Skútumaður kemur af fjöllum varðandi 157 kíló af hassi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. september 2023 12:01 Sólin sest við Garðskagavita. Vísir/Vilhelm Danskur karlmaður sem var handtekinn um borð í skútu við Garðskagavita í júní með 157 kíló af hassi segist ekki hafa haft hugmynd um að fíkniefni væru um borð. Hann man ekki hver millifærði á hann peningum til að kaupa skútuna og segist einfaldlega hafa farið í bátsferð til gamans. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum. Þrír eru ákærðir í málinu fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Tveir danskir ríkisborgarar sem voru um borð í skútunni, fæddir árið 1970 og 1989, og einn danskur ríkisborgari í viðbót sem færði þeim vistir í fjörunni við Garðskagavita á Reykjanesi. Óvænt skemmtiferð Það var að kvöldi 23. júní sem sást til skútu úti við Garðskagavita. Maður sást sigla út skútunni á gúmmíbát og annar maður beið hans í fjörunni. Sáust þeir bera vistir, bensín og utanborðsmótor úr bíl yfir í gúmmíbátinn. Sami maður sigldi svo gúmmíbátnum á ný út í skútuna. Í framhaldinu fór lögregla um borð í skútuna þar sem þriðja manninn var að finna auk þess sem sótti vistir á gúmmíbátnum. Við leit í skútunni fundust rúm 157 kíló af hassi og fjörutíu grömm af maríjúana. Voru þremenningarnir úrskurðaðir í gæsluvarðhald og hafa verið í því síðan. Fyrst á grundvelli rannsóknarhagsmuna en síðar almannahagsmuna. Þriðji maðurinn kærði nýlegan gæsluvarðhaldsúrskurð til Landsréttar sem hafnaði kröfu hans. Í úrskurðinum kemur fram að þriðji maðurinn, sem til einföldunar verður kallaður skútumaðurinn í þessari frétt, hafi sagt um óvænta skemmtiferð að ræða með hinum skipverjanum. Hann sagðist hafa vitað af hinum skipverjanum í meira en tíu ár en þekkti hann þó ekki vel. Millifærði fyrir kaupunum Þeir hefðu byrjað ferðina sunnan við Bergen í Noregi og planið verið að sigla í kringum Ísland og þaðan til Danmerkur. Þeir hefðu lent í stormi og því stoppað við Íslandsstrendur til að nálgast vistir. Hann hefði hvorki þekkt né séð manninn sem færði þeim vistir. Þá hefði hann ekki vitað af neinum fíkniefnum í skútunni. Lögregla hafði samband við fyrrverandi eiganda skútunnar og fékk upplýsingar um hver hefði borgað fyrir hana. Fyrrverandi eigandinn framvísaði millifærslu upp á 150 þúsund danskar krónur, rúmar þrjár milljónir íslenskra króna, þar sem fram kom að skútumaðurinn millifærði upphæðina 10. mars. Skútumaðurinn tjáði lögreglu í skýrslutöku að upphæðin hefði verið lögð inn á hann og hann sjálfur millifært á fyrrverandi eigandann. Áfram í steininum Skútumaðurinn sagðist ekki vita hver hefði lagt inn á reikninginn sinn, það hefði verið í nokkrum millifærslum en hann myndi ekki hve mörgum. Hann hefði upplýsingar í símanum sínum um hver hefði beðið hann um það en myndi ekki hvað viðkomandi héti. Skútumaðurinn hefur endurtekið verið úrskurðaður í gæsluvarðhald og kært þá niðurstöðu til Landsréttar. Úrskurðirnir hafa ekki verið birtir á vef Landsréttar til þessa vegna rannsóknarhagsmuna lögreglu. Skútumaðurinn telur ekki forsendu fyrir varðhaldi því hann hafi ekki vitað af fíkniefnunum. Landsréttur féllst á það með héraðsdómi að maðurinn sætti áfram gæsluvarðhaldi til 12. október. Gæsluvarðhaldsfangar eru vistaðir í fangelsinu á Hólmsheiði. Málið var þingfest á dögunum og neita allir þrír sök. Skútumálið 2023 Lögreglumál Suðurnesjabær Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Þrír Danir ákærðir í skútumáli Þrír danskir ríkisborgarar hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir stórfelld fíkniefnabrot. Eru þeir sagðir hafa reynt að smygla tæplega 160 kílóum af hassi til Grænlands. Munu þeir hafa siglt með fíkniefnin að Íslandsströndum á leið sinni. 25. september 2023 10:33 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum. Þrír eru ákærðir í málinu fyrir stórfellt fíkniefnabrot. Tveir danskir ríkisborgarar sem voru um borð í skútunni, fæddir árið 1970 og 1989, og einn danskur ríkisborgari í viðbót sem færði þeim vistir í fjörunni við Garðskagavita á Reykjanesi. Óvænt skemmtiferð Það var að kvöldi 23. júní sem sást til skútu úti við Garðskagavita. Maður sást sigla út skútunni á gúmmíbát og annar maður beið hans í fjörunni. Sáust þeir bera vistir, bensín og utanborðsmótor úr bíl yfir í gúmmíbátinn. Sami maður sigldi svo gúmmíbátnum á ný út í skútuna. Í framhaldinu fór lögregla um borð í skútuna þar sem þriðja manninn var að finna auk þess sem sótti vistir á gúmmíbátnum. Við leit í skútunni fundust rúm 157 kíló af hassi og fjörutíu grömm af maríjúana. Voru þremenningarnir úrskurðaðir í gæsluvarðhald og hafa verið í því síðan. Fyrst á grundvelli rannsóknarhagsmuna en síðar almannahagsmuna. Þriðji maðurinn kærði nýlegan gæsluvarðhaldsúrskurð til Landsréttar sem hafnaði kröfu hans. Í úrskurðinum kemur fram að þriðji maðurinn, sem til einföldunar verður kallaður skútumaðurinn í þessari frétt, hafi sagt um óvænta skemmtiferð að ræða með hinum skipverjanum. Hann sagðist hafa vitað af hinum skipverjanum í meira en tíu ár en þekkti hann þó ekki vel. Millifærði fyrir kaupunum Þeir hefðu byrjað ferðina sunnan við Bergen í Noregi og planið verið að sigla í kringum Ísland og þaðan til Danmerkur. Þeir hefðu lent í stormi og því stoppað við Íslandsstrendur til að nálgast vistir. Hann hefði hvorki þekkt né séð manninn sem færði þeim vistir. Þá hefði hann ekki vitað af neinum fíkniefnum í skútunni. Lögregla hafði samband við fyrrverandi eiganda skútunnar og fékk upplýsingar um hver hefði borgað fyrir hana. Fyrrverandi eigandinn framvísaði millifærslu upp á 150 þúsund danskar krónur, rúmar þrjár milljónir íslenskra króna, þar sem fram kom að skútumaðurinn millifærði upphæðina 10. mars. Skútumaðurinn tjáði lögreglu í skýrslutöku að upphæðin hefði verið lögð inn á hann og hann sjálfur millifært á fyrrverandi eigandann. Áfram í steininum Skútumaðurinn sagðist ekki vita hver hefði lagt inn á reikninginn sinn, það hefði verið í nokkrum millifærslum en hann myndi ekki hve mörgum. Hann hefði upplýsingar í símanum sínum um hver hefði beðið hann um það en myndi ekki hvað viðkomandi héti. Skútumaðurinn hefur endurtekið verið úrskurðaður í gæsluvarðhald og kært þá niðurstöðu til Landsréttar. Úrskurðirnir hafa ekki verið birtir á vef Landsréttar til þessa vegna rannsóknarhagsmuna lögreglu. Skútumaðurinn telur ekki forsendu fyrir varðhaldi því hann hafi ekki vitað af fíkniefnunum. Landsréttur féllst á það með héraðsdómi að maðurinn sætti áfram gæsluvarðhaldi til 12. október. Gæsluvarðhaldsfangar eru vistaðir í fangelsinu á Hólmsheiði. Málið var þingfest á dögunum og neita allir þrír sök.
Skútumálið 2023 Lögreglumál Suðurnesjabær Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Þrír Danir ákærðir í skútumáli Þrír danskir ríkisborgarar hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir stórfelld fíkniefnabrot. Eru þeir sagðir hafa reynt að smygla tæplega 160 kílóum af hassi til Grænlands. Munu þeir hafa siglt með fíkniefnin að Íslandsströndum á leið sinni. 25. september 2023 10:33 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Þrír Danir ákærðir í skútumáli Þrír danskir ríkisborgarar hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir stórfelld fíkniefnabrot. Eru þeir sagðir hafa reynt að smygla tæplega 160 kílóum af hassi til Grænlands. Munu þeir hafa siglt með fíkniefnin að Íslandsströndum á leið sinni. 25. september 2023 10:33