Telja að rafmagn hefði skipt sköpum í dauðastríði hvals Árni Sæberg skrifar 21. september 2023 14:38 Hvalveiðimenn náðu að drepa hvalinn eftir um 25 mínútur frá fyrsta skoti. Skjáskot Skipstjóri Hvals 8 telur að dauðastríð hvals, sem entist í um 25 mínútur og varð til þess að veiðar skipsins voru tímabundið stöðvaðar, hefði verið mun styttra ef nota mætti rafmagn við hvalveiðar. Þetta kemur fram í tilkynningu Njáls Gíslasonar skipstjóra um frávik við hvalveiðar Hvals 8 þann 7. september síðastliðinn. Þar segir að aðalskot hafi farið í haus hvalsins aftan við blástursop ofarlega. Skutull hafi bognað og sprengja sprungið. Hvalurinn hafi rotast og virst dauður og byrjað að sökkva í línu. Spili hafi því verið kúplað inn og byrjað að hífa inn línu, þegar híft hefði verið um stund hafi línan farið að rísa í sjó og ljóst verið að hvalurinn væri ekki dauður. „Tók hann á sprett og náðist ekki að kúpla spili út sem olli því að keðjutóg losnuðu og slógust í hlíf á spili og reif. Við þetta stöðvaðist spil og varð ónothæft um stund meðan hlíf var skorin frá. Olli þetta því að umskot tafðist og tími milli skota varð 25 mínútur. Umskot fór hægra megin í brjósthol og í gegn (Dauðaskot) Dauðatími áætlaður 25 mín en bilun í spili var um að kenna. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. lýsti atvikum með sama hætti þegar MAST stöðvaði veiðar Hvals 8 tímabundið. Þá gerði hann einnig að því skóna að eftirlitsmaður MAST hefði tekið atvikið upp með villandi hætti og MAST lagt upptöku hans til grundvallar við mat á frávikinu. Kristján ræddi atvikið og möguleika á að þróa hvalveiðar með rafmagni í ítarlegu viðtali við Vísi í gær. Sprengja dugði ekki til Í tilkynningunni segir að skutull hafi hafnað við hauskúpu hvalsin en skutulsprengja ein og sér ekki dugað til af aflífa dýrið samstundis. „Miðað við kynningu á áhrifum rafmagns sem aðferð númer 2 verður að teljast augjóst að 28A straumur og afl sem samsvarar 20 hestöflum hefði aflífað dýrið samstundis. Bann við notkun rafmagns er því megin orsök þess að dýrið drapst ekki samstundis,“ segir skipstjórinn. Í tilkynningu MAST til Hvals, um að stofnunin hyggðist taka ákvörðun um að stöðva veiðar Hvals 8, er þessari fullyrðingu vísað til föðurhúsanna. „Matvælastofnun telur að þessar fullyrðingar séu með öllu ósannaðar og ef rétt er staðið að veiðum þarf ekki að koma til þess að dauðastríð langreyða sem veiddar eru sé jafn langt raun bar vitni í umræddri veiðiferð Hvals 8.“ Blés blóði út um blástursopið Matvælastofnun hefur afhent fjölmiðlum myndskeið sem tekið var upp um borð í Hval 8 þann 7. september. Í því sést dauðastríð hvalsins. Þar má sjá hvernig hvalurinn er skotinn í tvígang með löngu bili á milli. Hér að neðan á sjá styttri útgáfu af myndskeiðinu. Þar fyrir neðan er myndskeiðið í heild sinni, heilar 43 mínútur. Í tengdum skjölum hér að neðan má sjá tilkynningar Hvals og MAST, sem fjölmiðlar hafa fengið afhentar. Tengd skjöl 2309286_Matvælastofnun_stöðvar_veiðar_um_borð_í_Hval_8_tímabundið_vegna_brota_á_dýravelferðPDF90KBSækja skjal 2309286_Fyrirhuguð_ákvörðun_um_stöðvun_veiða_um_borð_í_Hval_8_sbrPDF683KBSækja skjal 2309286_Tilkynning_um_atvik_7PDF1.2MBSækja skjal Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Vinna að því að uppfylla kröfur MAST Hvalur hf. vinnur að því að uppfylla skilyrði Matvælastofnunar til að Hvalur 8 fái aftur að halda á miðin. Hvalur 9 lagði frá bryggju síðdegis í gær eftir brælu dagana á undan. 