Lilja Hrönn kjörin forseti Ungs jafnaðarfólks Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. september 2023 21:34 Lilja Hrönn var kjörin forseti Ungs jafnaðarfólks í dag. Aðsent Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, 22 ára laganemi og nemi í sjávarútvegsfræði var kjörin forseti Ungs Jafnaðarfólks í dag. Hún tekur við af Arnóri Heiðari Benónýssyni, kennaranema, sem hefur gegnt embættinu undanfarið ár. Landsþing Ungs jafnaðarfólk var haldið í höfuðstöðvum Samfylkingarinnar, Hallveigarstíg 1, í dag. Kosið var um forseta Ungra Jafnaðarmann og í bæði framkvæmdastjórn og miðstjórn ungliðahreyfingarinnar. „Næstu misseri hjá Ungu jafnaðarfólki verða spennandi, bæði vegna ástandsins í stjórnmálum á Íslandi og aukins áhuga ungs fólks á jafnaðarstefnunni. Stjórnleysi ríkisstjórnarinnar, sem UJ hefur margoft bent á, eykur hvorki traust ungs fólks á stjórnmálum né skilar neinum árangri í átt að bættu samfélagi. Bakslagið í mannréttindabaráttu undanfarið er sláandi og mun ég einblína á að Ungt jafnaðarfólk haldi áfram að beita sér fyrir þessum kjarnamálum jafnaðarstefnunnar og að UJ sé aðhald við ríkjandi öfl og flokkinn okkar,“ sagði Lilja í tilefni kjörsins. Lilja Hrönn, nýkjörinn forseti UJ, ásamt Arnóri Ben, fráfarandi forseta.Aðsent Mikilvægt að hjartað gleymist ekki í pólitíkinni Á landsþinginu voru veitt félagshyggjuverðlaun Ungs jafnaðarfólks árið 2023 en Helga Vala Helgadóttir hlaut þau. Helga Vala sagði að sér þætti einstaklega vænt um að fá verðlaunin enda liti hún svo á að UJ væri samviska flokksins – „hjartað sem er svo mikilvægt að gleymist ekki í pólitíkinni“. Helga Vala hlaut félagshyggjuverðlaun UJ árið 2023.Aðsent Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar sat fyrir svörum undir liðnum „Jói í hitasætinu“ þar sem hann var spurður krefjandi spurninga úr sal, meðal annars út í mögulegt ríkisstjórnarsamstarf við mismunandi flokka og hvernig flokkurinn hyggst brjótast út úr bergmálshellinum. Í framkvæmdastjórn UJ voru kjörin: Ármann Leifsson; Brynjar Bragi Einarsson, framhaldsskólafulltrúi; Gunnar Örn Stephensen; Jóhannes Óli Sveinsson; Kolbrún Lára Kjartansdóttir; Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, forseti; Soffía Svanhvít Árnadóttir og Una María Óðinsdóttir. Í miðstjórn UJ voru kjörin: Agla Arnars Katrínardóttir, Aldís Mjöll Geirsdóttir, Arnór Heiðar Benónýsson, Auður Brynjólfsdóttir, Elmar Atli Arnarsson, Gréta Dögg Þórisdóttir, Oddur Sigþór Hilmarsson, Óli Valur Pétursson, Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, Sigurður Einarsson Mantyla, Stefán Pettersson og Þórhallur Valur Benónýsson. Samfylkingin Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Landsþing Ungs jafnaðarfólk var haldið í höfuðstöðvum Samfylkingarinnar, Hallveigarstíg 1, í dag. Kosið var um forseta Ungra Jafnaðarmann og í bæði framkvæmdastjórn og miðstjórn ungliðahreyfingarinnar. „Næstu misseri hjá Ungu jafnaðarfólki verða spennandi, bæði vegna ástandsins í stjórnmálum á Íslandi og aukins áhuga ungs fólks á jafnaðarstefnunni. Stjórnleysi ríkisstjórnarinnar, sem UJ hefur margoft bent á, eykur hvorki traust ungs fólks á stjórnmálum né skilar neinum árangri í átt að bættu samfélagi. Bakslagið í mannréttindabaráttu undanfarið er sláandi og mun ég einblína á að Ungt jafnaðarfólk haldi áfram að beita sér fyrir þessum kjarnamálum jafnaðarstefnunnar og að UJ sé aðhald við ríkjandi öfl og flokkinn okkar,“ sagði Lilja í tilefni kjörsins. Lilja Hrönn, nýkjörinn forseti UJ, ásamt Arnóri Ben, fráfarandi forseta.Aðsent Mikilvægt að hjartað gleymist ekki í pólitíkinni Á landsþinginu voru veitt félagshyggjuverðlaun Ungs jafnaðarfólks árið 2023 en Helga Vala Helgadóttir hlaut þau. Helga Vala sagði að sér þætti einstaklega vænt um að fá verðlaunin enda liti hún svo á að UJ væri samviska flokksins – „hjartað sem er svo mikilvægt að gleymist ekki í pólitíkinni“. Helga Vala hlaut félagshyggjuverðlaun UJ árið 2023.Aðsent Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar sat fyrir svörum undir liðnum „Jói í hitasætinu“ þar sem hann var spurður krefjandi spurninga úr sal, meðal annars út í mögulegt ríkisstjórnarsamstarf við mismunandi flokka og hvernig flokkurinn hyggst brjótast út úr bergmálshellinum. Í framkvæmdastjórn UJ voru kjörin: Ármann Leifsson; Brynjar Bragi Einarsson, framhaldsskólafulltrúi; Gunnar Örn Stephensen; Jóhannes Óli Sveinsson; Kolbrún Lára Kjartansdóttir; Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, forseti; Soffía Svanhvít Árnadóttir og Una María Óðinsdóttir. Í miðstjórn UJ voru kjörin: Agla Arnars Katrínardóttir, Aldís Mjöll Geirsdóttir, Arnór Heiðar Benónýsson, Auður Brynjólfsdóttir, Elmar Atli Arnarsson, Gréta Dögg Þórisdóttir, Oddur Sigþór Hilmarsson, Óli Valur Pétursson, Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, Sigurður Einarsson Mantyla, Stefán Pettersson og Þórhallur Valur Benónýsson.
Samfylkingin Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira