
Kósovó

Munu þurfa að afplána í Kósovó
Erlendir glæpamenn sem hafa verið dæmdir til fangelsisvistar og brottvísunar í Danmörku geta nú séð fram á að afplána dóminn í Kósovó. Þetta varð ljóst eftir að þjóðþing Kósovó samþykkti þar til gerðan samning við dönsk stjórnvöld í dag.

Slítur þingi og boðar til nýrra kosninga
Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, hefur slitið þingi og boðað til nýrra kosninga sem halda á þann 17. desember. Með þessu er Vucic sagður vilja tryggja yfirráð sín en mikill spenna ríkir í kringum Serbíu í tengslum við málefni Kósovó.

Krefjast þess að serbneski herinn hörfi frá landamærum
Kósóvósk stjórnvöld hafa krafist þess serbneski herinn hörfi tafarlaust frá landamærum ríkjanna. Töluverð ólga hefur skapast milli ríkjanna á síðustu vikum.

Fjórir látnir eftir umsátur í Kósovó
Fjórir eru látnir eftir að hópur vopnaðra manna girti sig af í klaustri í Kósovó, nærri landamærunum að Serbíu, í dag. Umsátursástand myndaðist og kom til fjölda skotbardaga milli mannanna og kósovósks lögregluliðs.

Slagsmál brutust út á kósovska þinginu og vatni skvett á forsætisráðherra
Uppi varð fótur og fit á kósovska þinginu í dag þegar slagsmál brutust út og vatni var skvett á Albin Kurti, forsætisráðherra Kósovó.

„Ekkert tengslanet, engin vinna“
Menntaðir innflytjendur upplifa það ómögulegt að fá vinnu á íslenskum vinnumarkaði án hjálpar tengslanets segir náms- og starfsráðgjafi. Erlend menntun sé verr metin en íslensk, upplýsingamiðlun til innflytjenda sé ábótavant og úrval af íslenskunámi fyrir útlendinga sé einsleitt.

NATO sendir fleiri hermenn til Kósovó vegna óróa
Um sjö hundruð hermenn á vegum Atlantshafsbandalagsins verða sendir til Kósovó og önnur liðsveit sett í viðbragðsstöðu vegna vaxandi óróa þar á undanförnum dögum. Tugir NATO-hermanna og heimamanna særðust í átökum í norðanverðu Kósovó á öðrum degi hvítasunnu.

Tugir friðargæsluliða særðust í átökum í Kósovó
Um þrjátíu friðargæsluliðar á vegum Atlantshafsbandalagsins særðust í hörðum átökum við Serba í norðanverðu Kósovó í gær. Átökin blossuðu upp þegar hópur manna af serbneskum uppruna reyndi að koma í veg fyrir að nýlega kjörnir fulltrúar af albönskum uppruna kæmust á skrifstofur sínar.

Hersveitir Serbíu á hæsta viðbúnaðarstigi vegna Kósovó
Hersveitir Serbíu eru á hæsta viðbúnaðarstigi að sögn varnarmálaráðherrans Milos Vucevic en ástæðan er stigmögnun átaka við nágrannaríkið Kósovó.

Ríki sem eru ekki ríki
Ekki eru öll ríki heimsins fullvalda, þekkt eða viðurkennd. Sum ríki berjast á hverjum einasta degi fyrir sjálfstæði sínu, önnur ríki eru viðurkennd af einungis örfáum öðrum ríkjum og sum viðurkennir bara ekki neinn, nema auðvitað íbúarnir sjálfir. Smáríki, smáþjóðir og sjálfstjórnarsvæði. Hver er munurinn á þessu?

Kósovó biðlar til Bandaríkjanna um inngöngu í NATO
Vjosa Osmani forseti Kósovó hefur beðið Joe Biden Bandaríkjaforseta um að beita sér fyrir því innan Atlantshafsbandalagsins að ríki hennar fái inngöngu í varnarbandalagið.

Danir vilja leigja þrjú hundruð fangelsispláss í Kósovó
Dönsk stjórnvöld ætla sér að taka upp viðræður við stjórnvöld í Kósovó um leigu á alls þrjú hundruð fangelsisplássum í Kósovó. Hugmyndin er liður í áætlun dönsku stjórnarinnar að tryggja þúsund ný fangelsispláss.

Forseti Kósovó ákærður fyrir stríðsglæpi og segir af sér
Hashim Thaci hefur sagt af sér embætti sem forseti Kósovó eftir að hafa verið ákærður fyrir stríðsglæpi í Kósovóstríðinu undir lok tíunda áratugarins af sérstökum dómstól í Haag.

Fyrrverandi þingforseti Kósovó handtekinn vegna gruns um stríðsglæpi
Jakup Krasniqi var handtekinn á heimili sínu í bænum Negrovc, skammt frá höfuðborginni Pristína, í gær. Hann er grunaður um að hafa gerst sekur um stríðsglæpi í Kósovó-stríðinu á árunum 1998 og 1999.

Mótmælendur krefjast þess að Serbíuforseti ríghaldi í Kósovó
Mótmæli héldu áfram í Belgrad, höfuðborg Serbíu, í gær og í nótt. Mótmælin hafa verið nokkuð ofbeldisfull og hafa eldar verið kveiktir og brotist hefur verið inn í þinghúsið.

Kósovóar óánægðir með ákæruna
Íbúar í Kósóvó eru ósáttir við Stríðsglæpadómstólinn eftir að forseti landsins var ákærður fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni.

Mótmæli í Suður-Evrópu vegna stækrar loftmengunar
Umferð bifreiða hefur verið takmörkuð á Ítalíu og í Bosníu og Hersegóvínu. Mótmælendur hafa krafist tafarlausra aðgerða til að draga úr menguninni.

Stjórnarandstöðuflokkar unnu kosningarnar í Kósovó
Vinstriflokkurinn Vetevendosje virðist hafa fengið felst atkvæði í þingkosningunum sem fram fóru í Kósovó í dag.

Ásakanir um stríðsglæpi í eldlínunni fyrir þingkosningar í Kósóvó
Þingkosningar fara fram í Austur-Evrópuríkinu Kósóvó á morgun, 6. október. Boðað var kosninganna í júní þegar að sitjandi forsætisráðherra landsins, Ramush Haradinaj sagði af sér embætti eftir að hann hafði verið kallaður í yfirheyrslur vegna gruns um að hann hafi framið stríðsglæpi sem foringi í frelsisher Kósóvó á síðasta áratug síðustu aldar.

Þjálfari Kósóvó fór á kostum og öskraði á blaðamannafundi | Myndband
Bernard Challandes, þjálfari Kósóvó, fór á kostum á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Englandi í dag.

Flugfreyja tókst á loft í ofsafenginni ókyrrð
Gríðarleg ókyrrð olli ofsahræðslu í flugvél ALK Airlines á leið frá Kosovo til Sviss á sunnudag.

Veðmál bönnuð í Kósóvó í kjölfar morða
Þjóðþingið í Kósóvó hefur samþykkt frumvarp sem bannar öll veðmál í landinu næstu tíu árin.

Tyrkir segjast hafa gripið tugi stjórnarandstæðinga erlendis
Þeir eiga allir að hafa verið fylgjendur klerksins Fetullah Gulen sem tyrknesk stjórnvöld kenna um valdaránstilraun árið 2016.

Morðið gæti flækt samskipti ríkja
Kósóvó-serbneski stjórnmálamaðurinn Oliver Ivanovic var skotinn til bana í borginni Mitrovica í gærmorgun.

Útlendingastofnun bætir Georgíu og Kósóvó við á lista yfir örugg ríki
Útlendingastofnun barst 62 umsóknir um hæli frá Georgíumönnum á fyrri hluta ársins og þrettán frá einstaklingum frá Kósóvó.

Stjórnin í Kósóvó er fallin
Meirihluti þingmanna í Kósóvó greiddu í morgun atkvæði með vantrauststillögu á hendur ríkisstjórn forsætisráðherrans Isa Mustafa