Ofbeldi á vinnustöðum Jón Snorrason skrifar 1. október 2023 12:00 Íslenskar og erlendar rannsóknir undanfarin ár virðast benda til þess að ofbeldi gagnvart starfsfólki á ýmsum vinnustöðum sé að aukast. Ofbeldi gagnvart starfsfólki er oftast framið af viðskiptavinum eða þjónustuþegum vinnustaðarins eða samstarfsfólki þess. Flestar rannsóknir um ofbeldi á vinnustöðum hafa verið gerðar á heilbrigðisstofnunum og á hjúkrunarfræðingum og starfsfólki í umönnun. Starfsfólk heilbrigðisstofnana er í hópi þeirra starfsstétta sem verður oftast fyrir ofbeldi við störf sín þar sem dauði hlýst ekki af. Ofbeldi á vinnustað á sér þó stað víðar en á heilbrigðisstofnunum. Ofbeldi á vinnustað er hægt að flokka í þrjá flokka: Líkamlegt ofbeldi: Starfsfólk verður fyrir líkamlegri snertingu gegn sínum vilja sem getur valdið líkamlegum og/eða sálrænum skaða. Hér er átt við atriði eins og þegar starfsfólk er slegið, gripið eða sparkað er í það eða hrækt á það. Munnlegt ofbeldi: Starfsfólk upplifir að veist sé að því sem manneskju og fagmanneskju með hinu talaða orði og það niðurlægt. Dæmi um þessa gerð ofbeldis er þegar talað er niður til starfsfólks, öskrað er á það eða því hótað. Kynferðilegt ofbeldi: Starfsfólk upplifir að líkamleg snerting, ummæli, ávarp eða enn aðrar athafnir séu af kynferðislegum toga og gegn vilja þess. Má hér nefna atriði eins og að kynfæri eða brjóst starfsfólks eru snert, eitthvað er sagt við starfsfólk sem hefur kynferðislega merkingu o.s.frv. Fræðimenn, sem rannsakað og skrifað hafa um efnið, eru almennt sammála um að þegar leitað er orsaka á ofbeldi á vinnustað verði að líta á málið frá sem flestum hliðum. Þá er aðallega átt við hvort eitthvað í skipulagi stofnunar, húsakynnum hennar eða vinnulagi geti skapað jarðveg fyrir ofbeldi, hvort þættir hjá starfsfólki eigi hlut að máli, hvort eitthvað í fari viðskiptavinarins eða þjónustuþegans stuðli að því að hann sýni ofbeldi og að lokum hvort samskipti viðskiptavinarins og starfsfólks séu þess eðlis að ofbeldi sprettur upp. Allar rannsóknir sýna að ofbeldi á vinnustað getur haft alvarlegar líkamlegar og sálrænar afleiðingar fyrir þann sem verður fyrir ofbeldi. Þar má nefna kvíða, þunglyndi, svefntruflanir, aukna notkun ávanabindandi efna og kulnun, svo eitthvað sé nefnt. Þessi vandamál geta svo haft neikvæð áhrif á fjölskyldur viðkomandi aðila. Í sumum tilvikum ákveður fólk að láta flytja sig til á vinnustaðnum eða skiptir um vinnustað. Margir vinnustaðir hafa þróað vinnulag til að fyrirbyggja og bregðast við ofbeldi gagnvart starfsfólki sínu. Í mörgum tilvikum er um sömu atriði að ræða en mismunandi vinnustaðir þurfa ólíka nálgun á viðfangsefninu. Rannsóknir hafa sýnt að starfsfólk, sem fær fræðslu eða þjálfun í því hvernig eigi að bregðast við í spennuaðstæðum eins og þegar viðskiptavinur sýnir ofbeldi eða gerir sig líklegan til að gera það, finnst það vera öruggara í slíkum aðstæðum. Starfsfólk á öllum vinnustöðum á rétt á að það verði ekki fyrir ofbeldi og vinnuveitendum ber að tryggja því öryggi við vinnu sína. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur MSc. Hann hefur gert rannsóknir um ofbeldi á heibrigðisstofnunum, skrifað um efnið og haldið fjölda námskeiða á ótal vinnustöðum um ofbeldi og fyrirbyggjandi aðgerðir og viðbrögð við því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson Skoðun Börnum fórnað fyrir bætt kjör Guðný Hrafnkelsdóttir Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Kunnugleg rödd og kosningaloforð Sigvarður Ari Huldarsson skrifar Skoðun Czy masz poczucie, że jesteś ważny? Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson skrifar Skoðun Að lifa með reisn Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andleg heilsa er dauðans alvara Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Píslarganga lántakandans - Dæmi Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Af hverju ættum við að trúa? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Svik við launafólk: Loforð um samráð brotin með gegndarlausum gjaldskrárhækkunum Anna Júlíusdóttir skrifar Skoðun Nýtt fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóhann Páll Jóhannsson,Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi og mannréttindabrot á Íslandi ekki forgangsmál þingmanna Grímur Atlason skrifar Skoðun Börnum fórnað fyrir bætt kjör Guðný Hrafnkelsdóttir skrifar Skoðun Sérhagsmunafúsk á Alþingi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir skrifar Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson skrifar Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar Skoðun Af hverju að gefa sósíalistum séns? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Er aðgangur að sérfræðiþjónustu jafnaður óháð búsetu? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson skrifar Skoðun Var eitthvað sérstakt við búvörulögin? Stjórnskipunarkrísa? Jón Jónsson skrifar Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Fiskmarkaðir Kári Jónsson skrifar Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir skrifar Skoðun Austurland í gíslingu..? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Rís upp unga Ísland! Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kennarar á krossgötum Karen Dögg Úlfarsdóttir Braun skrifar Skoðun Viljum við góð lífsgæði á Íslandi? Ingibergur Valgarðsson skrifar Skoðun Hvar eru frambjóðendurnir? Jóhann G. Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Heima er best? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskar og erlendar rannsóknir undanfarin ár virðast benda til þess að ofbeldi gagnvart starfsfólki á ýmsum vinnustöðum sé að aukast. Ofbeldi gagnvart starfsfólki er oftast framið af viðskiptavinum eða þjónustuþegum vinnustaðarins eða samstarfsfólki þess. Flestar rannsóknir um ofbeldi á vinnustöðum hafa verið gerðar á heilbrigðisstofnunum og á hjúkrunarfræðingum og starfsfólki í umönnun. Starfsfólk heilbrigðisstofnana er í hópi þeirra starfsstétta sem verður oftast fyrir ofbeldi við störf sín þar sem dauði hlýst ekki af. Ofbeldi á vinnustað á sér þó stað víðar en á heilbrigðisstofnunum. Ofbeldi á vinnustað er hægt að flokka í þrjá flokka: Líkamlegt ofbeldi: Starfsfólk verður fyrir líkamlegri snertingu gegn sínum vilja sem getur valdið líkamlegum og/eða sálrænum skaða. Hér er átt við atriði eins og þegar starfsfólk er slegið, gripið eða sparkað er í það eða hrækt á það. Munnlegt ofbeldi: Starfsfólk upplifir að veist sé að því sem manneskju og fagmanneskju með hinu talaða orði og það niðurlægt. Dæmi um þessa gerð ofbeldis er þegar talað er niður til starfsfólks, öskrað er á það eða því hótað. Kynferðilegt ofbeldi: Starfsfólk upplifir að líkamleg snerting, ummæli, ávarp eða enn aðrar athafnir séu af kynferðislegum toga og gegn vilja þess. Má hér nefna atriði eins og að kynfæri eða brjóst starfsfólks eru snert, eitthvað er sagt við starfsfólk sem hefur kynferðislega merkingu o.s.frv. Fræðimenn, sem rannsakað og skrifað hafa um efnið, eru almennt sammála um að þegar leitað er orsaka á ofbeldi á vinnustað verði að líta á málið frá sem flestum hliðum. Þá er aðallega átt við hvort eitthvað í skipulagi stofnunar, húsakynnum hennar eða vinnulagi geti skapað jarðveg fyrir ofbeldi, hvort þættir hjá starfsfólki eigi hlut að máli, hvort eitthvað í fari viðskiptavinarins eða þjónustuþegans stuðli að því að hann sýni ofbeldi og að lokum hvort samskipti viðskiptavinarins og starfsfólks séu þess eðlis að ofbeldi sprettur upp. Allar rannsóknir sýna að ofbeldi á vinnustað getur haft alvarlegar líkamlegar og sálrænar afleiðingar fyrir þann sem verður fyrir ofbeldi. Þar má nefna kvíða, þunglyndi, svefntruflanir, aukna notkun ávanabindandi efna og kulnun, svo eitthvað sé nefnt. Þessi vandamál geta svo haft neikvæð áhrif á fjölskyldur viðkomandi aðila. Í sumum tilvikum ákveður fólk að láta flytja sig til á vinnustaðnum eða skiptir um vinnustað. Margir vinnustaðir hafa þróað vinnulag til að fyrirbyggja og bregðast við ofbeldi gagnvart starfsfólki sínu. Í mörgum tilvikum er um sömu atriði að ræða en mismunandi vinnustaðir þurfa ólíka nálgun á viðfangsefninu. Rannsóknir hafa sýnt að starfsfólk, sem fær fræðslu eða þjálfun í því hvernig eigi að bregðast við í spennuaðstæðum eins og þegar viðskiptavinur sýnir ofbeldi eða gerir sig líklegan til að gera það, finnst það vera öruggara í slíkum aðstæðum. Starfsfólk á öllum vinnustöðum á rétt á að það verði ekki fyrir ofbeldi og vinnuveitendum ber að tryggja því öryggi við vinnu sína. Höfundur er geðhjúkrunarfræðingur MSc. Hann hefur gert rannsóknir um ofbeldi á heibrigðisstofnunum, skrifað um efnið og haldið fjölda námskeiða á ótal vinnustöðum um ofbeldi og fyrirbyggjandi aðgerðir og viðbrögð við því.
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Svik við launafólk: Loforð um samráð brotin með gegndarlausum gjaldskrárhækkunum Anna Júlíusdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldi og mannréttindabrot á Íslandi ekki forgangsmál þingmanna Grímur Atlason skrifar
Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson skrifar
Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun