Skútumaður kemur af fjöllum varðandi 157 kíló af hassi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. september 2023 12:01 Sólin sest við Garðskagavita. Vísir/Vilhelm Danskur karlmaður sem var handtekinn um borð í skútu við Garðskagavita í júní með 157 kíló af hassi segist ekki hafa haft hugmynd um að fíkniefni væru um borð. Hann man ekki hver millifærði á hann peningum til að kaupa skútuna og segist einfaldlega hafa farið í bátsferð til gamans. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum. Þrír eru ákærðir í málinu fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Tveir danskir ríkisborgarar sem voru um borð í skútunni, fæddir árið 1970 og 1989, og einn danskur ríkisborgari í viðbót sem færði þeim vistir í fjörunni við Garðskagavita á Reykjanesi. Óvænt skemmtiferð Það var að kvöldi 23. júní sem sást til skútu úti við Garðskagavita. Maður sást sigla út skútunni á gúmmíbát og annar maður beið hans í fjörunni. Sáust þeir bera vistir, bensín og utanborðsmótor úr bíl yfir í gúmmíbátinn. Sami maður sigldi svo gúmmíbátnum á ný út í skútuna. Í framhaldinu fór lögregla um borð í skútuna þar sem þriðja manninn var að finna auk þess sem sótti vistir á gúmmíbátnum. Við leit í skútunni fundust rúm 157 kíló af hassi og fjörutíu grömm af maríjúana. Voru þremenningarnir úrskurðaðir í gæsluvarðhald og hafa verið í því síðan. Fyrst á grundvelli rannsóknarhagsmuna en síðar almannahagsmuna. Þriðji maðurinn kærði nýlegan gæsluvarðhaldsúrskurð til Landsréttar sem hafnaði kröfu hans. Í úrskurðinum kemur fram að þriðji maðurinn, sem til einföldunar verður kallaður skútumaðurinn í þessari frétt, hafi sagt um óvænta skemmtiferð að ræða með hinum skipverjanum. Hann sagðist hafa vitað af hinum skipverjanum í meira en tíu ár en þekkti hann þó ekki vel. Millifærði fyrir kaupunum Þeir hefðu byrjað ferðina sunnan við Bergen í Noregi og planið verið að sigla í kringum Ísland og þaðan til Danmerkur. Þeir hefðu lent í stormi og því stoppað við Íslandsstrendur til að nálgast vistir. Hann hefði hvorki þekkt né séð manninn sem færði þeim vistir. Þá hefði hann ekki vitað af neinum fíkniefnum í skútunni. Lögregla hafði samband við fyrrverandi eiganda skútunnar og fékk upplýsingar um hver hefði borgað fyrir hana. Fyrrverandi eigandinn framvísaði millifærslu upp á 150 þúsund danskar krónur, rúmar þrjár milljónir íslenskra króna, þar sem fram kom að skútumaðurinn millifærði upphæðina 10. mars. Skútumaðurinn tjáði lögreglu í skýrslutöku að upphæðin hefði verið lögð inn á hann og hann sjálfur millifært á fyrrverandi eigandann. Áfram í steininum Skútumaðurinn sagðist ekki vita hver hefði lagt inn á reikninginn sinn, það hefði verið í nokkrum millifærslum en hann myndi ekki hve mörgum. Hann hefði upplýsingar í símanum sínum um hver hefði beðið hann um það en myndi ekki hvað viðkomandi héti. Skútumaðurinn hefur endurtekið verið úrskurðaður í gæsluvarðhald og kært þá niðurstöðu til Landsréttar. Úrskurðirnir hafa ekki verið birtir á vef Landsréttar til þessa vegna rannsóknarhagsmuna lögreglu. Skútumaðurinn telur ekki forsendu fyrir varðhaldi því hann hafi ekki vitað af fíkniefnunum. Landsréttur féllst á það með héraðsdómi að maðurinn sætti áfram gæsluvarðhaldi til 12. október. Gæsluvarðhaldsfangar eru vistaðir í fangelsinu á Hólmsheiði. Málið var þingfest á dögunum og neita allir þrír sök. Skútumálið 2023 Lögreglumál Suðurnesjabær Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Þrír Danir ákærðir í skútumáli Þrír danskir ríkisborgarar hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir stórfelld fíkniefnabrot. Eru þeir sagðir hafa reynt að smygla tæplega 160 kílóum af hassi til Grænlands. Munu þeir hafa siglt með fíkniefnin að Íslandsströndum á leið sinni. 25. september 2023 10:33 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Sjá meira
Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum. Þrír eru ákærðir í málinu fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Tveir danskir ríkisborgarar sem voru um borð í skútunni, fæddir árið 1970 og 1989, og einn danskur ríkisborgari í viðbót sem færði þeim vistir í fjörunni við Garðskagavita á Reykjanesi. Óvænt skemmtiferð Það var að kvöldi 23. júní sem sást til skútu úti við Garðskagavita. Maður sást sigla út skútunni á gúmmíbát og annar maður beið hans í fjörunni. Sáust þeir bera vistir, bensín og utanborðsmótor úr bíl yfir í gúmmíbátinn. Sami maður sigldi svo gúmmíbátnum á ný út í skútuna. Í framhaldinu fór lögregla um borð í skútuna þar sem þriðja manninn var að finna auk þess sem sótti vistir á gúmmíbátnum. Við leit í skútunni fundust rúm 157 kíló af hassi og fjörutíu grömm af maríjúana. Voru þremenningarnir úrskurðaðir í gæsluvarðhald og hafa verið í því síðan. Fyrst á grundvelli rannsóknarhagsmuna en síðar almannahagsmuna. Þriðji maðurinn kærði nýlegan gæsluvarðhaldsúrskurð til Landsréttar sem hafnaði kröfu hans. Í úrskurðinum kemur fram að þriðji maðurinn, sem til einföldunar verður kallaður skútumaðurinn í þessari frétt, hafi sagt um óvænta skemmtiferð að ræða með hinum skipverjanum. Hann sagðist hafa vitað af hinum skipverjanum í meira en tíu ár en þekkti hann þó ekki vel. Millifærði fyrir kaupunum Þeir hefðu byrjað ferðina sunnan við Bergen í Noregi og planið verið að sigla í kringum Ísland og þaðan til Danmerkur. Þeir hefðu lent í stormi og því stoppað við Íslandsstrendur til að nálgast vistir. Hann hefði hvorki þekkt né séð manninn sem færði þeim vistir. Þá hefði hann ekki vitað af neinum fíkniefnum í skútunni. Lögregla hafði samband við fyrrverandi eiganda skútunnar og fékk upplýsingar um hver hefði borgað fyrir hana. Fyrrverandi eigandinn framvísaði millifærslu upp á 150 þúsund danskar krónur, rúmar þrjár milljónir íslenskra króna, þar sem fram kom að skútumaðurinn millifærði upphæðina 10. mars. Skútumaðurinn tjáði lögreglu í skýrslutöku að upphæðin hefði verið lögð inn á hann og hann sjálfur millifært á fyrrverandi eigandann. Áfram í steininum Skútumaðurinn sagðist ekki vita hver hefði lagt inn á reikninginn sinn, það hefði verið í nokkrum millifærslum en hann myndi ekki hve mörgum. Hann hefði upplýsingar í símanum sínum um hver hefði beðið hann um það en myndi ekki hvað viðkomandi héti. Skútumaðurinn hefur endurtekið verið úrskurðaður í gæsluvarðhald og kært þá niðurstöðu til Landsréttar. Úrskurðirnir hafa ekki verið birtir á vef Landsréttar til þessa vegna rannsóknarhagsmuna lögreglu. Skútumaðurinn telur ekki forsendu fyrir varðhaldi því hann hafi ekki vitað af fíkniefnunum. Landsréttur féllst á það með héraðsdómi að maðurinn sætti áfram gæsluvarðhaldi til 12. október. Gæsluvarðhaldsfangar eru vistaðir í fangelsinu á Hólmsheiði. Málið var þingfest á dögunum og neita allir þrír sök.
Skútumálið 2023 Lögreglumál Suðurnesjabær Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Þrír Danir ákærðir í skútumáli Þrír danskir ríkisborgarar hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir stórfelld fíkniefnabrot. Eru þeir sagðir hafa reynt að smygla tæplega 160 kílóum af hassi til Grænlands. Munu þeir hafa siglt með fíkniefnin að Íslandsströndum á leið sinni. 25. september 2023 10:33 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Sjá meira
Þrír Danir ákærðir í skútumáli Þrír danskir ríkisborgarar hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir stórfelld fíkniefnabrot. Eru þeir sagðir hafa reynt að smygla tæplega 160 kílóum af hassi til Grænlands. Munu þeir hafa siglt með fíkniefnin að Íslandsströndum á leið sinni. 25. september 2023 10:33