okkur vita af öllu sem gerist en við fjölskyldan höfðum verið á nálum því við vissum að þau væru að fara inn á svæði þar sem Ísraelar myndu hugsanlega leyfa sér að taka þau höndum.“ „Þetta er auðvitað bara sjokk“ Salvör var spurð hvernig væri innan brjósts vitandi af móður sinni í haldi Ísraela. „Þetta er auðvitað bara sjokk. Þetta er skrítið vegna þess að maður trúir þessu varla, þó við vissum að þetta gæti gerst þá á maður svo erfitt með að skilja þennan veruleika. Maður á erfitt með að sjá að fólk þetta koma fyrir fólk með neyðaraðstoð um borð í skipi, læknar og blaðamenn. Ég hef getað átt myndsamtöl við mömmu og alls konar og þetta er svo fullkomlega friðsamlegur leiðangur. Þetta er fólk sem á þá ósk heitasta að koma neyðaraðstoð til fólks sem er svelt og sært á Gasa þá er svo ótrúlega súrrealískt að ímynda sér að þeim sé rænt á rúmsjó, jafnvel þó maður vissi að það gæti gerst, ég er ennþá að átta mig á því.“ Veit ekki hvar móðir sín er „Við höfum algjörlega misst samband við hana og alla á skipinu. Við höldum samt að það geti tekið þónokkra klukkutíma því þau voru það langt úti á sjó, ef verið er að flytja þau í fangelsi í Ísrael gætu liðið fjölmargir klukkutímar þar til við heyrum eitthvað vegna þess að sendiráðin og fulltrúar ríkjanna munu líklegast ekki heyra neitt þar til þau eru komin í fangelsið, þetta e algjör óvissa eins og er.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira