„Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar 15. desember 2025 08:32 Þegar Trump sagði einhverri gyltu að halda kjafti á blaðamannafundi varð eðlilega allt vitlaust. Femínistar og annað rétthugsandi fólk um allan heim veinaði eins og stungnir grísir. Orðatiltækið að veina eins og stunginn grís er ekki úr lausi lofti gripið. Örvæntingarkveinin og skelfingaröskrin sem berast frá sláturhúsum þegar verið er að slátra svínum eru að sögn svo hryllileg að þau fá blóðið til að frjósa í æðum þeirra sem á hlusta. Fyrrverandi sláturhúsastarfsfólk hefur lýst áfallastreitu og sárum á sálinni eftir aðfarirnar. Í dag sendum við svín í gasklefana þar sem þau upplifa óbærilegan ótta, streitu og sársauka. Trump talar af jafn mikilli vanvirðingu um fólk og við tölum um svín. Í tungumálinu yfirfærum við marga af okkar ljótustu eiginleikum yfir á svín. Græðgi, stjórnleysi, frekju, sóðaskap og slæma hegðun. Þó svín séu auðvitað ekki nákvæmlega eins og við mannfólkið þá eru þau í raun mjög svipuð okkur. Of svipuð okkur til að hægt sé með nokkrum hætti að réttlæta meðferðina á þeim. Svín geta þróað með sér geðsjúkdóma sem eru sláandi líkir þeim sem hrjá okkur og þau bregðast við sömu geðlyfjum. Hægt er að græða líkamshluta úr svínum í fólk. Svín hafa greind á við þriggja ára mannsbörn og eru með greindustu dýrum jarðar. Þau eru forvitin, þrjósk, sjálfstæð og viljasterk. Þau hafa lífsvilja og eðli sem fær enga útrás. Við sussum líka á svín. Með því að fela þau inni í verksmiðjubúum þar sem þau þjást ævilangt við meiri firringu en við getum gert okkur í hugarlund. Við neitum þeim um náttúruna, eðlilegt atferli þeirra og einhvers konar líf sem húsdýr í hefðbundnum búskap fá þó að njóta. Það sem við skömmtum þeim af heiminum rúmast inni í einni kuldalegri skemmu með steinsteyptu gólfi. Ég ætlaði að skrifa að þar fengju þau einungis að ferðast innanhúss en það á auðvitað bara við um þau sem ekki eru föst í gotstíum. Þau kvendýr fá ekki einu sinni að hreyfa sig úr stað. Þegar grísir verða svo eirðarlausir og örvæntingarfullir af inniveru, tilbreytingarleysi og leiðindum að þeir fara að naga halann á hvor öðrum þá er sussað á þá með því að klippa halana af þeim. Þessir forvitnu litlu bleiku hvolpar fá aldrei að líta glaðan dag. Í eina heiminum sem þeir fá að kynnast er ekkert við að vera. Það eru engar brekkur til að rúlla sér niður (eitthvað sem þeim finnst gaman að gera), ekkert nýtt og spennandi að sjá, skoða og rannsaka. Engin huggun og ekkert hlýtt og notalegt. Ekki einu sinni mamma en henni kynnast þeir í gegnum rimla gotstíunnar. Huldudýrin í skemmunum eru tilfinningaverur sem geta fundið til gleði, sorgar, örvæntingar, andlegs sársauka, ótta, einmanaleika, samkenndar og söknuðar, rétt eins og við. Þau búa yfir sjálfsmeðvitund og rökhugsun. Þau hafa sinn eigin einstaka persónuleika og þeim er alls ekki sama um örlög sín. Svín í verksmiðjubúskap fá aldrei hvíld og upplifa ekki eina einustu sólarstund í lífinu. Andstaða við verksmiðjubúskap þarf ekki að vera vegan og andstaða við verksmiðjubúskap þarf ekki að vera andstaða við hefðbundinn búskap. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa nú í fjórða sinn að vitundarvakningu í desember gegn verksmiðjubúskap í svínarækt. Samtökin vilja vekja athygli á slæmri meðferð svína í matvælaiðnaði og hvetja fólk til að sleppa hamborgarhryggnum þessi jól. Með því að hafna kjöti sem verður til við óásættanlegar aðstæður fá framleiðendur skýr skilaboð um að hverfa til búskapar þar sem betur er búið að dýrunum. Enginn á að vera hryggur um jólin. Höfundur situr í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Þegar Trump sagði einhverri gyltu að halda kjafti á blaðamannafundi varð eðlilega allt vitlaust. Femínistar og annað rétthugsandi fólk um allan heim veinaði eins og stungnir grísir. Orðatiltækið að veina eins og stunginn grís er ekki úr lausi lofti gripið. Örvæntingarkveinin og skelfingaröskrin sem berast frá sláturhúsum þegar verið er að slátra svínum eru að sögn svo hryllileg að þau fá blóðið til að frjósa í æðum þeirra sem á hlusta. Fyrrverandi sláturhúsastarfsfólk hefur lýst áfallastreitu og sárum á sálinni eftir aðfarirnar. Í dag sendum við svín í gasklefana þar sem þau upplifa óbærilegan ótta, streitu og sársauka. Trump talar af jafn mikilli vanvirðingu um fólk og við tölum um svín. Í tungumálinu yfirfærum við marga af okkar ljótustu eiginleikum yfir á svín. Græðgi, stjórnleysi, frekju, sóðaskap og slæma hegðun. Þó svín séu auðvitað ekki nákvæmlega eins og við mannfólkið þá eru þau í raun mjög svipuð okkur. Of svipuð okkur til að hægt sé með nokkrum hætti að réttlæta meðferðina á þeim. Svín geta þróað með sér geðsjúkdóma sem eru sláandi líkir þeim sem hrjá okkur og þau bregðast við sömu geðlyfjum. Hægt er að græða líkamshluta úr svínum í fólk. Svín hafa greind á við þriggja ára mannsbörn og eru með greindustu dýrum jarðar. Þau eru forvitin, þrjósk, sjálfstæð og viljasterk. Þau hafa lífsvilja og eðli sem fær enga útrás. Við sussum líka á svín. Með því að fela þau inni í verksmiðjubúum þar sem þau þjást ævilangt við meiri firringu en við getum gert okkur í hugarlund. Við neitum þeim um náttúruna, eðlilegt atferli þeirra og einhvers konar líf sem húsdýr í hefðbundnum búskap fá þó að njóta. Það sem við skömmtum þeim af heiminum rúmast inni í einni kuldalegri skemmu með steinsteyptu gólfi. Ég ætlaði að skrifa að þar fengju þau einungis að ferðast innanhúss en það á auðvitað bara við um þau sem ekki eru föst í gotstíum. Þau kvendýr fá ekki einu sinni að hreyfa sig úr stað. Þegar grísir verða svo eirðarlausir og örvæntingarfullir af inniveru, tilbreytingarleysi og leiðindum að þeir fara að naga halann á hvor öðrum þá er sussað á þá með því að klippa halana af þeim. Þessir forvitnu litlu bleiku hvolpar fá aldrei að líta glaðan dag. Í eina heiminum sem þeir fá að kynnast er ekkert við að vera. Það eru engar brekkur til að rúlla sér niður (eitthvað sem þeim finnst gaman að gera), ekkert nýtt og spennandi að sjá, skoða og rannsaka. Engin huggun og ekkert hlýtt og notalegt. Ekki einu sinni mamma en henni kynnast þeir í gegnum rimla gotstíunnar. Huldudýrin í skemmunum eru tilfinningaverur sem geta fundið til gleði, sorgar, örvæntingar, andlegs sársauka, ótta, einmanaleika, samkenndar og söknuðar, rétt eins og við. Þau búa yfir sjálfsmeðvitund og rökhugsun. Þau hafa sinn eigin einstaka persónuleika og þeim er alls ekki sama um örlög sín. Svín í verksmiðjubúskap fá aldrei hvíld og upplifa ekki eina einustu sólarstund í lífinu. Andstaða við verksmiðjubúskap þarf ekki að vera vegan og andstaða við verksmiðjubúskap þarf ekki að vera andstaða við hefðbundinn búskap. Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa nú í fjórða sinn að vitundarvakningu í desember gegn verksmiðjubúskap í svínarækt. Samtökin vilja vekja athygli á slæmri meðferð svína í matvælaiðnaði og hvetja fólk til að sleppa hamborgarhryggnum þessi jól. Með því að hafna kjöti sem verður til við óásættanlegar aðstæður fá framleiðendur skýr skilaboð um að hverfa til búskapar þar sem betur er búið að dýrunum. Enginn á að vera hryggur um jólin. Höfundur situr í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi.
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun