Segir blendnar tilfinningar fylgja lokun Bragabúðar á Vopnafirði Helena Rós Sturludóttir skrifar 24. september 2023 13:25 Vopnafjörður Vísir/Vilhelm Versluninni Bragabúð á Vopnafirði var endanlega skellt í lás í gær eftir að hafa veitt Vopnfirðingum þjónustu um rúmlega þrjátíu ára skeið. Eigandi verslunarinnar segir blendnar tilfinningar fylgja lokuninni. Í Bragabúð gafst Vopnfirðingum kostur á að kaupa málningarvörur, verkfæri og ýmsar smávörur líkt og skrúfur, nagla og fleira. Síðasti opnunardagur búðarinnar var í gær og nú þurfa íbúar Vopnafjarðar að leita öllu lengra en venjulega eftir byggingarvörum. Austurfrétt greindi fyrst frá. Ingólfur Arason eigandi verslunarinnar segir ákveðinn söknuð fylgja lokuninni. Blendnar tilfinningar „Það eru svona blendnar tilfinningar að sumu leyti er maður kannski fenginn þetta er bara búið en það er líka svona söknuður þetta er líka gaman sko,“ segir Ingólfur. Hann muni sakna samskipta við viðskiptavinina einna helst. Nokkrar ástæður séu fyrir lokun búðarinnar. „Kannski aðalástæðan er sú að í fyrra haust var tekin af okkur litablöndunarvél, við gátum blandað liti hér á staðnum, og við fengum ekki aðra nýja í staðin þannig að þá var nú eiginlega grundvöllurinn brostinn fyrir þessum rekstri,“ segir Ingólfur og bætir við að Slippfélagið hafi greint honum frá því að blöndunartækið hafi vantað á annan stað. Grundvöllurinn brostinn „Kannski hefur ekki verið nóg sala ég veit það ekki. Þetta snýst allt um það að þá má enginn vera lítill í dag,“ segir Ingólfur. Hann sé þó einnig kominn á aldur og hyggist nú einbeita sér alfarið að sínu aðalstarfi sem málari. Í gær var síðasti opnunardagur verslunarinnar og var allt á fjörutíu prósenta afslætti. „Það komu gríðarlega margir og gekk bara mjög vel og það seldist alveg hellingur. Það var bara ánægjulegt,“ segir Ingólfur. Vopnafjörður Verslun Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Fleiri fréttir Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Sjá meira
Í Bragabúð gafst Vopnfirðingum kostur á að kaupa málningarvörur, verkfæri og ýmsar smávörur líkt og skrúfur, nagla og fleira. Síðasti opnunardagur búðarinnar var í gær og nú þurfa íbúar Vopnafjarðar að leita öllu lengra en venjulega eftir byggingarvörum. Austurfrétt greindi fyrst frá. Ingólfur Arason eigandi verslunarinnar segir ákveðinn söknuð fylgja lokuninni. Blendnar tilfinningar „Það eru svona blendnar tilfinningar að sumu leyti er maður kannski fenginn þetta er bara búið en það er líka svona söknuður þetta er líka gaman sko,“ segir Ingólfur. Hann muni sakna samskipta við viðskiptavinina einna helst. Nokkrar ástæður séu fyrir lokun búðarinnar. „Kannski aðalástæðan er sú að í fyrra haust var tekin af okkur litablöndunarvél, við gátum blandað liti hér á staðnum, og við fengum ekki aðra nýja í staðin þannig að þá var nú eiginlega grundvöllurinn brostinn fyrir þessum rekstri,“ segir Ingólfur og bætir við að Slippfélagið hafi greint honum frá því að blöndunartækið hafi vantað á annan stað. Grundvöllurinn brostinn „Kannski hefur ekki verið nóg sala ég veit það ekki. Þetta snýst allt um það að þá má enginn vera lítill í dag,“ segir Ingólfur. Hann sé þó einnig kominn á aldur og hyggist nú einbeita sér alfarið að sínu aðalstarfi sem málari. Í gær var síðasti opnunardagur verslunarinnar og var allt á fjörutíu prósenta afslætti. „Það komu gríðarlega margir og gekk bara mjög vel og það seldist alveg hellingur. Það var bara ánægjulegt,“ segir Ingólfur.
Vopnafjörður Verslun Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Fleiri fréttir Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Sjá meira