Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins kemur fram að tilefnið sé beiðni Arndísar Soffíu Sigurðardóttur, sem skipuð var í embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum frá 1. apríl 2020, um lausn frá embætti. Arndís verður aðallögfræðingur og verkefnastjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi.
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Kristín er tímabundið sett sem sýslumaður í Vestmannaeyjum. Það gerðist einnig í janúar árið 2019. Þá mótmælti bæjarstjórn Vestmannaeyja og sagði bæjarstjóri að ekkert samráð hefði verið haft við bæjaryfirvöld.
Á vef stjórnarráðsins segir að sú ákvörðun að setja sýslumann yfir tvö embætti samræmist áherslum Guðrúnar Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, í málefnum sýslumanna. Þar á meðal að unnið verði að því að fella niður áhrif umdæmismarka gagnvart almenningi.
Kemur ennfremur fram að ráðherrann hafi þann 22. september síðastliðinn, á sýslumanndeginum, sem er sameiginlegur fræðsludagur sýslumannsembættanna, tilkynnt starfsfólki að hún hygðist fylgja eftir fyri stefnumótunarvinnu. Setningar sýslumanna í laus embætti væri leið sem hún hefði áhuga á að nýta sér til að ná þeim markmiðum.