21. september 2023 10:38 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Njáls Gíslasonar skipstjóra um frávik við hvalveiðar Hvals 8 þann 7. september síðastliðinn. Þar segir að aðalskot hafi farið í haus hvalsins aftan við blástursop ofarlega. Skutull hafi bognað og sprengja sprungið. Hvalurinn hafi rotast og virst dauður og byrjað að sökkva í línu. Spili hafi því verið kúplað inn og byrjað að hífa inn línu, þegar híft hefði verið um stund hafi línan farið að rísa í sjó og ljóst verið að hvalurinn væri ekki dauður. „Tók hann á sprett og náðist ekki að kúpla spili út sem olli því að keðjutóg losnuðu og slógust í hlíf á spili og reif. Við þetta stöðvaðist spil og varð ónothæft um stund meðan hlíf var skorin frá. Olli þetta því að umskot tafðist og tími milli skota varð 25 mínútur. Umskot fór hægra megin í brjósthol og í gegn (Dauðaskot) Dauðatími áætlaður 25 mín en bilun í spili var um að kenna. Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. lýsti atvikum með sama hætti þegar MAST stöðvaði veiðar Hvals 8 tímabundið. Þá gerði hann einnig að því skóna að eftirlitsmaður MAST hefði tekið atvikið upp með villandi hætti og MAST lagt upptöku hans til grundvallar við mat á frávikinu. Kristján ræddi atvikið og möguleika á að þróa hvalveiðar með rafmagni í ítarlegu viðtali við Vísi í gær. Sprengja dugði ekki til Í tilkynningunni segir að skutull hafi hafnað við hauskúpu hvalsin en skutulsprengja ein og sér ekki dugað til af aflífa dýrið samstundis. „Miðað við kynningu á áhrifum rafmagns sem aðferð númer 2 verður að teljast augjóst að 28A straumur og afl sem samsvarar 20 hestöflum hefði aflífað dýrið samstundis. Bann við notkun rafmagns er því megin orsök þess að dýrið drapst ekki samstundis,“ segir skipstjórinn. Í tilkynningu MAST til Hvals, um að stofnunin hyggðist taka ákvörðun um að stöðva veiðar Hvals 8, er þessari fullyrðingu vísað til föðurhúsanna. „Matvælastofnun telur að þessar fullyrðingar séu með öllu ósannaðar og ef rétt er staðið að veiðum þarf ekki að koma til þess að dauðastríð langreyða sem veiddar eru sé jafn langt raun bar vitni í umræddri veiðiferð Hvals 8.“ Blés blóði út um blástursopið Matvælastofnun hefur afhent fjölmiðlum myndskeið sem tekið var upp um borð í Hval 8 þann 7. september. Í því sést dauðastríð hvalsins. Þar má sjá hvernig hvalurinn er skotinn í tvígang með löngu bili á milli. Hér að neðan á sjá styttri útgáfu af myndskeiðinu. Þar fyrir neðan er myndskeiðið í heild sinni, heilar 43 mínútur. Í tengdum skjölum hér að neðan má sjá tilkynningar Hvals og MAST, sem fjölmiðlar hafa fengið afhentar. Tengd skjöl 2309286_Matvælastofnun_stöðvar_veiðar_um_borð_í_Hval_8_tímabundið_vegna_brota_á_dýravelferðPDF90KBSækja skjal 2309286_Fyrirhuguð_ákvörðun_um_stöðvun_veiða_um_borð_í_Hval_8_sbrPDF683KBSækja skjal 2309286_Tilkynning_um_atvik_7PDF1.2MBSækja skjal
Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Vinna að því að uppfylla kröfur MAST Hvalur hf. vinnur að því að uppfylla skilyrði Matvælastofnunar til að Hvalur 8 fái aftur að halda á miðin. Hvalur 9 lagði frá bryggju síðdegis í gær eftir brælu dagana á undan. 21. september 2023 10:38 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira
Vinna að því að uppfylla kröfur MAST Hvalur hf. vinnur að því að uppfylla skilyrði Matvælastofnunar til að Hvalur 8 fái aftur að halda á miðin. Hvalur 9 lagði frá bryggju síðdegis í gær eftir brælu dagana á undan. 21. september 2023 10:38