Handbolti

Ágúst Jóhannsson: Við erum með mjög góða breidd

Dagur Lárusson skrifar
Ágúst á hliðarlínunni í kvöld
Ágúst á hliðarlínunni í kvöld Vísir/ Anton Brink

Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var að vonum ánægður með stórsigur síns liðs á KA/Þór í Olís-deild kvenna í kvöld.

„Nei ég segi nú ekki að þetta hafi verið fullkomin frammistaða,“ byrjaði Ágúst Jóhannsson að segja.

„Við byrjuðum leikinn mjög hægt og fyrstu tíu mínúturnar voru bara alls ekki góðar, það var eitthvað slen yfir okkur. En síðan gáfum við aðeins í og spiluðum mjög góðan varnarleik. Við vorum síðan með margar ungar stelpur sem fengu að spreyta sig,“ hélt Ágúst áfram að segja.

Ágúst talaði meira um ungu stelpurnar.

„Ungu stelpurnar spiluðu alveg frábærlega og þetta sýnir einfaldlega að við erum með mjög góða breidd. Við erum bæði með eldri og reynda leikmenn og síðan erum við með gríðarlega margar svona ungar stelpur sem eru að sýna hversu góðar þær eru. Við höfum alltaf viljað gefa ungum stelpum tækifæri og það var gott að geta gert það í kvöld,“ endaði Ágúst á að segja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×