Þrír Danir ákærðir í skútumáli Bjarki Sigurðsson skrifar 25. september 2023 10:33 Mennirnir voru handteknir í lok júní á þessu ári. Vísir/Vilhelm Þrír danskir ríkisborgarar hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir stórfelld fíkniefnabrot. Eru þeir sagðir hafa reynt að smygla tæplega 160 kílóum af hassi til Grænlands. Munu þeir hafa siglt með fíkniefnin að Íslandsströndum á leið sinni. Mennirnir þrír voru handteknir í lok júní á þessu ári. Tveir þeirra voru um borð í skútunni úti fyrir Garðskagavita í Suðurnesjabæ. Sá þriðji var handtekinn á landi. Þeir tveir sem voru um borð í skútunni eru fæddir árin 1970 og 1989. Eru þeir ákærðir fyrir að hafa haft efnin í vörslum sínum í skútunni og ætlað sér að sigla með þau áfram til Grænlands til sölu- og dreifingar þar. Tekið er fram í ákæru að skútan hafi verið sjósett í Danmörku. Þriðji maðurinn er fæddur árið 2002 en hann er sagður hafa komið til Íslands að fyrirmælum óþekktra aðila. Fékk hann frá þeim fjármagn og leiðbeiningar um kaup á búnaði og vistum. Flaug hann hingað til lands og hitti annan mannanna í fjörunni við Garðskagavita. Færði hann honum þar ýmsar vistir, þar á meðal bensín og utanborðsmótor. Fjölmargir munir voru gerðir upptækir við rannsókn málsins, flest allt munir sem fundust um borð í skútunni. Má þar nefna slípirokk, juðara, hitablásara, vakúmpökkunarvél, nokkra farsíma og fyrirframgreidd kort. Er þess krafist að mennirnir verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar. Smygl Lögreglumál Fíkniefnabrot Skútumálið 2023 Tengdar fréttir Enn eitt skútumálið komið upp hér á landi Enn eitt skútumálið er komið upp hér á landi eftir að umfangsmiklar aðgerðir lögreglu með aðstoð fjölmargra aðila leiddi til handtöku þriggja karlmanna snemma morguns laugardag vegna smygls á miklu magni fíkniefna. Ráðist var til aðgerða undan vestarlega við suðurströnd Íslands. 26. júní 2023 15:49 Langt síðan lögreglan hefur lagt hald á viðlíka magn af hassi Lögreglan hefur staðfest að fíkniefnin sem lagt var hald á í skútu undan Suðurnesjum á laugardag voru hass. Grímur Grímsson segir langt síðan lögreglan hefur lagt hald á slíkt magn af hassi. 27. júní 2023 14:52 Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í skútumálinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast þess á morgun að þrír menn, sem grunaður eru um umfangsmikið smygl á hassi til landsins, verði úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald. 28. ágúst 2023 20:38 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira
Mennirnir þrír voru handteknir í lok júní á þessu ári. Tveir þeirra voru um borð í skútunni úti fyrir Garðskagavita í Suðurnesjabæ. Sá þriðji var handtekinn á landi. Þeir tveir sem voru um borð í skútunni eru fæddir árin 1970 og 1989. Eru þeir ákærðir fyrir að hafa haft efnin í vörslum sínum í skútunni og ætlað sér að sigla með þau áfram til Grænlands til sölu- og dreifingar þar. Tekið er fram í ákæru að skútan hafi verið sjósett í Danmörku. Þriðji maðurinn er fæddur árið 2002 en hann er sagður hafa komið til Íslands að fyrirmælum óþekktra aðila. Fékk hann frá þeim fjármagn og leiðbeiningar um kaup á búnaði og vistum. Flaug hann hingað til lands og hitti annan mannanna í fjörunni við Garðskagavita. Færði hann honum þar ýmsar vistir, þar á meðal bensín og utanborðsmótor. Fjölmargir munir voru gerðir upptækir við rannsókn málsins, flest allt munir sem fundust um borð í skútunni. Má þar nefna slípirokk, juðara, hitablásara, vakúmpökkunarvél, nokkra farsíma og fyrirframgreidd kort. Er þess krafist að mennirnir verði dæmdir til refsingar og til greiðslu alls sakarkostnaðar.
Smygl Lögreglumál Fíkniefnabrot Skútumálið 2023 Tengdar fréttir Enn eitt skútumálið komið upp hér á landi Enn eitt skútumálið er komið upp hér á landi eftir að umfangsmiklar aðgerðir lögreglu með aðstoð fjölmargra aðila leiddi til handtöku þriggja karlmanna snemma morguns laugardag vegna smygls á miklu magni fíkniefna. Ráðist var til aðgerða undan vestarlega við suðurströnd Íslands. 26. júní 2023 15:49 Langt síðan lögreglan hefur lagt hald á viðlíka magn af hassi Lögreglan hefur staðfest að fíkniefnin sem lagt var hald á í skútu undan Suðurnesjum á laugardag voru hass. Grímur Grímsson segir langt síðan lögreglan hefur lagt hald á slíkt magn af hassi. 27. júní 2023 14:52 Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í skútumálinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast þess á morgun að þrír menn, sem grunaður eru um umfangsmikið smygl á hassi til landsins, verði úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald. 28. ágúst 2023 20:38 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Fleiri fréttir Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Sjá meira
Enn eitt skútumálið komið upp hér á landi Enn eitt skútumálið er komið upp hér á landi eftir að umfangsmiklar aðgerðir lögreglu með aðstoð fjölmargra aðila leiddi til handtöku þriggja karlmanna snemma morguns laugardag vegna smygls á miklu magni fíkniefna. Ráðist var til aðgerða undan vestarlega við suðurströnd Íslands. 26. júní 2023 15:49
Langt síðan lögreglan hefur lagt hald á viðlíka magn af hassi Lögreglan hefur staðfest að fíkniefnin sem lagt var hald á í skútu undan Suðurnesjum á laugardag voru hass. Grímur Grímsson segir langt síðan lögreglan hefur lagt hald á slíkt magn af hassi. 27. júní 2023 14:52
Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í skútumálinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun krefjast þess á morgun að þrír menn, sem grunaður eru um umfangsmikið smygl á hassi til landsins, verði úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald. 28. ágúst 2023 20:38