Heimamenn í Magdeburg höfðu yfirhöndina frá upphafi til enda í leik dagsins og virtust alltaf líklegri aðilinn til að vinna.
Gestirnir í Lemgo jöfnuðu reyndar metin í stöðunni 9-9, en eftir það tóku heimamenn öll völd og náðu mest átta marka forskoti í fyrri hálfleik. Munurinn á liðinum var sjö mörk þegar flautað var til hálfleiks og leikmenn gengu til búningsherbergja í stöðunni 20-13, Magdeburg í vil.
Gestirnir klóruðu í bakkann í síðari hálfleik og náðu að minnka muninn niður í þrjú mörk. Nær komust þeir þó ekki og Magdeburg vann að lokum öruggan sjö marka sigur, 35-28.
Ómar Ingi skoraði sem áður segir níu mörk fyrir Magdeburg og gaf fjórar stoðsendingar. Janus Daði Smárason komst ekki á blað, en gaf eina stoðsendingu. Magdeburg situr nú í þriðja sæti deildarinnar með átta stig eftir fimm leiki, tveimur stigum á eftir toppliðum MT Melsungen og Fuchse Berlin.