Mótmælendur krefjast þess að Serbíuforseti ríghaldi í Kósovó Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. júlí 2020 13:28 Mótmælin hófust fyrr í vikunni vegna mikillar óánægju með viðbrögð yfirvalda við kórónuveirufaraldrinum. Mótmælendur krefjast nú afsagnar forsetans og að hann sleppi ekki takinu af Kósovó. EPA-EFE/ANDREJ CUKIC Mótmæli héldu áfram í Belgrad, höfuðborg Serbíu, í gær og í nótt. Mótmælin hafa verið nokkuð ofbeldisfull og hafa eldar verið kveiktir og brotist hefur verið inn í þinghúsið. Þúsundir tóku þátt í mótmælunum í gær en mótmælendur gagnrýna sérstaklega Aleksandar Vucic, forseta Serbíu og stefnu ríkisstjórnarinnar, og sérstaklega því hvernig brugðist hefur verið við kórónuveirufaraldrinum. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglunni og voru lögreglumenn klæddir í óeirðarhlífðarfatnað og voru margir þeirra á lögregluhestum í kring um þinghúsið til að koma í veg fyrir að andstæðingar forsetans kæmust inn í þingbygginguna. Mótmælendur sem köstuðu steinum að lögreglu kyrjuðu „Við munum ekki sleppa tökunum af Kósovó,“ og „Vucic er þjófur.“ Mótmælin sem hófust fyrr í vikunni voru fyrst mótmæli vegna viðbragða yfirvalda við faraldrinum og slæmu efnahagsástandi en þau hafa þróast yfir í að vera mótmæli gegn forsetanum og ríkisstjórn landsins. Kósovó lýsti einhliða yfir sjálfstæði frá Serbíu í febrúar árið 2008 en þá hafði landið aðeins verið hluti af Serbíu að nafninu til síðan í Kósovóstríðinu 1999 en eftir það tóku Sameinuðu þjóðirnar við stjórn þess. Serbar eru mjög óánægðir með sjálfstæðisyfirlýsinguna. Viðræður fara nú fram milli yfirvalda Serbíu og yfirvalda í Pristína, höfuðborg Kósovó, en það voru Þýskaland og Frakkland sem hvöttu til að viðræður yrðu teknar upp að nýju. Að sögn Vucic ganga viðræðurnar vel. Serbía Kósovó Tengdar fréttir Serbneskir mótmælendur brjótast inn í þinghúsið vegna fyrirhugaðs útgöngubanns Hópur stuðningsmanna stjórnarandstöðunnar braust inn í serbneska þinghúsið í Belgrad í kvöld. Hópurinn var að mótmæla útgöngubanni í höfuðborginni sem tekur í gildi um næstu helgi til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 7. júlí 2020 22:39 Vučić herðir tökin Engin raunveruleg stjórnarandstaða verður á serbneska þinginu eftir að Serbneski framfaraflokkurinn hirti stóran meirihluta þingsæta í kosningum gærdagsins. Stjórnarandstæðingar sniðgengu kosningarnar. 22. júní 2020 19:00 Íhaldsflokkur Vucic með yfirburðasigur í Serbíu Útgönguspár benda til að Framfaraflokkur Serbíu (SNS) hafi hlotið rúmlega 62 prósent atkvæða. 22. júní 2020 07:24 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Mótmæli héldu áfram í Belgrad, höfuðborg Serbíu, í gær og í nótt. Mótmælin hafa verið nokkuð ofbeldisfull og hafa eldar verið kveiktir og brotist hefur verið inn í þinghúsið. Þúsundir tóku þátt í mótmælunum í gær en mótmælendur gagnrýna sérstaklega Aleksandar Vucic, forseta Serbíu og stefnu ríkisstjórnarinnar, og sérstaklega því hvernig brugðist hefur verið við kórónuveirufaraldrinum. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglunni og voru lögreglumenn klæddir í óeirðarhlífðarfatnað og voru margir þeirra á lögregluhestum í kring um þinghúsið til að koma í veg fyrir að andstæðingar forsetans kæmust inn í þingbygginguna. Mótmælendur sem köstuðu steinum að lögreglu kyrjuðu „Við munum ekki sleppa tökunum af Kósovó,“ og „Vucic er þjófur.“ Mótmælin sem hófust fyrr í vikunni voru fyrst mótmæli vegna viðbragða yfirvalda við faraldrinum og slæmu efnahagsástandi en þau hafa þróast yfir í að vera mótmæli gegn forsetanum og ríkisstjórn landsins. Kósovó lýsti einhliða yfir sjálfstæði frá Serbíu í febrúar árið 2008 en þá hafði landið aðeins verið hluti af Serbíu að nafninu til síðan í Kósovóstríðinu 1999 en eftir það tóku Sameinuðu þjóðirnar við stjórn þess. Serbar eru mjög óánægðir með sjálfstæðisyfirlýsinguna. Viðræður fara nú fram milli yfirvalda Serbíu og yfirvalda í Pristína, höfuðborg Kósovó, en það voru Þýskaland og Frakkland sem hvöttu til að viðræður yrðu teknar upp að nýju. Að sögn Vucic ganga viðræðurnar vel.
Serbía Kósovó Tengdar fréttir Serbneskir mótmælendur brjótast inn í þinghúsið vegna fyrirhugaðs útgöngubanns Hópur stuðningsmanna stjórnarandstöðunnar braust inn í serbneska þinghúsið í Belgrad í kvöld. Hópurinn var að mótmæla útgöngubanni í höfuðborginni sem tekur í gildi um næstu helgi til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 7. júlí 2020 22:39 Vučić herðir tökin Engin raunveruleg stjórnarandstaða verður á serbneska þinginu eftir að Serbneski framfaraflokkurinn hirti stóran meirihluta þingsæta í kosningum gærdagsins. Stjórnarandstæðingar sniðgengu kosningarnar. 22. júní 2020 19:00 Íhaldsflokkur Vucic með yfirburðasigur í Serbíu Útgönguspár benda til að Framfaraflokkur Serbíu (SNS) hafi hlotið rúmlega 62 prósent atkvæða. 22. júní 2020 07:24 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Serbneskir mótmælendur brjótast inn í þinghúsið vegna fyrirhugaðs útgöngubanns Hópur stuðningsmanna stjórnarandstöðunnar braust inn í serbneska þinghúsið í Belgrad í kvöld. Hópurinn var að mótmæla útgöngubanni í höfuðborginni sem tekur í gildi um næstu helgi til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 7. júlí 2020 22:39
Vučić herðir tökin Engin raunveruleg stjórnarandstaða verður á serbneska þinginu eftir að Serbneski framfaraflokkurinn hirti stóran meirihluta þingsæta í kosningum gærdagsins. Stjórnarandstæðingar sniðgengu kosningarnar. 22. júní 2020 19:00
Íhaldsflokkur Vucic með yfirburðasigur í Serbíu Útgönguspár benda til að Framfaraflokkur Serbíu (SNS) hafi hlotið rúmlega 62 prósent atkvæða. 22. júní 2020 07:24