Uppfylltu skotpróf MAST og með hval í sigtinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. september 2023 13:35 Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, getur fagnað því að bæði hvalveiðiskipin mega veiða hval. Hvalveiðiskipin skjóta ekki marga hvali í viðbót í ár enda vertíðinni að ljúka vegna erfiðra veiðiskilyrða. Vísir/Vilhelm Hvalveiðiskipið Hvalur 8 er aftur haldið til veiða eftir að Matvælastofnun aflétti tímabundnu banni við veiðunum. Skotæfing til að sýna fram á hæfni skyttna á skipinu gekk vel í gær. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, segir að skotæfingin hafi gengið vel í gær. „Menn kunna þetta alveg,“ segir Kristján. Hvalur 8 sé búinn að veiða einn hval og á eftir öðrum, á öðrum tímanum í dag. Hvalveiðiskip Hvals hf. geta mest veitt tvo hvali áður en sigla þarf til hafnar í Hvalfirði. Hvalur 9 veiddi tvo hvali í gær og er í Hvalfirði. Kristján segir leiðindaveður í kortunum þannig að einhver tími líði áður en hann sigli á miðin á nýjan leik. „Það er mjög umhleypingasamt, ekki alveg það sem við óskum okkur,“ segir Kristján. Hann segir veiðarnar í gær hjá Hval 9 hafa gengið vel. Katrín Oddsdóttir lögmaður birti mynd á Facebook í dag sem hún segir sýna að hvalur sem veiddur var í gær hafi líklega verið skotinn tvisvar. Kristján þvertekur fyrir það. „Merkingarnar á hvalnum benda til þess að hann hafi verið skotinn tveimur skutlum og því augljóslega ekki dáið samstundis. Í þessu felst brot gegn lögum um velferð dýra,“ segir Katrín á FB-síðu sinni.CPWF UK „Það er rangt. Þau sjá það eitthvað illa. Linsunrnar eru orðnar eitthvað skakkar,“ segir Kristján. Hvalveiðarnar séu háðar góðu veðri og koma verður í ljós handan helgarinnar hvort farið verði aftur til veiða. Óðum styttist í lok vertíðar. „Nema það geri einhverja blíðu í byrjun október,“ segir Kristján. Ljóst er að aflinn í ár verður í kringum tíu prósent af kvótanum sem telur 160 hvali. Hvalveiðar Sjávarútvegur Hvalfjarðarsveit Hvalir Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, segir að skotæfingin hafi gengið vel í gær. „Menn kunna þetta alveg,“ segir Kristján. Hvalur 8 sé búinn að veiða einn hval og á eftir öðrum, á öðrum tímanum í dag. Hvalveiðiskip Hvals hf. geta mest veitt tvo hvali áður en sigla þarf til hafnar í Hvalfirði. Hvalur 9 veiddi tvo hvali í gær og er í Hvalfirði. Kristján segir leiðindaveður í kortunum þannig að einhver tími líði áður en hann sigli á miðin á nýjan leik. „Það er mjög umhleypingasamt, ekki alveg það sem við óskum okkur,“ segir Kristján. Hann segir veiðarnar í gær hjá Hval 9 hafa gengið vel. Katrín Oddsdóttir lögmaður birti mynd á Facebook í dag sem hún segir sýna að hvalur sem veiddur var í gær hafi líklega verið skotinn tvisvar. Kristján þvertekur fyrir það. „Merkingarnar á hvalnum benda til þess að hann hafi verið skotinn tveimur skutlum og því augljóslega ekki dáið samstundis. Í þessu felst brot gegn lögum um velferð dýra,“ segir Katrín á FB-síðu sinni.CPWF UK „Það er rangt. Þau sjá það eitthvað illa. Linsunrnar eru orðnar eitthvað skakkar,“ segir Kristján. Hvalveiðarnar séu háðar góðu veðri og koma verður í ljós handan helgarinnar hvort farið verði aftur til veiða. Óðum styttist í lok vertíðar. „Nema það geri einhverja blíðu í byrjun október,“ segir Kristján. Ljóst er að aflinn í ár verður í kringum tíu prósent af kvótanum sem telur 160 hvali.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Hvalfjarðarsveit Hvalir Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira