Heilinn á konum er helmingi minni Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 18. september 2023 09:01 Eitt ár er liðið frá morði íranskra stjórnvalda á Mahsa Amini, írönsku stúlkunni sem lést í haldi hinnar alræmdu írönsku siðgæðislögreglu. Amini hafði verið handtekin á þeim grundvelli að hún hefði ekki borið skyldubundinn höfuðklút kvenna á viðeigandi máta. Dauði Amini leiddi til mótmælaöldu í Íran sem breiddist út til fjölmargra landa. Í liðinni viku sótti ég stuðningsfund í Brussel vegna þessa tímamóta. Þúsundir Írana fylktu liði á götum borgarinnar og kröfðust lýðveldis sem byggði á lýðræði. Frá því íslömsku lýðveldi var komið á í Íran undir stjórn klerkaveldis árið 1979 hefur frelsi fólks verið skert gríðarlega, einkum kvenna. Þar búa konur við mikið ofríki, ofbeldi og kúgun. Ein írönsku kvennanna sem ég fundaði með í Brussel benti mér á að það væri komið nóg af því að litlar íranska stelpur væru aldar upp við að tvær konur jafngiltu einum manni þar sem heilinn á konum væri svo lítill. Þannig þyrfti t.d. tvö kvenkyns vitni á móti einu karlkyns. Á Íslandi er mesta kynjajafnrétti í heimi og svona tal hljómar sem lélegur brandari í okkar eyrum. Ofbeldi gegn konum er hins vegar eitt útbreiddasta mannréttindabrot í heimi. Við förum heldur ekki varhluta af því hér. Ofbeldið er margs konar; konum er nauðgað, þær eru barðar, seldar, brenndar og vanvirtar. Þær eru myrtar í nafni heiðurs. Þær eru réttindalausar og kerfisbundið haldið ómenntuðum. Og þær eru handteknar og myrtar fyrir að hylja ekki ökkla eða hár sitt. En ofbeldið og kúgunin sem konur verða fyrir alls staðar í heiminum er á sumum svæðum útbreidd og viðurkennd siðvenja, jafnvel bundin í lög. Það er er sorgleg staðreynd og okkur mjög framandi. Það er siðferðileg skylda okkar að styðja við mannréttindabaráttu Írana, að styðja í orðum og gjörðum við ofsóttar og kúgaðar systur okkar um heim allan í minnkandi veröld. Að berjast fyrir því að íranskar konur geti, bókstaflega, um frjálst höfuð strokið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Mótmælaalda í Íran Íran Sjálfstæðisflokkurinn Mannréttindi Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Eitt ár er liðið frá morði íranskra stjórnvalda á Mahsa Amini, írönsku stúlkunni sem lést í haldi hinnar alræmdu írönsku siðgæðislögreglu. Amini hafði verið handtekin á þeim grundvelli að hún hefði ekki borið skyldubundinn höfuðklút kvenna á viðeigandi máta. Dauði Amini leiddi til mótmælaöldu í Íran sem breiddist út til fjölmargra landa. Í liðinni viku sótti ég stuðningsfund í Brussel vegna þessa tímamóta. Þúsundir Írana fylktu liði á götum borgarinnar og kröfðust lýðveldis sem byggði á lýðræði. Frá því íslömsku lýðveldi var komið á í Íran undir stjórn klerkaveldis árið 1979 hefur frelsi fólks verið skert gríðarlega, einkum kvenna. Þar búa konur við mikið ofríki, ofbeldi og kúgun. Ein írönsku kvennanna sem ég fundaði með í Brussel benti mér á að það væri komið nóg af því að litlar íranska stelpur væru aldar upp við að tvær konur jafngiltu einum manni þar sem heilinn á konum væri svo lítill. Þannig þyrfti t.d. tvö kvenkyns vitni á móti einu karlkyns. Á Íslandi er mesta kynjajafnrétti í heimi og svona tal hljómar sem lélegur brandari í okkar eyrum. Ofbeldi gegn konum er hins vegar eitt útbreiddasta mannréttindabrot í heimi. Við förum heldur ekki varhluta af því hér. Ofbeldið er margs konar; konum er nauðgað, þær eru barðar, seldar, brenndar og vanvirtar. Þær eru myrtar í nafni heiðurs. Þær eru réttindalausar og kerfisbundið haldið ómenntuðum. Og þær eru handteknar og myrtar fyrir að hylja ekki ökkla eða hár sitt. En ofbeldið og kúgunin sem konur verða fyrir alls staðar í heiminum er á sumum svæðum útbreidd og viðurkennd siðvenja, jafnvel bundin í lög. Það er er sorgleg staðreynd og okkur mjög framandi. Það er siðferðileg skylda okkar að styðja við mannréttindabaráttu Írana, að styðja í orðum og gjörðum við ofsóttar og kúgaðar systur okkar um heim allan í minnkandi veröld. Að berjast fyrir því að íranskar konur geti, bókstaflega, um frjálst höfuð strokið. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun