Krefjast þess að serbneski herinn hörfi frá landamærum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. október 2023 22:49 Kósóvósk stjórnvöld segja mikla ógn stafa af viðveru serbneska hersins á landamærunum. getty Kósóvósk stjórnvöld hafa krafist þess serbneski herinn hörfi tafarlaust frá landamærum ríkjanna. Töluverð ólga hefur skapast milli ríkjanna á síðustu vikum. Samskipti stjórnvalda hafa verið stirrð en Serbar neita að viðurkenna sjálfstæði Kósovó og hafa haldið tengslum við þjóðbrot Serba sem eru fjölmennir í norðurhluta Kósovó. Fjórir létust 24. september þegar hópur vopnaðra manna girti sig af í klaustri í Kósovó, nærri landamærunum að Serbíu, í dag. Umsátursástand myndaðist og kom til fjölda skotbardaga milli mannanna og kósovósks lögregluliðs. Skotbardaginn hefur skotið íbúum Kósóvó, sem flestir eru af albönsku bergi brotnir, skelk í bringu hvað varðar stöðugleika og sjálfstæði þeirra gagnvart Serbum. Kósóvó lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008 eftir uppreisn skæruliða og inngrip NATÓ árið 1999. Í yfirlýsingu frá kósóvóskum yfirvöldum er krafist þess að serbneski herinn hörfi frá landamærunum án tafar. „Viðvera hersins á landamærunum er næsta skref Serbíu til að ógna sjálfstæði lands okkar,“ segir í yfirlýsingunni. Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, sagði í samtali við Financial Times að hann hefði ekki í hyggju ða senda herlið yfir landamærin til Kósóvó. Slíkar vendingar myndu hafa slæm áhrif á fyrirætlanir stjórnvalda um að ganga í Evrópusambandið. Kósóvósk stjórnvöld segjast staðfastari en nokkru sinni fyrr í því að vernda land sitt. „Stjórnvöld í Kósóvó hafa verið í stöðugu sambandi við Bandaríkin og ríki Evrópusambandsins varðandi þessa alvarlegu ógn sem stafar af Serbum.“ Atlantshafsbandalagið, sem er enn með viðveru um 4500 hermanna í Kósóvó, sagði í yfirlýsingu á föstudag að búið væri að bæta við frekara herliði til að vera við öllu viðbúið. Serbía Kósovó NATO Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira
Samskipti stjórnvalda hafa verið stirrð en Serbar neita að viðurkenna sjálfstæði Kósovó og hafa haldið tengslum við þjóðbrot Serba sem eru fjölmennir í norðurhluta Kósovó. Fjórir létust 24. september þegar hópur vopnaðra manna girti sig af í klaustri í Kósovó, nærri landamærunum að Serbíu, í dag. Umsátursástand myndaðist og kom til fjölda skotbardaga milli mannanna og kósovósks lögregluliðs. Skotbardaginn hefur skotið íbúum Kósóvó, sem flestir eru af albönsku bergi brotnir, skelk í bringu hvað varðar stöðugleika og sjálfstæði þeirra gagnvart Serbum. Kósóvó lýsti yfir sjálfstæði frá Serbíu árið 2008 eftir uppreisn skæruliða og inngrip NATÓ árið 1999. Í yfirlýsingu frá kósóvóskum yfirvöldum er krafist þess að serbneski herinn hörfi frá landamærunum án tafar. „Viðvera hersins á landamærunum er næsta skref Serbíu til að ógna sjálfstæði lands okkar,“ segir í yfirlýsingunni. Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, sagði í samtali við Financial Times að hann hefði ekki í hyggju ða senda herlið yfir landamærin til Kósóvó. Slíkar vendingar myndu hafa slæm áhrif á fyrirætlanir stjórnvalda um að ganga í Evrópusambandið. Kósóvósk stjórnvöld segjast staðfastari en nokkru sinni fyrr í því að vernda land sitt. „Stjórnvöld í Kósóvó hafa verið í stöðugu sambandi við Bandaríkin og ríki Evrópusambandsins varðandi þessa alvarlegu ógn sem stafar af Serbum.“ Atlantshafsbandalagið, sem er enn með viðveru um 4500 hermanna í Kósóvó, sagði í yfirlýsingu á föstudag að búið væri að bæta við frekara herliði til að vera við öllu viðbúið.
Serbía Kósovó NATO Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira