Tugir friðargæsluliða særðust í átökum í Kósovó Kjartan Kjartansson skrifar 30. maí 2023 09:10 Hernenn NATO og kósovóskir lögreglumenn áttu í vök að verjast gegn serbneskum mótmælendum í norðanverðu Kósovó í gær. Tugir særðust. AP/Dejan Simicevic Um þrjátíu friðargæsluliðar á vegum Atlantshafsbandalagsins særðust í hörðum átökum við Serba í norðanverðu Kósovó í gær. Átökin blossuðu upp þegar hópur manna af serbneskum uppruna reyndi að koma í veg fyrir að nýlega kjörnir fulltrúar af albönskum uppruna kæmust á skrifstofur sínar. Vaxandi spenna hefur verið á milli þjóðarbrota í Kósovó upp á síðkastið, sérstaklega í kjölfar kosninga sem voru haldnar á svæðum þar sem Kósovóar af serbneskum uppruna eru í meirihluta. Þeir hafa aldrei viðurkennt sjálfstæðisyfirlýsingu Kósovó og aðskilnað frá Serbíu árið 2008. Serbar sniðgengu kosningarnar og því hlutu nær eingöngu Kósovóar af albönskum uppruna brautargengi. Kjörsókn var aðeins um 3,5 prósent. Þjóðernissinnaðir Serbar reyndu að hindra för nýkjörinna bæjarstjóra við stjórnarbyggingar í gær. Serbnesku mótmælendurnir köstuðu gas- og blossasprengjum í friðargæsluliða NATO, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Kósovóskir lögreglumenn skutu táragasi á mótmælendurna í bænum Zvecan, um 45 kílómetra norður af höfuðborginni Pristina í gær. Beinbrot og bruna- og skotsár NATO segir að þrjátíu friðargæsluliðar hafi særst, ellefu Ítalir og nítján Ungverjar. Þeir hlutu meðal annars beinbrot og brunasár af völdum heimagerðar sprengna mótmælendanna. Þrír ungverskir hermenn hafi verið skotnir en þeir væru ekki lífshættulegar sárir, að sögn AP-fréttaveitunnar. Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, fullyrðir að 52 Serbar hafi særst í átökunum, þar af þrír alvarlega. Hann dvaldi með hermönnum sínum við landamærin að Kósovó í nótt. Serbneski herinn hefur verið í viðbragðsstöðu frá því í síðustu viku. Stjórnvöld í Pristina saka Vucic um að ala á sundrungu í Kósovó. Vucic segir kósovósk stjórnvöld bara ábyrgð á ástandinu með því að halda því til streitu að albanskir bæjarstjórar tækju með embætti eftir kosningarnar. Serbar og Kósovóar hafa eldað grátt silfur saman um áratugaskeið. Til vopnaðra átak akom þegar albanskir aðskilnaðarsinnar gerðu uppreisn árið 1998. Serbnesk stjórnvöld brugðust við af mikilli hörku. NATO hrakti serbneska hermenn út úr Kósovó árið 1999. Um þrettán þúsund manns féllu í átökunum, langflestir þeirra albanskir Kósovóar. Bandaríkin og flest Evrópuríki viðurkenna Kósovó sem sjálfstætt ríki en það gera hvorki Serbía, Rússland né Kína. Kósovó NATO Serbía Tengdar fréttir Hersveitir Serbíu á hæsta viðbúnaðarstigi vegna Kósovó Hersveitir Serbíu eru á hæsta viðbúnaðarstigi að sögn varnarmálaráðherrans Milos Vucevic en ástæðan er stigmögnun átaka við nágrannaríkið Kósovó. 27. desember 2022 06:42 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira
Vaxandi spenna hefur verið á milli þjóðarbrota í Kósovó upp á síðkastið, sérstaklega í kjölfar kosninga sem voru haldnar á svæðum þar sem Kósovóar af serbneskum uppruna eru í meirihluta. Þeir hafa aldrei viðurkennt sjálfstæðisyfirlýsingu Kósovó og aðskilnað frá Serbíu árið 2008. Serbar sniðgengu kosningarnar og því hlutu nær eingöngu Kósovóar af albönskum uppruna brautargengi. Kjörsókn var aðeins um 3,5 prósent. Þjóðernissinnaðir Serbar reyndu að hindra för nýkjörinna bæjarstjóra við stjórnarbyggingar í gær. Serbnesku mótmælendurnir köstuðu gas- og blossasprengjum í friðargæsluliða NATO, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Kósovóskir lögreglumenn skutu táragasi á mótmælendurna í bænum Zvecan, um 45 kílómetra norður af höfuðborginni Pristina í gær. Beinbrot og bruna- og skotsár NATO segir að þrjátíu friðargæsluliðar hafi særst, ellefu Ítalir og nítján Ungverjar. Þeir hlutu meðal annars beinbrot og brunasár af völdum heimagerðar sprengna mótmælendanna. Þrír ungverskir hermenn hafi verið skotnir en þeir væru ekki lífshættulegar sárir, að sögn AP-fréttaveitunnar. Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, fullyrðir að 52 Serbar hafi særst í átökunum, þar af þrír alvarlega. Hann dvaldi með hermönnum sínum við landamærin að Kósovó í nótt. Serbneski herinn hefur verið í viðbragðsstöðu frá því í síðustu viku. Stjórnvöld í Pristina saka Vucic um að ala á sundrungu í Kósovó. Vucic segir kósovósk stjórnvöld bara ábyrgð á ástandinu með því að halda því til streitu að albanskir bæjarstjórar tækju með embætti eftir kosningarnar. Serbar og Kósovóar hafa eldað grátt silfur saman um áratugaskeið. Til vopnaðra átak akom þegar albanskir aðskilnaðarsinnar gerðu uppreisn árið 1998. Serbnesk stjórnvöld brugðust við af mikilli hörku. NATO hrakti serbneska hermenn út úr Kósovó árið 1999. Um þrettán þúsund manns féllu í átökunum, langflestir þeirra albanskir Kósovóar. Bandaríkin og flest Evrópuríki viðurkenna Kósovó sem sjálfstætt ríki en það gera hvorki Serbía, Rússland né Kína.
Kósovó NATO Serbía Tengdar fréttir Hersveitir Serbíu á hæsta viðbúnaðarstigi vegna Kósovó Hersveitir Serbíu eru á hæsta viðbúnaðarstigi að sögn varnarmálaráðherrans Milos Vucevic en ástæðan er stigmögnun átaka við nágrannaríkið Kósovó. 27. desember 2022 06:42 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Sjá meira
Hersveitir Serbíu á hæsta viðbúnaðarstigi vegna Kósovó Hersveitir Serbíu eru á hæsta viðbúnaðarstigi að sögn varnarmálaráðherrans Milos Vucevic en ástæðan er stigmögnun átaka við nágrannaríkið Kósovó. 27. desember 2022 06:42