„Búið er að kveikja á kyndlunum í dýflissunum“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. september 2023 19:15 Sólveig Anna segist hafa furðað sig á ládeyðu í umræðunni síðustu mánuði en nú sé hreyfing komin á. Vísir/Arnar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir „framvarðasveit verkalýðshreyfingarinnar“ komna á stjá á ný, eftir lægð í skeytasendingum. Hún segir stjórn Eflingar ekki lengur þurfa að furða sig á áhugaleysi. Nú sé búið að ræsa vélarnar. „Eru bara öll komin með leið á því að reyna að senda okkur í verkalýðsfangelsið,“ höfum við spurt hvort annað á stjórnarfundum og vorkennt svolítið verkalýðsfangelsinu, því eftir okkar bestu vitund erum við þau einu sem að höfum (meira og minna stöðugt) verið á leið þangað síðustu ár og áratugi, og ef að við erum ekki einu sinni á leið þangað hver er þá eiginlega tilgangurinn með verkalýðsfangelsinu? Aumingja það.“ Þetta segir Sólveig Anna í færslu á Facebook. Tilefni skrifanna er viðtal mbl.is við Ástþór Jón Ragnheiðarson formann ASÍ-UNG sem sagði „bagalegt“ að sjá enga fulltrúa Eflingar á nýyfirstöðnu landsþingi samtakanna. Ólöf Helga Adolfsdóttir, sem bauð sig fram gegn Sólveigu Önnu, skaut einnig á forystu verkalýðsfélagsins á Facebook í dag þar sem hún sagði stjórn Eflingar hafa ákveðið að banna ungum félagsmönnum sínum að taka þátt á þingi ASÍ-UNG. „En nú þurfum við ekki lengur að undrast áhugaleysið; búið er að kveikja á kyndlunum í dýflissunum. Jei! Mbl flytur frétt af því að engir fulltrúar frá Eflingu séu á mættir á þing ASÍ – ung. Rætt er við þungbúinn formann ungmennana sem að segir að þrátt fyrir að Efling sé ekki eina félagið innan vébanda Alþýðusambands Íslands sem að ekki taki þátt í þingi ASÍ – ung sé alveg á hreinu að Efling sé eina félagið sem geri það af einskærum andstyggilegheitum,“ heldur Sólveig Anna áfram. Rekin burt eins og ótýndur ruslaralýður Sólveig Anna segir að Ástþór Jón hafi lagt til fyrir ári síðan að öllum kjörbréfum Eflingar á þingi ASÍ yrði hafnað og að fulltrúar Eflingar yrðu „reknir burtu eins og ótýndur ruslaralýður“. Það hafi hann gert í samstarfi við Ólöfu Önnu sem þá var í framboði til forseta ASÍ, og það þrátt fyrir að ASÍ hefði þegar dæmt kjörbréf Eflingar lögleg. „Þá fannst honum sko alls ekki bagalegt að sjá enga fulltrúa Eflingar, þvert á móti þráði hann að þurfa ekki horfa upp á fulltrúa Eflingar á sjálfu þingi sjálfs Alþýðusambandsins. Þarna fengum við Eflingar-fólk að sjá með eigin augum hversu mikill leiðtogi ungi formaðurinn er og sannfærðumst auðvitað strax um að hann ætti framtíðina fyrir sér innan vébanda hreyfingar vinnandi fólks. Áfram metnaðarfullir ungir íslenskir strákar sem að vilja reka burt kellingar og útlendinga sem halda að þau séu eitthvað!“ Sólveig Anna segir að útskýrt hafi verið fyrir Ólöfu Helgu að aðildarfélögum ASÍ væri í sjálfsvald sett hvort þau tækju þátt í starfsemi ASÍ-UNG. Hún geti þó ekki sagt til um hvort útskýringarnar hafi borið árangur en kveðst telja það ólíklegt. Stjórn Eflingar loks á leið í „verkalýðsfangelsið“ „Ég held að í Alþýðusambandi Íslands séu 44 aðildarfélög. Á þingi ASÍ – ung í dag eru fulltrúar frá 17 félögum. 27 félög að Eflingu meðtalinni sendu ekki fulltrúa á þingið. En af hverju að hugsa um þá staðreynd? Hún er í raun alls ekki relevant. Vegna þess að auðvitað vita formaður ASÍ – ung og Mbl og Ólöf Helga að þrátt fyrir að 26 önnur félög en Efling hafi ekki séð ástæðu til að senda fulltrúa á þingið er það bara Efling sem gerir það af einskærri illsku og ógeðslegum glæpavilja,“ heldur Sólveig Anna áfram. Hún segir að nú sé stjórn Eflingar loks á leið í „verkalýðsfangelsið,“ eftir langa hríð. „Við glæpafólkið höfum reyndar aldrei heyrt dýflissuhurðirnar skella í lás á eftir okkur, en hver veit – kannski er stundin loksins runnin upp. Kannski tekst Ástþóri, Ólöfu Helgu og Mbl loksins að koma okkur bak við luktar dyr, reykvískri borgarastétt og auðvaldi til mikillar ánægju. Þá geta Ástþór og Ólöf lagst sátt til hvílu í þeirri vitneskju að vel-launaða inni-vinnan bíður þeirra bókstaflega handan við hornið. Og hvað gæti verið betri árangur fyrir unga baráttufólkið en það?“ Stéttarfélög Kjaraviðræður 2023 ASÍ Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira
„Eru bara öll komin með leið á því að reyna að senda okkur í verkalýðsfangelsið,“ höfum við spurt hvort annað á stjórnarfundum og vorkennt svolítið verkalýðsfangelsinu, því eftir okkar bestu vitund erum við þau einu sem að höfum (meira og minna stöðugt) verið á leið þangað síðustu ár og áratugi, og ef að við erum ekki einu sinni á leið þangað hver er þá eiginlega tilgangurinn með verkalýðsfangelsinu? Aumingja það.“ Þetta segir Sólveig Anna í færslu á Facebook. Tilefni skrifanna er viðtal mbl.is við Ástþór Jón Ragnheiðarson formann ASÍ-UNG sem sagði „bagalegt“ að sjá enga fulltrúa Eflingar á nýyfirstöðnu landsþingi samtakanna. Ólöf Helga Adolfsdóttir, sem bauð sig fram gegn Sólveigu Önnu, skaut einnig á forystu verkalýðsfélagsins á Facebook í dag þar sem hún sagði stjórn Eflingar hafa ákveðið að banna ungum félagsmönnum sínum að taka þátt á þingi ASÍ-UNG. „En nú þurfum við ekki lengur að undrast áhugaleysið; búið er að kveikja á kyndlunum í dýflissunum. Jei! Mbl flytur frétt af því að engir fulltrúar frá Eflingu séu á mættir á þing ASÍ – ung. Rætt er við þungbúinn formann ungmennana sem að segir að þrátt fyrir að Efling sé ekki eina félagið innan vébanda Alþýðusambands Íslands sem að ekki taki þátt í þingi ASÍ – ung sé alveg á hreinu að Efling sé eina félagið sem geri það af einskærum andstyggilegheitum,“ heldur Sólveig Anna áfram. Rekin burt eins og ótýndur ruslaralýður Sólveig Anna segir að Ástþór Jón hafi lagt til fyrir ári síðan að öllum kjörbréfum Eflingar á þingi ASÍ yrði hafnað og að fulltrúar Eflingar yrðu „reknir burtu eins og ótýndur ruslaralýður“. Það hafi hann gert í samstarfi við Ólöfu Önnu sem þá var í framboði til forseta ASÍ, og það þrátt fyrir að ASÍ hefði þegar dæmt kjörbréf Eflingar lögleg. „Þá fannst honum sko alls ekki bagalegt að sjá enga fulltrúa Eflingar, þvert á móti þráði hann að þurfa ekki horfa upp á fulltrúa Eflingar á sjálfu þingi sjálfs Alþýðusambandsins. Þarna fengum við Eflingar-fólk að sjá með eigin augum hversu mikill leiðtogi ungi formaðurinn er og sannfærðumst auðvitað strax um að hann ætti framtíðina fyrir sér innan vébanda hreyfingar vinnandi fólks. Áfram metnaðarfullir ungir íslenskir strákar sem að vilja reka burt kellingar og útlendinga sem halda að þau séu eitthvað!“ Sólveig Anna segir að útskýrt hafi verið fyrir Ólöfu Helgu að aðildarfélögum ASÍ væri í sjálfsvald sett hvort þau tækju þátt í starfsemi ASÍ-UNG. Hún geti þó ekki sagt til um hvort útskýringarnar hafi borið árangur en kveðst telja það ólíklegt. Stjórn Eflingar loks á leið í „verkalýðsfangelsið“ „Ég held að í Alþýðusambandi Íslands séu 44 aðildarfélög. Á þingi ASÍ – ung í dag eru fulltrúar frá 17 félögum. 27 félög að Eflingu meðtalinni sendu ekki fulltrúa á þingið. En af hverju að hugsa um þá staðreynd? Hún er í raun alls ekki relevant. Vegna þess að auðvitað vita formaður ASÍ – ung og Mbl og Ólöf Helga að þrátt fyrir að 26 önnur félög en Efling hafi ekki séð ástæðu til að senda fulltrúa á þingið er það bara Efling sem gerir það af einskærri illsku og ógeðslegum glæpavilja,“ heldur Sólveig Anna áfram. Hún segir að nú sé stjórn Eflingar loks á leið í „verkalýðsfangelsið,“ eftir langa hríð. „Við glæpafólkið höfum reyndar aldrei heyrt dýflissuhurðirnar skella í lás á eftir okkur, en hver veit – kannski er stundin loksins runnin upp. Kannski tekst Ástþóri, Ólöfu Helgu og Mbl loksins að koma okkur bak við luktar dyr, reykvískri borgarastétt og auðvaldi til mikillar ánægju. Þá geta Ástþór og Ólöf lagst sátt til hvílu í þeirri vitneskju að vel-launaða inni-vinnan bíður þeirra bókstaflega handan við hornið. Og hvað gæti verið betri árangur fyrir unga baráttufólkið en það?“
Stéttarfélög Kjaraviðræður 2023 ASÍ Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira