Innlent

Minna vesen í öryggisleitinni með nýjum búnaði

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Auður Ýr Sveinsdóttir er forstöðumaður flugverndar á Keflavíkurflugvelli.
Auður Ýr Sveinsdóttir er forstöðumaður flugverndar á Keflavíkurflugvelli. Aðsend/Getty

Ráðist verður í fjárfestingu á nýjum og byltingarkenndum búnaði fyrir öryggisleit Keflavíkurflugvallar sem bæði mun auka öryggi og þægindi farþega því með tilkomu búnaðarins munu farþegar ekki lengur þurfa að taka vökva og tölvur upp úr töskum sínum í öryggisleitinni. Miðað er við uppsetningu gegnumlýsisbúnaðarins um mitt ár 2025 en fjárfestingin hljóðar upp á einn og hálfan milljarð.

Flugfarþegar kannast eflaust við hversu mikill streituvaldur það getur verið að fara í gegnum öryggisleit flugvallarins og þurfa að muna eftir að taka upp úr handfarangri vökva og tækjabúnað og stundum um miðja nótt og jafnvel í langri biðröð en þessi hluti ferðalagsins heyrir brátt sögunni til því Auður Ýr Sveinsdóttir, forstöðumaður flugverndar á Keflavíkurflugvelli, segir að kaup á byltingarkenndum gegnumlýsisbúnaði séu í farvatninu.

„Í öryggisleitinni á Keflavíkurflugvelli er framundan stór fjárfesting í nýjum búnaði sem mun bæta gæði flugverndar, sem er nú það sem er mikilvægast fyrir okkur, að farþegarnir komist í gegnum flugvöllinn á sem hættuminnstan hátt á leiðarenda,“ segir Auður.

Það sem vakir fyrir Auði er fyrst og fremst að auka öryggi farþega en nýi búnaðurinn mun líka auka þægindi þeirra.

„Gæði myndgreiningarinnar á þeim handfarangri sem fer í gegnum þessar vélar verður þannig að það verður ekki þörf á að opna allar töskurnar aftur eins og við höfum verið að gera hingað til og fólk getur þá sett töskurnar óopnaðar hvort sem það er með vökvanum, tölvum eða tækjabúnaði beint þar í gegn.“

En þessi búnaður, sem tekinn hefur verið í gagnið á nokkrum stöðum í Evrópu og Bandaríkjunum, kostar sitt.

„Ég held að þetta geti verið fjárfesting upp á einn og hálfan milljarð, já þetta er mjög stór fjárfesting. Þetta eru átta línur og ekki bara þessar vélar sem eru settar þarna á milli. Þetta eru líka færiböndin og hugbúnaðurinn. Þetta er bara mjög stórt verkefni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×