Hinn 78 ára Þorgeir sýndi snilldartakta í beinni: Sló út meistara og vann riðilinn Aron Guðmundsson skrifar 14. september 2023 09:30 Þorgeir Guðmundsson tryggði sér sæti í 8-manna úrslitum Úrvalsdeildarinnar í pílukasti í gærkvöldi og sýndu um leið magnaða takta. Vísir/Skjáskot Það má með sanni segja að Þorgeir Guðmundsson, 78 ára gamall pílukastari og KR goðsögn, hafi átt sviðið í gær í Úrvalsdeildinni í pílukasti þegar að keppni í C-riðli fór fram í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Þorgeir, sem á að baki nokkra Íslandsmeistaratitla á sínum ferli í pílukasti, sýndi snilldartakta og tryggði sér sæti í 8-manna úrslitum Úrvalsdeildarinnar og sló um leið nýkrýnda Íslandsmeistarann í 301 og þrefaldan Íslandsmeistara í 501, Matthías Örn Friðriksson, úr leik. Tilþrif kvöldsins átti Þorgeir í viðureign sinni gegn Kittu Einarsdóttir í 101 útskoti þar sem að hann hitti 20, þrefaldan 19 og tvöfaldan tólf og kláraði þar með fimmtán pílna legg. Tilþrifin má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Hinn 78 ára gamli Þorgeir átti tilþrif kvöldsins í beinni útsendingu Þorgeir sýndi einstaka takta í öllum sínum leikjum þar sem hann var með þrjú stórglæsileg útskot fyrir 116, 101 og 127 öll gegn sitthvorum andstæðingnum. Eftir að hafa lent 2-0 undir gegn Atla Kolbeini Atlasyni í öðrum leik kvöldsins hrökk díselvélin í gang og sigldi Þorgeir sigrinum í höfn í lokaleik kvöldsins gegn Matthías Erni 3-1. Fjórða kvöld Úrvalsdeildarinnar verður 11.október en þá fer fram E-riðill sem er sannkallaður dauðariðill. Í riðlinum mætast Karl Helgi Jónsson úr PFR, Hallgrímur Egilsson úr PFR, Óskar Jónasson úr Þór og Lukasz Knapik úr PFH. Goðsögn hjá KR Þorgeir var á sínum tíma nokkrum sinnum meistari með knattspyrnuliði KR og í viðtali sem tekið var við hann árið 2020 í samkomubanni mátti sjá aðstöðuna sem hann hefur komið upp í tengslum við pílukastið í bílskúrnum hjá sér. Þá fór hann einnig yfir þróunina í pílukasti hér á landi. Óhætt er að mæla með áhorfi á þetta skemmtilega innslag svona í tilefni að tilþrifum Þorgeirs í gærkvöldi. Pílukast Reykjavík KR Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sjá meira
Þorgeir, sem á að baki nokkra Íslandsmeistaratitla á sínum ferli í pílukasti, sýndi snilldartakta og tryggði sér sæti í 8-manna úrslitum Úrvalsdeildarinnar og sló um leið nýkrýnda Íslandsmeistarann í 301 og þrefaldan Íslandsmeistara í 501, Matthías Örn Friðriksson, úr leik. Tilþrif kvöldsins átti Þorgeir í viðureign sinni gegn Kittu Einarsdóttir í 101 útskoti þar sem að hann hitti 20, þrefaldan 19 og tvöfaldan tólf og kláraði þar með fimmtán pílna legg. Tilþrifin má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Hinn 78 ára gamli Þorgeir átti tilþrif kvöldsins í beinni útsendingu Þorgeir sýndi einstaka takta í öllum sínum leikjum þar sem hann var með þrjú stórglæsileg útskot fyrir 116, 101 og 127 öll gegn sitthvorum andstæðingnum. Eftir að hafa lent 2-0 undir gegn Atla Kolbeini Atlasyni í öðrum leik kvöldsins hrökk díselvélin í gang og sigldi Þorgeir sigrinum í höfn í lokaleik kvöldsins gegn Matthías Erni 3-1. Fjórða kvöld Úrvalsdeildarinnar verður 11.október en þá fer fram E-riðill sem er sannkallaður dauðariðill. Í riðlinum mætast Karl Helgi Jónsson úr PFR, Hallgrímur Egilsson úr PFR, Óskar Jónasson úr Þór og Lukasz Knapik úr PFH. Goðsögn hjá KR Þorgeir var á sínum tíma nokkrum sinnum meistari með knattspyrnuliði KR og í viðtali sem tekið var við hann árið 2020 í samkomubanni mátti sjá aðstöðuna sem hann hefur komið upp í tengslum við pílukastið í bílskúrnum hjá sér. Þá fór hann einnig yfir þróunina í pílukasti hér á landi. Óhætt er að mæla með áhorfi á þetta skemmtilega innslag svona í tilefni að tilþrifum Þorgeirs í gærkvöldi.
Pílukast Reykjavík KR Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sjá meira