Segja stóran hluta kláms sýna refsivert ofbeldi gegn konum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. september 2023 07:14 Ráðið vill lagabreytingar til að hægt verði að sækja framleiðendur klámsins til saka. Getty Jafnréttisráð Frakklands segir allt að 90 prósent alls kláms á netinu sýna andlegt, líkamlegt og/eða kynferðislegt ofbeldi gegn konum. Þá er það í mörgum tilvikum svo alvarlegt að hægt væri að sækja menn til saka fyrir það samkvæmt frönskum lögum. Jafnréttisráðið skilaði skýrslu til stjórnvalda í gær þar sem hvatt er til þess að lögum verði breytt þannig að hægt verði að höfða mál gegn framleiðendum ofbeldisfulls kláms og til að greiða fyrir því að auðveldara verði að taka út efni til að vernda þá sem brotið hefur verið gegn. Ráðið fékk til sín fjölda viðmælenda og fór yfir fjölda myndskeiða á stærstu klámsíðum heimsins. Í skýrslunni segir að í milljónum myndskeiða væri gert lítið úr konum; þær niðurlægðar, komið fram við þær á ómanneskjulegan hátt, ráðist á þær, þær pyntaðar og beittar meðferð sem gangi bæði gegn mannlegri reisn og frönskum lögum. „Konurnar eru raunverulegar, kynlífið og ofbeldið er raunverulegt, og þjáning þeirra oft fullkomlega sjáanleg en á sama tíma gerð erótísk,“ segir í skýrslunni. Það væri mat ríkissaksóknara að mikið af ofbeldinu bryti gegn frönskum lögum. Höfundar skýrslunnar segja verulegan hluta klámefnisins jafngilda pyntingum og að ekki sé hægt að bera við samþykki eða samkomulagi, þar sem manneskja getur ekki fallist á að sæta pyntingum, kynferðislegri misnotkun eða mansali. Ráðið segir umrædd myndskeið hreinlega ólögleg og refsiverð. Þá eru yfirvöld gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi og fyrir að hafa gefið undan lobbýisma klámiðnaðarins á grundvelli tjáningarfrelsisins. Ríkið þurfi að láta af þeim ávana að horfa undan og vera í afneitun en sú tilhneiging hafi orðið til þess að klámiðnaðurinn hafi fengið að starfa eftirlitslaus. Samkvæmt könnunum neytir 51 prósent 12 ára franskra drengja kláms í hverjum mánuði og skýrsluhöfundar segja áhorf á ofbeldisfullt klám ýta undir svokallaðan „nauðgunarkúltúr“. Aðgerðasinnar hafa bent á að í mörgum tilvikum sé um að ræða konur á eða rétt yfir barnsaldri. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Frakkland Klám Stafrænt ofbeldi Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira
Jafnréttisráðið skilaði skýrslu til stjórnvalda í gær þar sem hvatt er til þess að lögum verði breytt þannig að hægt verði að höfða mál gegn framleiðendum ofbeldisfulls kláms og til að greiða fyrir því að auðveldara verði að taka út efni til að vernda þá sem brotið hefur verið gegn. Ráðið fékk til sín fjölda viðmælenda og fór yfir fjölda myndskeiða á stærstu klámsíðum heimsins. Í skýrslunni segir að í milljónum myndskeiða væri gert lítið úr konum; þær niðurlægðar, komið fram við þær á ómanneskjulegan hátt, ráðist á þær, þær pyntaðar og beittar meðferð sem gangi bæði gegn mannlegri reisn og frönskum lögum. „Konurnar eru raunverulegar, kynlífið og ofbeldið er raunverulegt, og þjáning þeirra oft fullkomlega sjáanleg en á sama tíma gerð erótísk,“ segir í skýrslunni. Það væri mat ríkissaksóknara að mikið af ofbeldinu bryti gegn frönskum lögum. Höfundar skýrslunnar segja verulegan hluta klámefnisins jafngilda pyntingum og að ekki sé hægt að bera við samþykki eða samkomulagi, þar sem manneskja getur ekki fallist á að sæta pyntingum, kynferðislegri misnotkun eða mansali. Ráðið segir umrædd myndskeið hreinlega ólögleg og refsiverð. Þá eru yfirvöld gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi og fyrir að hafa gefið undan lobbýisma klámiðnaðarins á grundvelli tjáningarfrelsisins. Ríkið þurfi að láta af þeim ávana að horfa undan og vera í afneitun en sú tilhneiging hafi orðið til þess að klámiðnaðurinn hafi fengið að starfa eftirlitslaus. Samkvæmt könnunum neytir 51 prósent 12 ára franskra drengja kláms í hverjum mánuði og skýrsluhöfundar segja áhorf á ofbeldisfullt klám ýta undir svokallaðan „nauðgunarkúltúr“. Aðgerðasinnar hafa bent á að í mörgum tilvikum sé um að ræða konur á eða rétt yfir barnsaldri. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Frakkland Klám Stafrænt ofbeldi Jafnréttismál Kynferðisofbeldi Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira