Ráðist á ráðstefnugest á vegum Samtakanna '78 Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 27. september 2023 14:54 Árásin átti sér stað ofarlega á Hverfisgötu í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm/Sara Ráðist var á ráðstefnugest á vegum Samtakanna '78 í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Sá sem varð fyrir árásinni er talsvert slasaður og dvaldi á sjúkrahúsi í nótt. Lögregla rannsakar málið sem mögulegan haturslæp. Samtökin '78, í samvinnu við forsætisráðuneytið og Norrænu ráðherranefndina buðu hátt í hundrað fulltrúum frá öllum helstu samtökum hinsegin fólks á Norðurlöndum á ráðstefnu sem fór fram á Fosshótel Reykjavík i gær. Í tilkynningu frá Samtökunum '78 segir að eitt aðalumfjöllunarefni ráðstefnunnar hafi verið bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks. Undanfarið hafi Samtökin ‘78 þurft að huga sérstaklega að öryggismálum á viðburðum. Öryggisverðir voru á ráðstefnunni allan tímann sem og á hliðarviðburðum. Þá hafi Samtökin ‘78 í góðu sambandi við ríkislögreglustjóra. „Því miður kom berlega í ljós að þær ráðstafanir voru nauðsynlegar,“ segir í tilkynningunni. „Veist var að ráðstefnugestum á göngu í miðbæ Reykjavíkur á mánudag og í gærkvöld varð ráðstefnugestur fyrir líkamsárás. Kalla þurfti til lögreglu og sjúkrabíl og var einstaklingurinn fluttur á sjúkrahús. Líðan hans er eftir atvikum og áfallið er mikið fyrir alla gesti.“ Var á sjúkrahúsi í nótt Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, segir í samtali við fréttastofu að árásin hafi verið gróf. Sá sem varð fyrir henni sé nýútskrifaður af sjúkrahúsi og sé talsvert slasaður. Hann hafi verið kýldur í andlit og líkama og meðal annars voru tennur brotnar. Að sögn Daníels er ekki vitað hverjir voru að verki. „Þetta voru tveir aðilar sem réðust á hann. Hann var semsagt að labba frá kvöldverðinum upp á hótel þegar hann tekur eftir tveimur einstaklingum hinum megin við götuna sem fylgdust með honum. Svo koma þeir aftan að honum og ráðast á hann.“ Maðurinn sem ráðist var á var með regnbogaband um hálsinn sem Daníel segir að hann hafi reynt að fela undir jakkanum sínum. Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78. Vísir/Egill Aðalsteinsson Sýni að bakslagið sé raunverulegt Í tilkynningunni er tekið fram að þessi ömurlegi atburður sýni að bakslagið sé sé raunverulegt, hættulegt og vaxandi vandamál á Íslandi rétt eins og í nágrannalöndunum. „Það er óásættanlegt að hinsegin fólk geti ekki gert ráð fyrir því að vera öruggt í almannarýminu á Íslandi. Atburðir sem þessir sýna skýrt þörfina á ráðstefnu sem þessari og öflugu starfi í þágu réttinda og öryggis hinsegin fólks.“ Rannsaka hvort um hatursglæp sé að ræða Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við fréttastofu að lögregla hafi líkamsárás í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi til rannsóknar. Hann segir rannsókn á frumstigi en eitt af því sem sé til rannsóknar sé hvort um hatursglæp sé að ræða. Hinsegin Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Samtökin '78, í samvinnu við forsætisráðuneytið og Norrænu ráðherranefndina buðu hátt í hundrað fulltrúum frá öllum helstu samtökum hinsegin fólks á Norðurlöndum á ráðstefnu sem fór fram á Fosshótel Reykjavík i gær. Í tilkynningu frá Samtökunum '78 segir að eitt aðalumfjöllunarefni ráðstefnunnar hafi verið bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks. Undanfarið hafi Samtökin ‘78 þurft að huga sérstaklega að öryggismálum á viðburðum. Öryggisverðir voru á ráðstefnunni allan tímann sem og á hliðarviðburðum. Þá hafi Samtökin ‘78 í góðu sambandi við ríkislögreglustjóra. „Því miður kom berlega í ljós að þær ráðstafanir voru nauðsynlegar,“ segir í tilkynningunni. „Veist var að ráðstefnugestum á göngu í miðbæ Reykjavíkur á mánudag og í gærkvöld varð ráðstefnugestur fyrir líkamsárás. Kalla þurfti til lögreglu og sjúkrabíl og var einstaklingurinn fluttur á sjúkrahús. Líðan hans er eftir atvikum og áfallið er mikið fyrir alla gesti.“ Var á sjúkrahúsi í nótt Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, segir í samtali við fréttastofu að árásin hafi verið gróf. Sá sem varð fyrir henni sé nýútskrifaður af sjúkrahúsi og sé talsvert slasaður. Hann hafi verið kýldur í andlit og líkama og meðal annars voru tennur brotnar. Að sögn Daníels er ekki vitað hverjir voru að verki. „Þetta voru tveir aðilar sem réðust á hann. Hann var semsagt að labba frá kvöldverðinum upp á hótel þegar hann tekur eftir tveimur einstaklingum hinum megin við götuna sem fylgdust með honum. Svo koma þeir aftan að honum og ráðast á hann.“ Maðurinn sem ráðist var á var með regnbogaband um hálsinn sem Daníel segir að hann hafi reynt að fela undir jakkanum sínum. Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78. Vísir/Egill Aðalsteinsson Sýni að bakslagið sé raunverulegt Í tilkynningunni er tekið fram að þessi ömurlegi atburður sýni að bakslagið sé sé raunverulegt, hættulegt og vaxandi vandamál á Íslandi rétt eins og í nágrannalöndunum. „Það er óásættanlegt að hinsegin fólk geti ekki gert ráð fyrir því að vera öruggt í almannarýminu á Íslandi. Atburðir sem þessir sýna skýrt þörfina á ráðstefnu sem þessari og öflugu starfi í þágu réttinda og öryggis hinsegin fólks.“ Rannsaka hvort um hatursglæp sé að ræða Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við fréttastofu að lögregla hafi líkamsárás í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi til rannsóknar. Hann segir rannsókn á frumstigi en eitt af því sem sé til rannsóknar sé hvort um hatursglæp sé að ræða.
Hinsegin Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira