Russell Brand kærður til lögreglu Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2023 16:14 Russell Brand Í Lundúnum eftir uppistand á laugardaginn. AP/James Manning Lögreglunni í Lundúnum hefur borist kæra gegn Russel Brand, breskum grínista. Kona kærði hann fyrir kynferðisbrot sem á að hafa átt sér stað í borginni árið 2003. Breskir fjölmiðlar birtu um helgina sögu fjögurra kvenna sem sökuðu hann um nauðgun, kynferðislega áreitni og andlegt ofbeldi yfir sjö ára tímabil, eða frá 2006 til 2013. Ein þessara kvenna var sextán ára gömul þegar hún segir Brand hafa brotið á sér, samkvæmt umfjöllun Sunday Times (sem er þó eingöngu aðgengileg áskrifendum), og Channel 4. Í umfjöllun The Times lýsir ein kvennanna því að þau Brand hafi átt í kynferðislegu sambandi þegar hún var 16 ára og hann 31 árs. Hún segir hann hafa kallað sig „barnið“ og sakar hann um að hafa brotið á sér á þriggja mánaða tímabili. Önnur kona segir að Brand hafi nauðgað sér á heimili hans í Los Angeles. Hún hafi leitað sér aðstoðar sama dag vegna málsins og þá lýsa tvær konur til viðbótar í umfjölluninni kynferðisofbeldi af hálfu leikarans. Blaðið segist hafa gefið leikaranum ítrekað tækifæri til þess að tjá sig um málið. Hann hafi ekki gert það en þess í stað tjáð sig um málið á Instagram, þar sem hann þvertók fyrir að hafa brotið af sér. Brand, sem er 48 ára gamall, segist ekki hafa verið við eina fjölina felldur í gegnum árin en hann hafi aldrei haft mök við konu án samþykkis hennar. Ekki ein af þeim sem fjallað var um Konan sem kært hefur Brand, virðist ekki vera ein af þeim sem ræddu við Times og Channel 4, þar sem brotið á að hafa átt sér stað árið 2003, þremur árum fyrir fyrsta meinta brotið sem sagt var frá um helgina. Times sagði frá því í gær að fleiri konur hefðu haft samband við miðilinn og að verið sé að skoða þau mál. Guardian hefur eftir talsmanni lögreglunnar í Lundúnum að búið væri að leita til miðlanna tveggja sem hefðu fjallað um málið til að tryggja að hver sá sem telur á sér brotið viti hvernig kæra eigi það til lögreglu. Lýst sem opnu leyndarmáli Ásökunum gegn Brand hefur verið lýst sem opnu leyndarmáli í skemmtanaiðnaði Bretlands en þær hafa opnað enn og aftur á spurningar um menninguna innan þessa iðnaðar á árum áður og til dagsins í dag. Brand hefur lengi haldið uppistand, starfað í útvarpi og sjónvarpi, auk þess sem hann hefur komið fram í kvikmyndum. Hann hefur þó lítið sést í slíkum störfum á undanförnum árum og hefur Brand þess í stað birt myndbönd á Youtube, sem njóta nokkurra vinsælda. Í þessum myndböndum hefur hann verið duglegur að ræða samsæriskenningar og blása í þær lífi. Um tíma starfaði hann á Breska ríkisútvarpinu (BBC) en hann hætti þar árið 2008 eftir að hann gerði símaat í leikaranum Andrew Sachs, sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í Fawlty Towers. Í nokkrum símtölum hringdi Brand í Sachs og hélt því fram að hann hefði sængað hjá barnabarni hans. Brand var einnig í raunveruleikaþáttum sem heita Big Brother en framleiðendur þeirra, forsvarsmenn BBC og forsvarsmenn Channel 4 segja samkvæmt AP fréttaveitunni að verið sé að kanna hegðun hans þar. Gantaðist með að Brand væri kynferðisbrotamaður Deadline sagði frá því í dag að Brand hefði verið rekinn frá þáttunum Roas Battle árið 2018 en þá hafði annar þáttastjórnandi ítrekað gantast með það að hann væri kynferðisbrotamaður. Þetta mun hafa reitt Brand mjög mikið til reiði og rataði ekkert af þessum ummælum frá Katherine Ryan í þættina sjálfa. Heimildarmenn Deadline segja Ryan ítrekað hafa skotið á Brand með þessum hætti. Hann er sagður hafa orðið reiður og krafist þess að framleiðendur þáttanna stöðvuðu ummælin. Framleiðendurnir munu þó hafa verið órólegir vegna umræðunnar um Brand og viðkvæmni hans og ákveðið að nota tækifærið til að losa sig við hann. Ryan sagði í þætti Louis Theroux á BBC í fyrra að hún hefði nokkrum sinnum sagt við samstarfsmann sinn að hann væri kynferðisbrotamaður. Hún vildi samt ekki nefna viðkomandi, því það gæti setta hana í lagaleg vandræði. Þetta var í síðasta sinn sem Brand sást í breskum sjónvarpsþætti, fyrir utan einn þátt í The Great Celebrity Bake Off árið 2019. Bretland Kynferðisofbeldi Mál Russell Brand Hollywood Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Ein þessara kvenna var sextán ára gömul þegar hún segir Brand hafa brotið á sér, samkvæmt umfjöllun Sunday Times (sem er þó eingöngu aðgengileg áskrifendum), og Channel 4. Í umfjöllun The Times lýsir ein kvennanna því að þau Brand hafi átt í kynferðislegu sambandi þegar hún var 16 ára og hann 31 árs. Hún segir hann hafa kallað sig „barnið“ og sakar hann um að hafa brotið á sér á þriggja mánaða tímabili. Önnur kona segir að Brand hafi nauðgað sér á heimili hans í Los Angeles. Hún hafi leitað sér aðstoðar sama dag vegna málsins og þá lýsa tvær konur til viðbótar í umfjölluninni kynferðisofbeldi af hálfu leikarans. Blaðið segist hafa gefið leikaranum ítrekað tækifæri til þess að tjá sig um málið. Hann hafi ekki gert það en þess í stað tjáð sig um málið á Instagram, þar sem hann þvertók fyrir að hafa brotið af sér. Brand, sem er 48 ára gamall, segist ekki hafa verið við eina fjölina felldur í gegnum árin en hann hafi aldrei haft mök við konu án samþykkis hennar. Ekki ein af þeim sem fjallað var um Konan sem kært hefur Brand, virðist ekki vera ein af þeim sem ræddu við Times og Channel 4, þar sem brotið á að hafa átt sér stað árið 2003, þremur árum fyrir fyrsta meinta brotið sem sagt var frá um helgina. Times sagði frá því í gær að fleiri konur hefðu haft samband við miðilinn og að verið sé að skoða þau mál. Guardian hefur eftir talsmanni lögreglunnar í Lundúnum að búið væri að leita til miðlanna tveggja sem hefðu fjallað um málið til að tryggja að hver sá sem telur á sér brotið viti hvernig kæra eigi það til lögreglu. Lýst sem opnu leyndarmáli Ásökunum gegn Brand hefur verið lýst sem opnu leyndarmáli í skemmtanaiðnaði Bretlands en þær hafa opnað enn og aftur á spurningar um menninguna innan þessa iðnaðar á árum áður og til dagsins í dag. Brand hefur lengi haldið uppistand, starfað í útvarpi og sjónvarpi, auk þess sem hann hefur komið fram í kvikmyndum. Hann hefur þó lítið sést í slíkum störfum á undanförnum árum og hefur Brand þess í stað birt myndbönd á Youtube, sem njóta nokkurra vinsælda. Í þessum myndböndum hefur hann verið duglegur að ræða samsæriskenningar og blása í þær lífi. Um tíma starfaði hann á Breska ríkisútvarpinu (BBC) en hann hætti þar árið 2008 eftir að hann gerði símaat í leikaranum Andrew Sachs, sem er hvað þekktastur fyrir leik sinn í Fawlty Towers. Í nokkrum símtölum hringdi Brand í Sachs og hélt því fram að hann hefði sængað hjá barnabarni hans. Brand var einnig í raunveruleikaþáttum sem heita Big Brother en framleiðendur þeirra, forsvarsmenn BBC og forsvarsmenn Channel 4 segja samkvæmt AP fréttaveitunni að verið sé að kanna hegðun hans þar. Gantaðist með að Brand væri kynferðisbrotamaður Deadline sagði frá því í dag að Brand hefði verið rekinn frá þáttunum Roas Battle árið 2018 en þá hafði annar þáttastjórnandi ítrekað gantast með það að hann væri kynferðisbrotamaður. Þetta mun hafa reitt Brand mjög mikið til reiði og rataði ekkert af þessum ummælum frá Katherine Ryan í þættina sjálfa. Heimildarmenn Deadline segja Ryan ítrekað hafa skotið á Brand með þessum hætti. Hann er sagður hafa orðið reiður og krafist þess að framleiðendur þáttanna stöðvuðu ummælin. Framleiðendurnir munu þó hafa verið órólegir vegna umræðunnar um Brand og viðkvæmni hans og ákveðið að nota tækifærið til að losa sig við hann. Ryan sagði í þætti Louis Theroux á BBC í fyrra að hún hefði nokkrum sinnum sagt við samstarfsmann sinn að hann væri kynferðisbrotamaður. Hún vildi samt ekki nefna viðkomandi, því það gæti setta hana í lagaleg vandræði. Þetta var í síðasta sinn sem Brand sást í breskum sjónvarpsþætti, fyrir utan einn þátt í The Great Celebrity Bake Off árið 2019.
Bretland Kynferðisofbeldi Mál Russell Brand Hollywood Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira