Eyða hundruðum þúsunda í kynjaveislur Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. september 2023 20:36 Dæmi eru um að fólk eyði hundruðum þúsunda í skreytingar og annan aðbúnað fyrir kynjaveislur, að sögn eiganda verslunar með partívörur. Ein íburðarmesta kynjaveisla sem haldin hefur verið hér á landi vakti gríðarlega athygli í gær. Strákur eða stelpa? Þetta er spurning sem brennur á mörgum, ef ekki flestum, verðandi foreldrum. Síðustu ár hefur orðið æ algengara að fólk afhjúpi kyn barna sinna í viðurvist vina og vandamanna með pompi og prakt. Og það var sannarlega pomp og prakt sem einkenndi kynjaveislu Birgittu Lífar Björnsdóttur áhrifavalds í gær. Birgitta og unnusti hennar Enok sviptu hulunni af kyni barns síns með því að leigja þyrlu, sem blés út bláum reyk. Barnið er semsagt strákur. Þyrlan vakti mikla athygli sveimandi úti fyrir höfuðborginni, eins og sést í meðfylgjandi innslagi, og ljóst að veislan öll hefur kostað skildinginn. Reyndar hafa Birgitta og Enok þó líklegast sparað sér umtalsverðar fjárhæðir með því að auglýsa veisluföng og skreytingar á sínum miðlum. Sé rennt yfir myndir úr veislunni eru þær margar rækilega merktar hinum ýmsu styrktaraðilum. Þá þvertekur flugmaður þyrlunnar fyrir það í samtali við Viðskiptablaðið í dag að þyrluflugið hafi kostað mörghundruð þúsund krónur, eins og margir hafi haldið fram á samfélagsmiðlum í dag. „Þetta var örugglega ódýrasta þyrluflug sem ég hef flogið,“ hefur blaðið eftir þyrluflugmanninum Andra Jóhannessyni. Allur skalinn En það búa ekki allir svo vel að vera áhrifavaldar og eins og áður segir verða kynjaveislur æ vinsælli. Um það vottar Katrín Ösp Gústafsdóttir eigandi verslunarinnar Allt í köku, sem sérhæfir sig í skreytingum fyrir hin ýmsu tilefni. Eru dæmi um að fólk sé að eyða hundruðum þúsunda í svona? „Já það er alveg svoleiðis, þetta er allur skalinn. Allt frá því að ná sér í einn matarlit og að ná sér í alla veisluna og þjónustu í kringum það,“ segir Katrín. Katrín Ösp Gústafsdóttir, eigandi verslunarinnar Allt í köku.Vísir/arnar Síðustu ár hafa kynjaafhjúpanir ítrekað ratað í heimsfréttirnar fyrir að enda með ósköpum - nú síðast í sumar fórst flugmaður í Mexíkó við slíka afhjúpun. Og kynjaveisla í Arizona kom af stað gríðarlegum gróðureldum árið 2017. Báðum atvikum eru gerð skil í innslaginu fyrir ofan. Íslendingar fara yfirleitt öruggari leiðir í sínum kynjaafhjúpunum, sem eru jafnvel farnar að leysa skírnarveislur af hólmi. Fólk felur gjarnan kynið í bláu eða bleiku innvolsi köku, eða jafnvel blöðru. Við fórum yfir það vinsælasta í kynjaafhjúpunum þessi misserin í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fréttamaður spreytti sig á kynjabombu. Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Verslun Neytendur Ástin og lífið Tengdar fréttir Stjörnulífið: Þyrla og legkaka í kynjaveislum helgarinnar Haustið er sannarlega komið og heiðraði landsmenn rigningu og hvassviðri síðastliðna daga. Stjörnur landsins létu veðrið ekki stoppa sig og tóku meðal annars þátt í Bakgarðshlaupinu í Heiðmörk á laugardag. Þá fór fram vel heppnað fjáröflunarkvöld og kyn barna voru afhjúpuð með frumlegum hætti. 18. september 2023 10:59 Tilkynntu kyn barnsins með þyrlu Birgitta Líf Björnsdóttir og Enok Jónsson héldu kynjaveislu í kvöld þar sem þau greindu frá kyni ófædds barns síns með því að láta þyrlu dreifa bláum reyk úr lofti. Ef marka má bláan litinn á parið von á dreng. 17. september 2023 22:30 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Sjá meira
Strákur eða stelpa? Þetta er spurning sem brennur á mörgum, ef ekki flestum, verðandi foreldrum. Síðustu ár hefur orðið æ algengara að fólk afhjúpi kyn barna sinna í viðurvist vina og vandamanna með pompi og prakt. Og það var sannarlega pomp og prakt sem einkenndi kynjaveislu Birgittu Lífar Björnsdóttur áhrifavalds í gær. Birgitta og unnusti hennar Enok sviptu hulunni af kyni barns síns með því að leigja þyrlu, sem blés út bláum reyk. Barnið er semsagt strákur. Þyrlan vakti mikla athygli sveimandi úti fyrir höfuðborginni, eins og sést í meðfylgjandi innslagi, og ljóst að veislan öll hefur kostað skildinginn. Reyndar hafa Birgitta og Enok þó líklegast sparað sér umtalsverðar fjárhæðir með því að auglýsa veisluföng og skreytingar á sínum miðlum. Sé rennt yfir myndir úr veislunni eru þær margar rækilega merktar hinum ýmsu styrktaraðilum. Þá þvertekur flugmaður þyrlunnar fyrir það í samtali við Viðskiptablaðið í dag að þyrluflugið hafi kostað mörghundruð þúsund krónur, eins og margir hafi haldið fram á samfélagsmiðlum í dag. „Þetta var örugglega ódýrasta þyrluflug sem ég hef flogið,“ hefur blaðið eftir þyrluflugmanninum Andra Jóhannessyni. Allur skalinn En það búa ekki allir svo vel að vera áhrifavaldar og eins og áður segir verða kynjaveislur æ vinsælli. Um það vottar Katrín Ösp Gústafsdóttir eigandi verslunarinnar Allt í köku, sem sérhæfir sig í skreytingum fyrir hin ýmsu tilefni. Eru dæmi um að fólk sé að eyða hundruðum þúsunda í svona? „Já það er alveg svoleiðis, þetta er allur skalinn. Allt frá því að ná sér í einn matarlit og að ná sér í alla veisluna og þjónustu í kringum það,“ segir Katrín. Katrín Ösp Gústafsdóttir, eigandi verslunarinnar Allt í köku.Vísir/arnar Síðustu ár hafa kynjaafhjúpanir ítrekað ratað í heimsfréttirnar fyrir að enda með ósköpum - nú síðast í sumar fórst flugmaður í Mexíkó við slíka afhjúpun. Og kynjaveisla í Arizona kom af stað gríðarlegum gróðureldum árið 2017. Báðum atvikum eru gerð skil í innslaginu fyrir ofan. Íslendingar fara yfirleitt öruggari leiðir í sínum kynjaafhjúpunum, sem eru jafnvel farnar að leysa skírnarveislur af hólmi. Fólk felur gjarnan kynið í bláu eða bleiku innvolsi köku, eða jafnvel blöðru. Við fórum yfir það vinsælasta í kynjaafhjúpunum þessi misserin í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fréttamaður spreytti sig á kynjabombu.
Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Verslun Neytendur Ástin og lífið Tengdar fréttir Stjörnulífið: Þyrla og legkaka í kynjaveislum helgarinnar Haustið er sannarlega komið og heiðraði landsmenn rigningu og hvassviðri síðastliðna daga. Stjörnur landsins létu veðrið ekki stoppa sig og tóku meðal annars þátt í Bakgarðshlaupinu í Heiðmörk á laugardag. Þá fór fram vel heppnað fjáröflunarkvöld og kyn barna voru afhjúpuð með frumlegum hætti. 18. september 2023 10:59 Tilkynntu kyn barnsins með þyrlu Birgitta Líf Björnsdóttir og Enok Jónsson héldu kynjaveislu í kvöld þar sem þau greindu frá kyni ófædds barns síns með því að láta þyrlu dreifa bláum reyk úr lofti. Ef marka má bláan litinn á parið von á dreng. 17. september 2023 22:30 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Sjá meira
Stjörnulífið: Þyrla og legkaka í kynjaveislum helgarinnar Haustið er sannarlega komið og heiðraði landsmenn rigningu og hvassviðri síðastliðna daga. Stjörnur landsins létu veðrið ekki stoppa sig og tóku meðal annars þátt í Bakgarðshlaupinu í Heiðmörk á laugardag. Þá fór fram vel heppnað fjáröflunarkvöld og kyn barna voru afhjúpuð með frumlegum hætti. 18. september 2023 10:59
Tilkynntu kyn barnsins með þyrlu Birgitta Líf Björnsdóttir og Enok Jónsson héldu kynjaveislu í kvöld þar sem þau greindu frá kyni ófædds barns síns með því að láta þyrlu dreifa bláum reyk úr lofti. Ef marka má bláan litinn á parið von á dreng. 17. september 2023 22:30