Unglingar fórnarlömb á gjörbreyttum fíkniefnamarkaði Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. september 2023 20:30 Gunnar Hólmsteinn ræddi ástandið í Svíþjóð. getty Stjórnmálafræðingur sem búsettur var í um áratug í Svíþjóð segir sturlungaöld ríkja í undirheimum landsins. Svíar hafi miklar áhyggjur af ástandinu. Skotárásir eru daglegt brauð í fjölmiðlum Svíþjóðar. Til að mynda voru í nýliðinni viku sex skotnir til bana. Stjórnmálafræðingurinn Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, sem var búsettur í um áratug í Svíþjóð, segir fátt annað jafn mikið rætt í landinu undanfarna daga en það gríðarmikla ofbeldi sem virðist grassera í undirheimum. Hann ræddi málið á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum í lok fréttarinnar. Gjörbreyttur fíkniefnamarkaður „Það er mjög strekkt ástand í landinu og maður heyrir að fólk hefur miklar áhyggjur af þessu. En það má segja að rótin að þessu nái allt aftur til áttunda og níunda áratugarins, með mótorhjólagengjum sem leka yfir frá Noregi og Þýskalandi,“ segir Gunnar. Fíkniefnamarkaðinn sé jafnframt orðinn gríðarlega stór. „En í þessum síðustu vendingum eru þetta nokkrir náungar sem eru að berjast um völd og áhrif á fíkniefnamarkaðnum og hafa breytt markaðnum. Sérstaklega náungi sem er kallaður kúrdíski refurinn, sem flutti ungur að árum frá norður Írak til Svíþjóðar. Hann er búinn að gjörbreyta fíkniefnamarkaðnum, færa hann úr stórborgunum inn í smærri samfélög.“ Á föstudag voru tveir skotnir til bana á krá í sænska bænum Sandviken. Barnahermenn og nóg framboð „Þarna er blóðug barátta milli aðila sem voru kannski einu sinni saman í gengi. Svo brotna þessi gengi upp og þá verða átök.“ Mun harðara ofbeldi sé beitt en nokkurn tímann hafi sést í landinu. „Fórnarlömbin eru líka að verða yngri og yngri, til dæmis var þrettán ára unglingur skotinn í höfuðið úti í skógi fyrir nokkrum vikum síðan. Það er talað um barnahermenn í rauninni. Þessu er stýrt að mörgu leyti erlendis frá vegna þess að margir leiðtogar gengjanna hafa flúið Svíþjóð. En það virðist alltaf vera nóg framboð af fólki til að taka við,“ segir Gunnar og nefnir að þrátt fyrir að lögreglu hafi fyrir nokkrum vikum handtekið hátt í fjögur hundruð aðila á markaðnum. „Þá myndaðist tómarúm á markaðnum sem er nú verið að fylla. Og það er fyllt með ungum karlmönnum, sem eru á fermingaraldri og upp í tvítugt. Það virðist vera til nóg af þeim til staðar, sem eru til í að fara inn í þennan heim sem er auðvitað fullur af peningum og völdum.“ Sextíu og þrír voru skotnir í Svíþjóð, samanborið við þrjátíu og níu á síðastliðnum þremur árum í Danmörku. „Afbrotafræðingar tala um að Danir séu allt að þrjátíu árum á undan Svíum. Þeir glímdu auðvitað við þessi gengi á sínum tíma og eru núna búnir að ná ákveðnum árangri með harkalegum aðgerðum, sem eru umdeildar.“ Hlusta má á viðtalið við Gunnar í spilaranum hér að neðan. Viðtalið hefst þegar ein klukkustund og fjörutíu mínútur eru liðnar af þættinum. Svíþjóð Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Sjá meira
Skotárásir eru daglegt brauð í fjölmiðlum Svíþjóðar. Til að mynda voru í nýliðinni viku sex skotnir til bana. Stjórnmálafræðingurinn Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, sem var búsettur í um áratug í Svíþjóð, segir fátt annað jafn mikið rætt í landinu undanfarna daga en það gríðarmikla ofbeldi sem virðist grassera í undirheimum. Hann ræddi málið á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum í lok fréttarinnar. Gjörbreyttur fíkniefnamarkaður „Það er mjög strekkt ástand í landinu og maður heyrir að fólk hefur miklar áhyggjur af þessu. En það má segja að rótin að þessu nái allt aftur til áttunda og níunda áratugarins, með mótorhjólagengjum sem leka yfir frá Noregi og Þýskalandi,“ segir Gunnar. Fíkniefnamarkaðinn sé jafnframt orðinn gríðarlega stór. „En í þessum síðustu vendingum eru þetta nokkrir náungar sem eru að berjast um völd og áhrif á fíkniefnamarkaðnum og hafa breytt markaðnum. Sérstaklega náungi sem er kallaður kúrdíski refurinn, sem flutti ungur að árum frá norður Írak til Svíþjóðar. Hann er búinn að gjörbreyta fíkniefnamarkaðnum, færa hann úr stórborgunum inn í smærri samfélög.“ Á föstudag voru tveir skotnir til bana á krá í sænska bænum Sandviken. Barnahermenn og nóg framboð „Þarna er blóðug barátta milli aðila sem voru kannski einu sinni saman í gengi. Svo brotna þessi gengi upp og þá verða átök.“ Mun harðara ofbeldi sé beitt en nokkurn tímann hafi sést í landinu. „Fórnarlömbin eru líka að verða yngri og yngri, til dæmis var þrettán ára unglingur skotinn í höfuðið úti í skógi fyrir nokkrum vikum síðan. Það er talað um barnahermenn í rauninni. Þessu er stýrt að mörgu leyti erlendis frá vegna þess að margir leiðtogar gengjanna hafa flúið Svíþjóð. En það virðist alltaf vera nóg framboð af fólki til að taka við,“ segir Gunnar og nefnir að þrátt fyrir að lögreglu hafi fyrir nokkrum vikum handtekið hátt í fjögur hundruð aðila á markaðnum. „Þá myndaðist tómarúm á markaðnum sem er nú verið að fylla. Og það er fyllt með ungum karlmönnum, sem eru á fermingaraldri og upp í tvítugt. Það virðist vera til nóg af þeim til staðar, sem eru til í að fara inn í þennan heim sem er auðvitað fullur af peningum og völdum.“ Sextíu og þrír voru skotnir í Svíþjóð, samanborið við þrjátíu og níu á síðastliðnum þremur árum í Danmörku. „Afbrotafræðingar tala um að Danir séu allt að þrjátíu árum á undan Svíum. Þeir glímdu auðvitað við þessi gengi á sínum tíma og eru núna búnir að ná ákveðnum árangri með harkalegum aðgerðum, sem eru umdeildar.“ Hlusta má á viðtalið við Gunnar í spilaranum hér að neðan. Viðtalið hefst þegar ein klukkustund og fjörutíu mínútur eru liðnar af þættinum.
Svíþjóð Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Sjá meira