Reginn bætir um betur eftir að stjórn lagði til að tilboði yrði hafnað Árni Sæberg skrifar 14. september 2023 12:34 Halldór Benjamín Þorbergsson er forstjóri Regins. Vísir/Vilhelm Stjórnendur fasteignafélagsins Regins hafa ákveðið að hækka yfirtökutilboð sitt í allt hlutafé Eikar fasteignafélags úr 0,452 hlutum í tilboðsgjafa í 0,489 hluti í tilboðsgjafa. Í nýju tilboði segir að taki allir hluthafar Eikar hinu breytta tilboði muni þeir fá í endurgjald að hámarki 1.670.351.049 hluti eða 48,0 prósent útgefins hlutafjár í tilboðsgjafa í kjölfar viðskipta miðað við útgefið hlutafé tilboðsgjafa þann 13.9.2023. Nákvæmt skiptihlutfall megi finna með því að deila fjölda mögulegra nýrra hluta í tilboðsgjafa kr. 1.670.351.049 með útistandandi hlutafjár Eikar án eigin hluta kr. 3.415.063.435. Stjórn Eikar lagði til að tilboðinu yrði hafnað í gær Í gær birti stjórn Eikar greinargerð vegna tilboðs Regins þar sem fram kom rökstutt álit stjórnarinnar á tilboðinu og skilmálum þess. Í greinargerðinni er meðal annars fjallað um álit stjórnarinnar á framtíðaráformum tilboðsgjafa og hvaða áhrif hún telur að tilboðið geti haft á hagsmuni félagsins, störf stjórnenda og starfsmanna þess, sem og staðsetningu starfsstöðva félagsins lögum samkvæmt. „Að teknu tilliti til þeirra upplýsinga og greininga er fram koma í greinargerðinni er það mat stjórnar Eikar fasteignafélags að það sé ekki vænlegt fyrir hluthafa félagsins að samþykkja yfirtökutilboð Regins fyrst og fremst vegna þess að sá eignarhlutur sem hluthöfum Eikar fasteignafélags er boðinn í sameinuðu félagi, samkvæmt tilboðinu, er of lítill,“ segir í greinargerðinni. Þá kom fram snemma eftir að tilkynnt var um tilboðið að eigendur Brimgarða, langsamlega stærsta eiganda Eikar, legðust gegn yfirtökunni. Vísa til þróunar á gengi félaganna Í tilkynningu um hið bætta tilboð segir að við ákvörðun um hækkun tilboðsverðs samkvæmt hinu breytta tilboði sé meðal annars höfð í huga sú þróun sem hefur orðið á gengi hlutabréfa í tilboðsgjafa og Eik frá því að fyrst var tilkynnt um áform tilboðsgjafa um að leggja fram tilboðið í fyrri hluta júnímánaðar síðastliðins. Í millitíðinni hafi Reginn og Eik auk þess bæði birt uppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2023 og að sama skapi hafi félögin gert nánari grein fyrir horfum í rekstri. Með hliðsjón af dagslokagengi hlutabréfa í tilboðsgjafa og Eik þann 12. september síðastliðinn sé miðað við að skiptihlutfallið samkvæmt hinu breytta tilboði sé þannig að hlutfall hluthafa Eikar sé 48 prósent en hluthafa Regins 52 prósent. Til viðbótar þeim skilyrðum sem koma fram í tilboðsyfirlitinu sé hið breytta tilboð háð því skilyrði að hluthafafundur tilboðsgjafa veiti stjórn heimild til þess að hækka hlutafé í tilboðsgjafa til þess að efna uppgjör samkvæmt hinu breytta tilboði. Eik fasteignafélag Reginn Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Í nýju tilboði segir að taki allir hluthafar Eikar hinu breytta tilboði muni þeir fá í endurgjald að hámarki 1.670.351.049 hluti eða 48,0 prósent útgefins hlutafjár í tilboðsgjafa í kjölfar viðskipta miðað við útgefið hlutafé tilboðsgjafa þann 13.9.2023. Nákvæmt skiptihlutfall megi finna með því að deila fjölda mögulegra nýrra hluta í tilboðsgjafa kr. 1.670.351.049 með útistandandi hlutafjár Eikar án eigin hluta kr. 3.415.063.435. Stjórn Eikar lagði til að tilboðinu yrði hafnað í gær Í gær birti stjórn Eikar greinargerð vegna tilboðs Regins þar sem fram kom rökstutt álit stjórnarinnar á tilboðinu og skilmálum þess. Í greinargerðinni er meðal annars fjallað um álit stjórnarinnar á framtíðaráformum tilboðsgjafa og hvaða áhrif hún telur að tilboðið geti haft á hagsmuni félagsins, störf stjórnenda og starfsmanna þess, sem og staðsetningu starfsstöðva félagsins lögum samkvæmt. „Að teknu tilliti til þeirra upplýsinga og greininga er fram koma í greinargerðinni er það mat stjórnar Eikar fasteignafélags að það sé ekki vænlegt fyrir hluthafa félagsins að samþykkja yfirtökutilboð Regins fyrst og fremst vegna þess að sá eignarhlutur sem hluthöfum Eikar fasteignafélags er boðinn í sameinuðu félagi, samkvæmt tilboðinu, er of lítill,“ segir í greinargerðinni. Þá kom fram snemma eftir að tilkynnt var um tilboðið að eigendur Brimgarða, langsamlega stærsta eiganda Eikar, legðust gegn yfirtökunni. Vísa til þróunar á gengi félaganna Í tilkynningu um hið bætta tilboð segir að við ákvörðun um hækkun tilboðsverðs samkvæmt hinu breytta tilboði sé meðal annars höfð í huga sú þróun sem hefur orðið á gengi hlutabréfa í tilboðsgjafa og Eik frá því að fyrst var tilkynnt um áform tilboðsgjafa um að leggja fram tilboðið í fyrri hluta júnímánaðar síðastliðins. Í millitíðinni hafi Reginn og Eik auk þess bæði birt uppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2023 og að sama skapi hafi félögin gert nánari grein fyrir horfum í rekstri. Með hliðsjón af dagslokagengi hlutabréfa í tilboðsgjafa og Eik þann 12. september síðastliðinn sé miðað við að skiptihlutfallið samkvæmt hinu breytta tilboði sé þannig að hlutfall hluthafa Eikar sé 48 prósent en hluthafa Regins 52 prósent. Til viðbótar þeim skilyrðum sem koma fram í tilboðsyfirlitinu sé hið breytta tilboð háð því skilyrði að hluthafafundur tilboðsgjafa veiti stjórn heimild til þess að hækka hlutafé í tilboðsgjafa til þess að efna uppgjör samkvæmt hinu breytta tilboði.
Eik fasteignafélag Reginn Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira