Eitranir dregið 31 til dauða á þessu ári Lovísa Arnardóttir skrifar 29. september 2023 20:30 Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir andlátin of mörg og að fleiri neiti oxycontins en áður. Vísir/Rúnar Eitranir hafa dregið 31 til dauða á þessu ári og rekja má meginþorra andlátanna til notkunar áfengis, ópíóíða eða morfínskyldra lyfja. Yfirlögregluþjónn merkir aukna notkun á oxycontin og segir hvert andlát einu of mikið. Fyrstu níu mánuði ársins hefur 31 látist vegna eitrana á Íslandi. Enn á eftir að staðfesta dánarorsök í 25 málum sem eru til skoðunar hjá lögreglu. Flest andlátin eru vegna lyfjatengdra eitrana vegna neyslu á oxycontin, áfengis eða morfínskyldra lyfja. 38 prósent þeirra látnu voru konur og þriðjungur 30 ára eða yngri. Þetta kemur fram í gögnum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Embættið safnar þessum gögnum saman árlega og ef litið er til síðustu ára voru andlátin 40 í fyrra í heildina og 53 árið 2021. Lögreglan hefur frá árinu 2018 tekið saman upplýsingar um eitranir. Vísir/Sara „Þetta eru háar tölur og hvert andlát er einu andláti of mikið af þessum orsökum,“ segir Ævar Pálmi Pálmason yfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fram kom í fréttum í vor að lyfjatengd andlát hefðu aldrei verið fleiri og að fá fjórða tug væru til meðferðar hjá lögreglu, á þeim tíma. „Sú tala sem var til skoðunar og var nefnd í vor gaf til kynna þau mál þar sem að var grunur að mögulega hefði andlát borið að með þessum hætti. Nú liggja fyrir niðurstöður réttarkrufningar úr þessum andlátum og þess vegna er talan 31 núna.“ Meiri neysla á oxycontin Ævar segir þessi gögn mikilvæg til að geta til dæmis rýnt í ástand á til dæmis vímuefnamarkaði. Lögreglan merki einhverjar sveiflur í notkun á milli mánaða en að það sé aukning á til dæmis á notkun Oxycontins. „Ég tel að ein helsta breytingin sem við sjáum sé aukin neysla á Oxycontin. Það er gríðarlega sterkt verkjalyf,“ segir Ævar Pálmi og að fólk geti sem dæmi kynnt sér þættina Dopesick þar sem vel er farið yfir uppruna og áhrif lyfsins. Lögreglan er þó ekki ein um safna þessum gögnum því árlega eru birtar niðurstöður úr dánarmeinaskrá þar sem tekin eru saman lyfjatengd andlát. Bráðabirgðatölur þeirra fyrir árið í fyrra voru nýlega birtar og samkvæmt þeim létust 34 í fyrra vegna lyfjatengdra andláta og 46 árið á undan, sem er ekki það sama og kemur fram hjá lögreglu. Hér má sjá fjölda lyfjatengdra andláta frá árinu 2008. Tölurnar eru byggðar á gögnum úr dánarmeinaskrá. Gögn fyrir árið 2022 eru bráðabirgðatölur. Vísir/Sara Spurður hvernig tölur þessara tveggja embætta eru ólíkar segir Ævar Pálmi að sem dæmi taki tölur landlæknisembættisins til þeirra sem látist á sjúkrastofnunum ef það líður meira en 24 klukkustundir frá því að þau voru innrituð en það geri þeirra tölur ekki. „Tölur embættis landlæknis ná ekki til fólks með erlent lögheimili en tölur lögreglu ná til allra sem látast á Íslandi með voveiflegum hætti.“ Hann segir lögregluna hafa þá skyldu að koma á vettvang þar sem skyndilegt eða óvænt andlát ber að, eins og í heimahúsi eða þegar fólk finnst látið, og ekki sé hægt með óyggjandi hætti að greina dánarorsök. Hann segir það alltaf erfitt fyrir lögreglu að fara á slíkan vettvang og segir að hann myndi vilja sjá þessum andlátum fækka. Fíkn Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Dagdrykkja meðal sjúklinga SÁÁ þrefaldast á þrjátíu árum Netverslun áfengis er mikið áhyggjuefni að sögn læknis hjá SÁÁ. Áfengisneysla hefur tæplega tvöfaldast á síðustu fjörutíu árum hér á landi hjá fimmtán ára og eldri. Þá hefur fjöldi þeirra skjólstæðinga SÁÁ sem drekkur daglega rúmlega þrefaldast á þrjátíu árum. 19. september 2023 23:00 Heyrir af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku Kona sem nýtti neyslurými Ylju reglulega segist heyra af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku. Það sé mikil synd að ekki takist að opna nýtt úrræði. Ekkert neyslurými hefur verið rekið í um hálft ár og ráðherra segir einungis vanta húsnæði. 14. ágúst 2023 20:30 Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Leikaraverkfalli aflýst Innlent „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Erlent Fleiri fréttir Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Sjá meira
Fyrstu níu mánuði ársins hefur 31 látist vegna eitrana á Íslandi. Enn á eftir að staðfesta dánarorsök í 25 málum sem eru til skoðunar hjá lögreglu. Flest andlátin eru vegna lyfjatengdra eitrana vegna neyslu á oxycontin, áfengis eða morfínskyldra lyfja. 38 prósent þeirra látnu voru konur og þriðjungur 30 ára eða yngri. Þetta kemur fram í gögnum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Embættið safnar þessum gögnum saman árlega og ef litið er til síðustu ára voru andlátin 40 í fyrra í heildina og 53 árið 2021. Lögreglan hefur frá árinu 2018 tekið saman upplýsingar um eitranir. Vísir/Sara „Þetta eru háar tölur og hvert andlát er einu andláti of mikið af þessum orsökum,“ segir Ævar Pálmi Pálmason yfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fram kom í fréttum í vor að lyfjatengd andlát hefðu aldrei verið fleiri og að fá fjórða tug væru til meðferðar hjá lögreglu, á þeim tíma. „Sú tala sem var til skoðunar og var nefnd í vor gaf til kynna þau mál þar sem að var grunur að mögulega hefði andlát borið að með þessum hætti. Nú liggja fyrir niðurstöður réttarkrufningar úr þessum andlátum og þess vegna er talan 31 núna.“ Meiri neysla á oxycontin Ævar segir þessi gögn mikilvæg til að geta til dæmis rýnt í ástand á til dæmis vímuefnamarkaði. Lögreglan merki einhverjar sveiflur í notkun á milli mánaða en að það sé aukning á til dæmis á notkun Oxycontins. „Ég tel að ein helsta breytingin sem við sjáum sé aukin neysla á Oxycontin. Það er gríðarlega sterkt verkjalyf,“ segir Ævar Pálmi og að fólk geti sem dæmi kynnt sér þættina Dopesick þar sem vel er farið yfir uppruna og áhrif lyfsins. Lögreglan er þó ekki ein um safna þessum gögnum því árlega eru birtar niðurstöður úr dánarmeinaskrá þar sem tekin eru saman lyfjatengd andlát. Bráðabirgðatölur þeirra fyrir árið í fyrra voru nýlega birtar og samkvæmt þeim létust 34 í fyrra vegna lyfjatengdra andláta og 46 árið á undan, sem er ekki það sama og kemur fram hjá lögreglu. Hér má sjá fjölda lyfjatengdra andláta frá árinu 2008. Tölurnar eru byggðar á gögnum úr dánarmeinaskrá. Gögn fyrir árið 2022 eru bráðabirgðatölur. Vísir/Sara Spurður hvernig tölur þessara tveggja embætta eru ólíkar segir Ævar Pálmi að sem dæmi taki tölur landlæknisembættisins til þeirra sem látist á sjúkrastofnunum ef það líður meira en 24 klukkustundir frá því að þau voru innrituð en það geri þeirra tölur ekki. „Tölur embættis landlæknis ná ekki til fólks með erlent lögheimili en tölur lögreglu ná til allra sem látast á Íslandi með voveiflegum hætti.“ Hann segir lögregluna hafa þá skyldu að koma á vettvang þar sem skyndilegt eða óvænt andlát ber að, eins og í heimahúsi eða þegar fólk finnst látið, og ekki sé hægt með óyggjandi hætti að greina dánarorsök. Hann segir það alltaf erfitt fyrir lögreglu að fara á slíkan vettvang og segir að hann myndi vilja sjá þessum andlátum fækka.
Fíkn Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Lögreglumál Tengdar fréttir Dagdrykkja meðal sjúklinga SÁÁ þrefaldast á þrjátíu árum Netverslun áfengis er mikið áhyggjuefni að sögn læknis hjá SÁÁ. Áfengisneysla hefur tæplega tvöfaldast á síðustu fjörutíu árum hér á landi hjá fimmtán ára og eldri. Þá hefur fjöldi þeirra skjólstæðinga SÁÁ sem drekkur daglega rúmlega þrefaldast á þrjátíu árum. 19. september 2023 23:00 Heyrir af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku Kona sem nýtti neyslurými Ylju reglulega segist heyra af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku. Það sé mikil synd að ekki takist að opna nýtt úrræði. Ekkert neyslurými hefur verið rekið í um hálft ár og ráðherra segir einungis vanta húsnæði. 14. ágúst 2023 20:30 Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Leikaraverkfalli aflýst Innlent „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Erlent Fleiri fréttir Bíða enn niðurstöðu um varðhald „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Frjósemi aldrei verið minni en árið 2024 Ekkert lát á sprengjuregni í Úkraínu Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Á leið til Noregs og Svíþjóðar Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Leikaraverkfalli aflýst Snarpur skjálfti í Bárðarbungu Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Nefndin skoði lögreglu en ekki blaðamenn Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Sjá meira
Dagdrykkja meðal sjúklinga SÁÁ þrefaldast á þrjátíu árum Netverslun áfengis er mikið áhyggjuefni að sögn læknis hjá SÁÁ. Áfengisneysla hefur tæplega tvöfaldast á síðustu fjörutíu árum hér á landi hjá fimmtán ára og eldri. Þá hefur fjöldi þeirra skjólstæðinga SÁÁ sem drekkur daglega rúmlega þrefaldast á þrjátíu árum. 19. september 2023 23:00
Heyrir af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku Kona sem nýtti neyslurými Ylju reglulega segist heyra af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku. Það sé mikil synd að ekki takist að opna nýtt úrræði. Ekkert neyslurými hefur verið rekið í um hálft ár og ráðherra segir einungis vanta húsnæði. 14. ágúst 2023 20:30