Hundurinn sem beið eiganda síns í 10 ár Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 24. september 2023 14:00 Styttan af Hachiko fyrir utan lestarstöðina í Shibuya í Tókýó. flickr Japanir halda upp á 100 ára afmæli frægasta hunds þjóðarinnar í ár, en allt frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar hefur stytta af hundinum Hachiko staðið fyrir utan lestarstöð í Tókýó. Fylgdi eiganda sínum frá fyrsta degi Hachiko fæddist fæddist fyrir 100 árum í Odate, en var fljótlega sendur með lest rúmlega 600 km leið sem gjöf til Hidesaburo Ueno, prófessors í landbúnaðarfræðum við háskólann í Tókýó. Sagan segir að frá fyrsta degi hafi Hachiko fylgt eiganda sínum til lestarstöðvarinnar þegar prófessorinn hélt til vinnu. Hundurinn rölti síðan heim en var svo mættur síðdegis til að taka á móti eiganda sínum. Beið eiganda síns á hverjum degi á sama stað Í maí 1925, þegar Hachiko var 2ja ára, fékk prófessor Ueno heilablóðfall í háskólanum og lést. Hachiko kom á lestarstöðina þann dag til að taka á móti eiganda sínum og hann hélt áfram að mæta á lestarstöðina hvern einasta dag upp frá því þar til hann sjálfur gaf upp öndina 10 árum síðar. Í byrjun varð Hachiko fyrir aðkasti, fólk taldi hann vera flækingshund og veittist að honum. Árið 1932 fjallaði dagblað í Tókýó um trúmennsku Hachiko og upp úr því fór almenningur að gefa honum að borða eða senda peninga á lestarstöðina svo hægt væri að veita Hachiko gott atlæti. Styttur reistar af Hachiko Árið 1934 var reist stytta af Hachiko við lestarstöðina, hún var síðar brædd og notuð til hergagnaframleiðslu í síðari heimsstyrjöldinni, en árið 1948 var önnur stytta reist af Hachiko sem enn stendur á sínum stað. Goðsögn og kennsluefni í grunnskólanum Hachiko er í dag goðsögn í Japan. Hann er talinn hafa verið prýddur öllu því sem einkennir fyrirmyndarborgarann í Japan, ódrepandi tryggð og trúmennsku og öll japönsk börn læra um Hachiko í skólanum. Hachiko er afar sýnilegur í japönsku þjóðlífi og menningu; tugir bóka og teiknimyndasería hafa verið skrifaðar um hann, sjónvarpsþættir og hann hefur einnig verið gerður ódauðlegur í að minnsta kosti þremur kvikmyndum, Lost in Translation (2003), Babel (2006) og myndin Hachi: A Dog‘s Tale frá árinu 2009, með Richard Gere í aðalhlutverki byggir á ævi Hachiko. Hann er til á lyklakippum, smákökur, sósur, líkjörar og súkkulaði hafa verið nefnd eftir honum svo fátt eitt sé nefnt. Aldarafmælis verður minnst með margvíslegum hætti víða um Japan á haustmánuðum enda segir Eietsu Sakuraba, sem skrifað hefur bók um ævi Hachiko, í samtali við BBC að minning Hachiko muni lifa með japönsku þjóðinni um ókomna tíma. Japan Hundar Dýr Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Sjá meira
Fylgdi eiganda sínum frá fyrsta degi Hachiko fæddist fæddist fyrir 100 árum í Odate, en var fljótlega sendur með lest rúmlega 600 km leið sem gjöf til Hidesaburo Ueno, prófessors í landbúnaðarfræðum við háskólann í Tókýó. Sagan segir að frá fyrsta degi hafi Hachiko fylgt eiganda sínum til lestarstöðvarinnar þegar prófessorinn hélt til vinnu. Hundurinn rölti síðan heim en var svo mættur síðdegis til að taka á móti eiganda sínum. Beið eiganda síns á hverjum degi á sama stað Í maí 1925, þegar Hachiko var 2ja ára, fékk prófessor Ueno heilablóðfall í háskólanum og lést. Hachiko kom á lestarstöðina þann dag til að taka á móti eiganda sínum og hann hélt áfram að mæta á lestarstöðina hvern einasta dag upp frá því þar til hann sjálfur gaf upp öndina 10 árum síðar. Í byrjun varð Hachiko fyrir aðkasti, fólk taldi hann vera flækingshund og veittist að honum. Árið 1932 fjallaði dagblað í Tókýó um trúmennsku Hachiko og upp úr því fór almenningur að gefa honum að borða eða senda peninga á lestarstöðina svo hægt væri að veita Hachiko gott atlæti. Styttur reistar af Hachiko Árið 1934 var reist stytta af Hachiko við lestarstöðina, hún var síðar brædd og notuð til hergagnaframleiðslu í síðari heimsstyrjöldinni, en árið 1948 var önnur stytta reist af Hachiko sem enn stendur á sínum stað. Goðsögn og kennsluefni í grunnskólanum Hachiko er í dag goðsögn í Japan. Hann er talinn hafa verið prýddur öllu því sem einkennir fyrirmyndarborgarann í Japan, ódrepandi tryggð og trúmennsku og öll japönsk börn læra um Hachiko í skólanum. Hachiko er afar sýnilegur í japönsku þjóðlífi og menningu; tugir bóka og teiknimyndasería hafa verið skrifaðar um hann, sjónvarpsþættir og hann hefur einnig verið gerður ódauðlegur í að minnsta kosti þremur kvikmyndum, Lost in Translation (2003), Babel (2006) og myndin Hachi: A Dog‘s Tale frá árinu 2009, með Richard Gere í aðalhlutverki byggir á ævi Hachiko. Hann er til á lyklakippum, smákökur, sósur, líkjörar og súkkulaði hafa verið nefnd eftir honum svo fátt eitt sé nefnt. Aldarafmælis verður minnst með margvíslegum hætti víða um Japan á haustmánuðum enda segir Eietsu Sakuraba, sem skrifað hefur bók um ævi Hachiko, í samtali við BBC að minning Hachiko muni lifa með japönsku þjóðinni um ókomna tíma.
Japan Hundar Dýr Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Sjá meira