Kæmi ekki á óvart hefðu Íslendingar falsað nektarmyndir með gervigreind Jón Þór Stefánsson skrifar 19. september 2023 21:05 María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra, segir mikilvægt að ræða um stafrænt kynferðisofbeldi við fólk. Vísir/Vilhelm Lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir að það myndi ekki koma sér á óvart að til séu tilfelli á Íslandi þar sem gervigreind hafi verið notuð til að falsa nektarmyndir. Slík máli hafi þó ekki komið á borð lögreglu, en tilkynningum um stafrænt kynferðisofbeldi hefur fjölgað. El País fjallaði um það í vikunni að unglingsstúlkur á Spáni hefðu lent í því að koma aftur í skólann og komist að því að falsaðar nektarmyndir af þeim væru í dreifingu. Umræddar myndir hafi verið gerðar í gervigreind. María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra, ræddi um stafrænt kynferðisofbeldi í Reykjavík síðdegis í dag. Hún veit ekki til þess að mál líkt og það á Spáni hafi komið upp á Íslandi. Slíkt myndi þó ekki koma henni á óvart vegna þess hversu nýjungagjarnir Íslendingar séu. Líkt og oft áður, segir María, sé bæði hægt að nota tæknina til góðs og ills. „Þetta er ansi gott dæmi um það. Þarna er verið að nota tæknina til ills. Og það er eitthvað sem við verðum alltaf að hafa í huga: allar þessar framfarir eru ekki bara jákvæðar. Þær fela líka í sér neikvæðar hliðar,“ segir hún. Eins og ef um raunverulega mynd væri að ræða María bendir á að lagaákvæði varðandi kynferðislegt friðhelgi einstaklinga myndi vernda fólk í málum sem þessum. Spurð um hvort sömu viðurlög væru við því að deila raunverulegum nektarmyndum og samskonar myndum gerðar af gervigreind segir hún svo vera. „Það sem að við horfum til varðandi matið á viðurlögunum er til dæmis hversu umfangsmikil dreifingin er. Hvers eðlis myndirnar eru og til hverra þeirra er dreift,“ Þá segir María löggjöfina á Íslandi betri en víða í Evrópu þar sem dreifing á nektarmyndum, fölsuðum af gervigreind, myndi ekki endilega teljast til lögbrota. Spurð um hvort ábyrgð gerenda geti verið óljós þegar gervigreind eigi í hlut bendir María á að í sumum gervigreindarforritum þurfi ekki að skrá sig inn. Það verði til þess að erfitt geti verið að finna út hver hafi látið gera myndina. Telji brotin stundum fyndin Eitt af vandamálum þessara mála sé að þeir sem fremji stafræn kynferðisbrot geri það ekki með illum ásetningi. Það telji til að mynda að brotin geti verið fyndin. María bendir á að fræðimenn hafi bent á að normalísering brota í líkingu við þau sem um er rætt hafi mikil áhrif. „Þá erum við um leið að breyta félagslegum viðmiðum okkar um það hvað sé ásættanlegt í samskiptum okkar við aðra einstaklinga.“ Því segir hún mikilvægt að bregðast við ef einhver haldi því fram að stafrænt kynferðisbrot sé framið í háði. „Ef við ýtum ekki til baka þá verður það normaliserað, og hefur síðan áhrif á það hvað okkur finnst eðlilegt og ásættanlegt alveg óháð löggjöfinni.“ María segir mikilvægt að ræða við börn, og fólk almennt, um það hvað sé viðeigandi að gera á netinu og með tækni eins og þessa. Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tækni Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar Sjá meira
Slík máli hafi þó ekki komið á borð lögreglu, en tilkynningum um stafrænt kynferðisofbeldi hefur fjölgað. El País fjallaði um það í vikunni að unglingsstúlkur á Spáni hefðu lent í því að koma aftur í skólann og komist að því að falsaðar nektarmyndir af þeim væru í dreifingu. Umræddar myndir hafi verið gerðar í gervigreind. María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra, ræddi um stafrænt kynferðisofbeldi í Reykjavík síðdegis í dag. Hún veit ekki til þess að mál líkt og það á Spáni hafi komið upp á Íslandi. Slíkt myndi þó ekki koma henni á óvart vegna þess hversu nýjungagjarnir Íslendingar séu. Líkt og oft áður, segir María, sé bæði hægt að nota tæknina til góðs og ills. „Þetta er ansi gott dæmi um það. Þarna er verið að nota tæknina til ills. Og það er eitthvað sem við verðum alltaf að hafa í huga: allar þessar framfarir eru ekki bara jákvæðar. Þær fela líka í sér neikvæðar hliðar,“ segir hún. Eins og ef um raunverulega mynd væri að ræða María bendir á að lagaákvæði varðandi kynferðislegt friðhelgi einstaklinga myndi vernda fólk í málum sem þessum. Spurð um hvort sömu viðurlög væru við því að deila raunverulegum nektarmyndum og samskonar myndum gerðar af gervigreind segir hún svo vera. „Það sem að við horfum til varðandi matið á viðurlögunum er til dæmis hversu umfangsmikil dreifingin er. Hvers eðlis myndirnar eru og til hverra þeirra er dreift,“ Þá segir María löggjöfina á Íslandi betri en víða í Evrópu þar sem dreifing á nektarmyndum, fölsuðum af gervigreind, myndi ekki endilega teljast til lögbrota. Spurð um hvort ábyrgð gerenda geti verið óljós þegar gervigreind eigi í hlut bendir María á að í sumum gervigreindarforritum þurfi ekki að skrá sig inn. Það verði til þess að erfitt geti verið að finna út hver hafi látið gera myndina. Telji brotin stundum fyndin Eitt af vandamálum þessara mála sé að þeir sem fremji stafræn kynferðisbrot geri það ekki með illum ásetningi. Það telji til að mynda að brotin geti verið fyndin. María bendir á að fræðimenn hafi bent á að normalísering brota í líkingu við þau sem um er rætt hafi mikil áhrif. „Þá erum við um leið að breyta félagslegum viðmiðum okkar um það hvað sé ásættanlegt í samskiptum okkar við aðra einstaklinga.“ Því segir hún mikilvægt að bregðast við ef einhver haldi því fram að stafrænt kynferðisbrot sé framið í háði. „Ef við ýtum ekki til baka þá verður það normaliserað, og hefur síðan áhrif á það hvað okkur finnst eðlilegt og ásættanlegt alveg óháð löggjöfinni.“ María segir mikilvægt að ræða við börn, og fólk almennt, um það hvað sé viðeigandi að gera á netinu og með tækni eins og þessa.
Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tækni Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar Sjá meira