Dómurinn féll á þriðjudag í Bandaríkjunum en Ching hafði verið framseldur þangað eftir að hafa verið handtekinn í Tælandi.
Rannsakendur málsins kalla Ching „Guðfaðirinn“ vegna þess hve alræmdur á markaðnum hann er. Hann var ákærður fyrir að flytja nashyrningahorn sem samtals vógu 217 kíló.
Nashyrningahorn seljast dýrum dómum á svörtum markaði, þá sérstaklega í Asíu. Telja margir að hornin hafi einhvern lækningamátt. Þau samanstanda að mestu leyti af keratíni, sama efni og finnst í nöglum á mannfólki, og ekki neitt sem sannar að þau lækni hvorki eitt né neitt.