Vildi spila viðtal við brotaþola Árni Sæberg skrifar 28. september 2023 13:40 Verjendur í málinu eru 25 talsins. Ómar Valdimarsson, verjandi þess sem ákærður er fyrir þrjár tilraunir til manndráps er hér lengst til hægri. Vísir/Vilhelm Skýrslutökur brotaþola og annarra vitna hófust í morgun og því er töluvert fjölmennara í dómsal í Gullhömrum við aðalmeðferð Bankastrætis Club málsins en síðustu daga. Þónokkrir sem sæta ákæru eru mættir til þess að fylgjast með framgangi mála, þar á meðal sá eini sem ákærður er fyrir að hafa reynt að verða brotaþolum að bana. Líkt og sakborningar síðustu daga mega vitni ekki hlýða hvert á annað. Því voru verjendur ekki sérstaklega ánægðir með það þegar brotaþoli gekk inn í dómsal í fylgd dómvarða og lögreglumanna á meðan annar brotaþoli gaf skýrslu. Honum var snarlega fylgt út á ný eftir mótmæli verjenda. Lagði fram ný gögn og vildi sýna myndskeið og spila viðtal Þá hófst þinghald í morgun á því að Ómar Valdimarsson, verjandi þess sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps, óskaði eftir því að leggja fram frekari gögn í málinu. Hann vildi fá að sýna myndskeið af samfélagsmiðlinum Snapchat en dómari leyfði það ekki. Hann fékk þó að deila út skjáskotum og senda myndskeiðið á aðra verjendur. Aðrir verjendur mótmæltu því að myndskeiðin og lýsingar á þeim yrðu lögð fram í málinu og sögðu gögnin þegar fram komin og að lýsingar á þeim væru skriflegur málflutningur, sem er óheimill. Þá óskaði Ómar eftir því að viðtal útvarpsmannsins Gústa B við þá Lúkas Geir og John Sebastian, brotaþola, sem tekið var tveimur dögum eftir árásina, yrði spilað. Dómari tók fyrir það. Nú eftir hádegi koma önnur vitni en brotaþolar fyrir dóminn og gefa skýrslur. Að þinghaldi loknu í dag verður fjölmiðlabanni aflétt og þá verður umfjöllun um aðalmeðferðina birt á Vísi. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Fá ekki að hlusta hver á annan Ákveðið var í undirbúningsþinghaldi í Bankastræti-Club málinu í morgun að sakborningar myndu ekki sitja inni í dómsal í Gullhömrum. Þeir munu sitja því frammi og koma inn einn af öðrum. Verjendur mótmæla ákvörðuninni. Á fimmtudag verður fjölmiðlabanni aflétt. 25. september 2023 10:17 „Dómari, við heyrum ekkert í honum í ódýru sætunum hérna aftast“ Aðalmeðferð í Bankastrætis Club málinu svokallaða var haldið áfram í morgun og nú hafa allir sem sæta ákæru fyrir annað en hlutdeild í árásinni gefið skýrslu. Mikið umstang hefur verið í Gullhömrum og laganemar kíktu í heimsókn fyrir hádegi. 26. september 2023 13:48 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Líkt og sakborningar síðustu daga mega vitni ekki hlýða hvert á annað. Því voru verjendur ekki sérstaklega ánægðir með það þegar brotaþoli gekk inn í dómsal í fylgd dómvarða og lögreglumanna á meðan annar brotaþoli gaf skýrslu. Honum var snarlega fylgt út á ný eftir mótmæli verjenda. Lagði fram ný gögn og vildi sýna myndskeið og spila viðtal Þá hófst þinghald í morgun á því að Ómar Valdimarsson, verjandi þess sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps, óskaði eftir því að leggja fram frekari gögn í málinu. Hann vildi fá að sýna myndskeið af samfélagsmiðlinum Snapchat en dómari leyfði það ekki. Hann fékk þó að deila út skjáskotum og senda myndskeiðið á aðra verjendur. Aðrir verjendur mótmæltu því að myndskeiðin og lýsingar á þeim yrðu lögð fram í málinu og sögðu gögnin þegar fram komin og að lýsingar á þeim væru skriflegur málflutningur, sem er óheimill. Þá óskaði Ómar eftir því að viðtal útvarpsmannsins Gústa B við þá Lúkas Geir og John Sebastian, brotaþola, sem tekið var tveimur dögum eftir árásina, yrði spilað. Dómari tók fyrir það. Nú eftir hádegi koma önnur vitni en brotaþolar fyrir dóminn og gefa skýrslur. Að þinghaldi loknu í dag verður fjölmiðlabanni aflétt og þá verður umfjöllun um aðalmeðferðina birt á Vísi.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Fá ekki að hlusta hver á annan Ákveðið var í undirbúningsþinghaldi í Bankastræti-Club málinu í morgun að sakborningar myndu ekki sitja inni í dómsal í Gullhömrum. Þeir munu sitja því frammi og koma inn einn af öðrum. Verjendur mótmæla ákvörðuninni. Á fimmtudag verður fjölmiðlabanni aflétt. 25. september 2023 10:17 „Dómari, við heyrum ekkert í honum í ódýru sætunum hérna aftast“ Aðalmeðferð í Bankastrætis Club málinu svokallaða var haldið áfram í morgun og nú hafa allir sem sæta ákæru fyrir annað en hlutdeild í árásinni gefið skýrslu. Mikið umstang hefur verið í Gullhömrum og laganemar kíktu í heimsókn fyrir hádegi. 26. september 2023 13:48 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Fá ekki að hlusta hver á annan Ákveðið var í undirbúningsþinghaldi í Bankastræti-Club málinu í morgun að sakborningar myndu ekki sitja inni í dómsal í Gullhömrum. Þeir munu sitja því frammi og koma inn einn af öðrum. Verjendur mótmæla ákvörðuninni. Á fimmtudag verður fjölmiðlabanni aflétt. 25. september 2023 10:17
„Dómari, við heyrum ekkert í honum í ódýru sætunum hérna aftast“ Aðalmeðferð í Bankastrætis Club málinu svokallaða var haldið áfram í morgun og nú hafa allir sem sæta ákæru fyrir annað en hlutdeild í árásinni gefið skýrslu. Mikið umstang hefur verið í Gullhömrum og laganemar kíktu í heimsókn fyrir hádegi. 26. september 2023 13:48