Íslenski laxastofninn deyi út verði ekkert gert Bjarki Sigurðsson skrifar 9. september 2023 12:01 Elvar Örn Friðriksson er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxastofna. Einar Árnason Framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna segir íslenska laxastofninn deyja út haldi laxeldi áfram í opnum sjókvíum. Í gær var staðfest að eldislax hafi fundist í að minnsta kosti ellefu ám en þeir höfðu sloppið úr sjókví Arcitc Sea Farm í Patreksfirði í síðasta mánuði. Matvælastofnun hefur staðfest að strokulax frá Arctic Sea Farm hafi fundist í fjölda ám en í síðasta mánuði fundust tvö göt á sjókví fyrirtækisins í Patreksfirði. Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxastofna, segir málið grafalvarlegt enda geti þessi frjói, norski eldislax blandast íslenska laxinum. „Það er sérstaklega hættulegt vegna þess að íslenski laxastofninn hefur aðlagast sínum aðstæðum í þúsundir ára og er mjög frábrugðinn þessum kynbætta norska stofni. Það sem þetta gerir, þetta dregur úr hæfni villta fisksins til þess að lifa af í náttúrunni. Það endar á því að villti laxastofninn deyr út ef þetta heldur svona áfram,“ segir Elvar Örn. Hann segir greinilegt að fiskurinn sé búinn að dreifa vel úr sér og óttast að við sjáum bara toppinn á ísjakanum. Þetta sé ekki í fyrsta sinn sem göt finnast á kví en nú fyrst séum við að sjá virkilegt magn af eldislaxi í íslenskum ám. „Þetta hefur alltaf gerst og mun alltaf gerast á meðan sjákvíarnar eru opnar. Reynsla annarra landa sýnir okkur það og ef við horfum til Noregs, þar eru laxastofnar sem eru 70% erfðablandaðir. Komnir á rauðan lista yfir dýr í útrýmingarhættu. Við förum á nákvæmlega sama stað hér ef við grípum ekki í taumana. Þannig það verður að hætta að stunda laxeldi í opnum sjókvíum,“ segir Elvar Örn. Hann segir sjókvíarnar ekki uppfylla lágmarkskröfuna um að fiskur sleppi ekki út og mengi vistkerfin í kringum sig. „Þetta er ekki bara spurning um villta laxastofninn eða hvað veiðimönnum finnst, það eru 2.250 lögbýli í landinu sem treysta á tekjur af þessari laxveiði. þannig ekki er bara verið að setja villta laxastofna í hættu, heldur líka lífsviðurværi fjölda fjölskyldna í breiðum byggðum á landinu,“ segir Elvar Örn. Fiskeldi Sjókvíaeldi Umhverfismál Vesturbyggð Dýr Tengdar fréttir „Fiskarnir bera augljós merki um að vera eldislaxar“ Óttast er að eldislax gangi upp fjölda laxveiðiáa á Norðvesturlandi eftir slysasleppingar úr sjókvíeldum. Hafrannsóknarstofnun segir líklega strokulaxa hafa sést í teljurum í ám og birti í dag mynd af þessum lax sem veiddist í Laugardalsá í síðustu viku og er talinn vera eldislax. 30. ágúst 2023 20:56 Tvö göt í fiskeldiskví í Patreksfirði Tvö göt komu í ljós á kví númer átta hjá Arctic Seafarm í Kvígindisdal í Patreksfirði í dag sem í eru 72.522 fiskar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 20. ágúst 2023 16:19 Grundvallarskýrsla Svandísar um lagareldi sögð rándýr hrákasmíð Skýrsla alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group sem gerð var fyrir Matvælaráðuneytið um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi fær hroðalega útreið í umsögnum, þó þeir finnist vissulega sem eru ánægðir með skýrsluna. 14. apríl 2023 11:26 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Matvælastofnun hefur staðfest að strokulax frá Arctic Sea Farm hafi fundist í fjölda ám en í síðasta mánuði fundust tvö göt á sjókví fyrirtækisins í Patreksfirði. Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri Verndarsjóðs villtra laxastofna, segir málið grafalvarlegt enda geti þessi frjói, norski eldislax blandast íslenska laxinum. „Það er sérstaklega hættulegt vegna þess að íslenski laxastofninn hefur aðlagast sínum aðstæðum í þúsundir ára og er mjög frábrugðinn þessum kynbætta norska stofni. Það sem þetta gerir, þetta dregur úr hæfni villta fisksins til þess að lifa af í náttúrunni. Það endar á því að villti laxastofninn deyr út ef þetta heldur svona áfram,“ segir Elvar Örn. Hann segir greinilegt að fiskurinn sé búinn að dreifa vel úr sér og óttast að við sjáum bara toppinn á ísjakanum. Þetta sé ekki í fyrsta sinn sem göt finnast á kví en nú fyrst séum við að sjá virkilegt magn af eldislaxi í íslenskum ám. „Þetta hefur alltaf gerst og mun alltaf gerast á meðan sjákvíarnar eru opnar. Reynsla annarra landa sýnir okkur það og ef við horfum til Noregs, þar eru laxastofnar sem eru 70% erfðablandaðir. Komnir á rauðan lista yfir dýr í útrýmingarhættu. Við förum á nákvæmlega sama stað hér ef við grípum ekki í taumana. Þannig það verður að hætta að stunda laxeldi í opnum sjókvíum,“ segir Elvar Örn. Hann segir sjókvíarnar ekki uppfylla lágmarkskröfuna um að fiskur sleppi ekki út og mengi vistkerfin í kringum sig. „Þetta er ekki bara spurning um villta laxastofninn eða hvað veiðimönnum finnst, það eru 2.250 lögbýli í landinu sem treysta á tekjur af þessari laxveiði. þannig ekki er bara verið að setja villta laxastofna í hættu, heldur líka lífsviðurværi fjölda fjölskyldna í breiðum byggðum á landinu,“ segir Elvar Örn.
Fiskeldi Sjókvíaeldi Umhverfismál Vesturbyggð Dýr Tengdar fréttir „Fiskarnir bera augljós merki um að vera eldislaxar“ Óttast er að eldislax gangi upp fjölda laxveiðiáa á Norðvesturlandi eftir slysasleppingar úr sjókvíeldum. Hafrannsóknarstofnun segir líklega strokulaxa hafa sést í teljurum í ám og birti í dag mynd af þessum lax sem veiddist í Laugardalsá í síðustu viku og er talinn vera eldislax. 30. ágúst 2023 20:56 Tvö göt í fiskeldiskví í Patreksfirði Tvö göt komu í ljós á kví númer átta hjá Arctic Seafarm í Kvígindisdal í Patreksfirði í dag sem í eru 72.522 fiskar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 20. ágúst 2023 16:19 Grundvallarskýrsla Svandísar um lagareldi sögð rándýr hrákasmíð Skýrsla alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group sem gerð var fyrir Matvælaráðuneytið um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi fær hroðalega útreið í umsögnum, þó þeir finnist vissulega sem eru ánægðir með skýrsluna. 14. apríl 2023 11:26 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
„Fiskarnir bera augljós merki um að vera eldislaxar“ Óttast er að eldislax gangi upp fjölda laxveiðiáa á Norðvesturlandi eftir slysasleppingar úr sjókvíeldum. Hafrannsóknarstofnun segir líklega strokulaxa hafa sést í teljurum í ám og birti í dag mynd af þessum lax sem veiddist í Laugardalsá í síðustu viku og er talinn vera eldislax. 30. ágúst 2023 20:56
Tvö göt í fiskeldiskví í Patreksfirði Tvö göt komu í ljós á kví númer átta hjá Arctic Seafarm í Kvígindisdal í Patreksfirði í dag sem í eru 72.522 fiskar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 20. ágúst 2023 16:19
Grundvallarskýrsla Svandísar um lagareldi sögð rándýr hrákasmíð Skýrsla alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group sem gerð var fyrir Matvælaráðuneytið um stöðu og framtíð lagareldis á Íslandi fær hroðalega útreið í umsögnum, þó þeir finnist vissulega sem eru ánægðir með skýrsluna. 14. apríl 2023 11:26