Heilindi fótboltans geti verið í hættu Valur Páll Eiríksson skrifar 9. september 2023 10:00 Manchester City og RB Leipzig eru bæði í eigu fjárfestingafélags sem á fjölda fótboltaliða. Getty Forráðamenn þýsku félaganna Dortmund og Bayern München hafa kallað eftir skýrara og harðara regluverki þegar kemur að eigu eignarhaldsfélaga á fleira en einu fótboltaliði. Skýrsla frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, segir heilindi Evrópuboltans geta verið í hættu. Jan-Christian Dreesen og Hans-Joachim Watzke, yfirmenn hjá Bayern og Dortmund, vara við auknum ítökum og áhrifum fjárfestingarhópa sem eiga fleira en eitt fótboltalið (e. multi-club ownership). Málið var til umræðu á fundi samtaka evrópskra knattspyrnuliða (European Club Association, ECA) sem þeir félagar sóttu á fimmtudag. „Þýskur fótbolti þarf að vera á tánum, við höfum varhugasamari nálgun en reyndin er í mörgum löndum í kringum okkur.“ var haft eftir Watzke, framkvæmdastjóra Dortmund, eftir fundinn sem fram fór í Berlín í fyrradag. Dreesen og Watzke takast í hendur.Getty Dreesen segir að hætta geti skapast af því að ákveðnir aðilar eigi fleiri en eitt félag í mismunandi löndum. „Það þarf svo sannarlega að skoða það þegar leikmenn skipta á milli þessara liða sem eru í eigu sama aðila. Það verður áhugavert að sjá hvernig hægt er að tækla þetta,“ segir Dreesen, sem er forstjóri Bayern. Hann segir „skýra andstöðu“ vera gegn fjöldaeign á félögum. „Við þurfum að leggja okkur fram við að þróa reglugerðir til að koma í veg fyrir að svona eignarhald afbaki keppnisgrundvöllinn,“ segir Dreesen enn fremur. Red Bull einn helsti keppinauturinn RB Leipzig, andstæðingur liðanna tveggja í þýsku úrvalsdeildinni, er dæmi um félag sem er hluti af samsteypu knattspyrnuliða. Oliver Mintzlaff, stjórnarformaður félagsins, hlaut sæti í stjórn ECA á fundinum á fimmtudag og það á kostnað Watzke. Hann sér „enga hagsmunaárekstra“ eiga sér stað. Orkudrykkjaframleiðandinn Red Bull, sem á RB Leipzig auk RB Salzburg í Austurríki og fleiri fótboltaliða, náði einmitt að sannfæra UEFA um að engir hagsmunaárekstrar væru til staðar þegar félögin mættust innbyrðis í Evrópudeildinni árið 2018. Alls hafa 19 leikmenn átt félagaskipti milli félaganna tveggja, en þar má til að mynda nefna Dayot Upamecano, Naby Keita og Hwang-Hee Chan, sem allir fóru frá Salzburg til Leipzig og voru svo seldir með miklum hagnaði annað. Líkt og verið hefur síðustu ár munu bæði Salzburg og Leipzig spila í Evrópukeppnum UEFA í haust, en bæði leika í Meistaradeildinni. Félög í eigu Red Bull RB Leipzig (Þýskaland) RB Salzburg (Austurríki) New York Red Bulls (Bandaríkin) Red Bull Bragatino (Brasilía) FC Liefering (Austurríki) Ítrekaðar undanþágur Reglur UEFA kveða á um að félög í eigu sama aðila megi ekki bæði taka þátt í Evrópukeppnum á vegum sambandsins en hafa gefið ítrekaðar undanþágur frá slíku síðustu ár. Þrjú slík mál voru tekin fyrir í sumar, þar á meðal franska liðið Toulouse, sem keppir í Evrópudeildinni, og AC Milan, sem er í Meistaradeildinni, og fá þau að taka þar þátt án vandkvæða. Hin málin tvö sem tekin voru til skoðunar í sumar vörðuðu Aston Villa frá Englandi og Vitoria frá Portúgal, sem eru í sömu eigu, og mál enska liðsins Brighton og Royal Union Saint-Gilloise frá Belgíu, sem eru í eigu sama fjárfestingarhóps. Öll fjögur liðin fengu þátttökurétt eftir að hafa gert ákveðnar skipulagsbreytingar innanhúss til að uppfylla skilyrði UEFA. Á meðal þeirra skilyrða UEFA er að félögin mega ekki kaupa, selja eða lána leikmenn sín í milli þar til í september 2024. Þá má enginn stjórnandi hafa áhrif á meira en eitt þeirra tveggja liða sem taka þátt í Evrópukeppnum. Brighton tekur þátt í Evrópukeppni í fyrsta sinn í sögu félagsins, þrátt fyrir að vera í sömu eigu og Union Saint-Gilloise frá Belgíu. Bæði taka þau þátt í Evrópudeildinni.Getty Í skýrslu UEFA um landslag evrópskra félaga sem gefin var út í febrúar síðastliðnum segir að þróunin í átt að fjöldafélaga eignarhaldi „sé að mestu drifin áfram af bandarískum fjárfestum“ og að slíkt „geti skapað veigamikla hættu að heilindum Evrópukeppna félagsliða“. Samkvæmt skýrslunni eru um 6.500 leikmenn úr 195 félagsliðum starfsmenn 27 fjöldafélagaeignarhaldshópa. Fjölgunin er 75 prósent á síðustu þremur árum. Fleiri vilja taka þátt John Textor, eigandi Eagle Football Holdings, sem á hlut í enska liðinu Crystal Palace, Lyon frá Frakklandi og Botafogo í Brasilíu, segir viss um að slíkt eignarhaldskerfi verði til frambúðar. „Það er of auðvelt að segja bara að þetta sé slæmt, að Bandaríkjamenn séu slæmir og að aðdáendurnir séu pirraðir. Í flestum tilfellum er þetta aðeins hin reiðu fimm prósent sem heyrist í,“ segir hann. „Ég finn fyrir góðum stuðningi frá langflestum aðdáendum en það er alltaf fólk sem vill ekki aðhyllast breytingar.“ Stuðningsmenn Crystal Palace mótmæla eigandanum John Textor.Getty Á Englandi hefur Todd Boehly, eigandi Chelsea, lagt sig fram við að fjölga félögum á sínum snærum til að skapa slíkt net fótboltaliða og sömu sögu má segja af opinberum fjárfestingarsjóði Sádi-Arabíu, sem á Newcastle. Þessir aðilar sækja hugmyndir sínar um slíkt til Manchester City, en eignarhaldsfélag þess, City Football Group, á heil 13 knattspyrnulið. Það net félaga hefur farið ört vaxandi frá því að CFG var stofnað árið 2013 en ekkert annað eignarhaldsfélag getur gortað sig af fjölda fótboltaliða í tveggja stafa tölu. Félög í eigu City Group Manchester City (England) New York City (Bandaríkin) Melbourne City (Ástralía) Yokohama J Marinos (Japan) Girona (Spánn) Montevideo City Torque (Úrúgvæ) Sichuan Jianiu (Kína) Mumbai City (Indland) Lommel (Belgía) Troyes (Frakkland) Palermo (Ítalía) EC Bahia (Brasilía) Club Bolivar (Bólivía) Þróunin verið í átt að slakari reglum Aleksander Ceferin, forseti UEFA, hefur sagt til skoðunar að herða regluverkið líkt og þeir þýsku kalla eftir en fátt hefur bent til slíkra aðgerða undanfarin misseri. Þróunin hefur í raun verið í öfuga átt. Sérstaklega í ljósi þeirra undanþága sem UEFA veitti AC Milan og Toulouse; Brighton og Saint Union; og Aston Villa og Vitoria í sumar. Í apríl sagði Ceferin á ársþingi UEFA of snemmt að tjá sig um mögulegar reglubreytingar sem myndu alfarið heimila að félög í sömu eigu kepptu í sömu keppni en að menn þyrftu að hafa „sjálfbærni“ í huga við hverja slíka ákvörðun. Aleksander Ceferin, forseti UEFA.EPA-EFE/JEAN-CHRISTOPHE BOTT UEFA Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sambandsdeild Evrópu Þýski boltinn Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
Jan-Christian Dreesen og Hans-Joachim Watzke, yfirmenn hjá Bayern og Dortmund, vara við auknum ítökum og áhrifum fjárfestingarhópa sem eiga fleira en eitt fótboltalið (e. multi-club ownership). Málið var til umræðu á fundi samtaka evrópskra knattspyrnuliða (European Club Association, ECA) sem þeir félagar sóttu á fimmtudag. „Þýskur fótbolti þarf að vera á tánum, við höfum varhugasamari nálgun en reyndin er í mörgum löndum í kringum okkur.“ var haft eftir Watzke, framkvæmdastjóra Dortmund, eftir fundinn sem fram fór í Berlín í fyrradag. Dreesen og Watzke takast í hendur.Getty Dreesen segir að hætta geti skapast af því að ákveðnir aðilar eigi fleiri en eitt félag í mismunandi löndum. „Það þarf svo sannarlega að skoða það þegar leikmenn skipta á milli þessara liða sem eru í eigu sama aðila. Það verður áhugavert að sjá hvernig hægt er að tækla þetta,“ segir Dreesen, sem er forstjóri Bayern. Hann segir „skýra andstöðu“ vera gegn fjöldaeign á félögum. „Við þurfum að leggja okkur fram við að þróa reglugerðir til að koma í veg fyrir að svona eignarhald afbaki keppnisgrundvöllinn,“ segir Dreesen enn fremur. Red Bull einn helsti keppinauturinn RB Leipzig, andstæðingur liðanna tveggja í þýsku úrvalsdeildinni, er dæmi um félag sem er hluti af samsteypu knattspyrnuliða. Oliver Mintzlaff, stjórnarformaður félagsins, hlaut sæti í stjórn ECA á fundinum á fimmtudag og það á kostnað Watzke. Hann sér „enga hagsmunaárekstra“ eiga sér stað. Orkudrykkjaframleiðandinn Red Bull, sem á RB Leipzig auk RB Salzburg í Austurríki og fleiri fótboltaliða, náði einmitt að sannfæra UEFA um að engir hagsmunaárekstrar væru til staðar þegar félögin mættust innbyrðis í Evrópudeildinni árið 2018. Alls hafa 19 leikmenn átt félagaskipti milli félaganna tveggja, en þar má til að mynda nefna Dayot Upamecano, Naby Keita og Hwang-Hee Chan, sem allir fóru frá Salzburg til Leipzig og voru svo seldir með miklum hagnaði annað. Líkt og verið hefur síðustu ár munu bæði Salzburg og Leipzig spila í Evrópukeppnum UEFA í haust, en bæði leika í Meistaradeildinni. Félög í eigu Red Bull RB Leipzig (Þýskaland) RB Salzburg (Austurríki) New York Red Bulls (Bandaríkin) Red Bull Bragatino (Brasilía) FC Liefering (Austurríki) Ítrekaðar undanþágur Reglur UEFA kveða á um að félög í eigu sama aðila megi ekki bæði taka þátt í Evrópukeppnum á vegum sambandsins en hafa gefið ítrekaðar undanþágur frá slíku síðustu ár. Þrjú slík mál voru tekin fyrir í sumar, þar á meðal franska liðið Toulouse, sem keppir í Evrópudeildinni, og AC Milan, sem er í Meistaradeildinni, og fá þau að taka þar þátt án vandkvæða. Hin málin tvö sem tekin voru til skoðunar í sumar vörðuðu Aston Villa frá Englandi og Vitoria frá Portúgal, sem eru í sömu eigu, og mál enska liðsins Brighton og Royal Union Saint-Gilloise frá Belgíu, sem eru í eigu sama fjárfestingarhóps. Öll fjögur liðin fengu þátttökurétt eftir að hafa gert ákveðnar skipulagsbreytingar innanhúss til að uppfylla skilyrði UEFA. Á meðal þeirra skilyrða UEFA er að félögin mega ekki kaupa, selja eða lána leikmenn sín í milli þar til í september 2024. Þá má enginn stjórnandi hafa áhrif á meira en eitt þeirra tveggja liða sem taka þátt í Evrópukeppnum. Brighton tekur þátt í Evrópukeppni í fyrsta sinn í sögu félagsins, þrátt fyrir að vera í sömu eigu og Union Saint-Gilloise frá Belgíu. Bæði taka þau þátt í Evrópudeildinni.Getty Í skýrslu UEFA um landslag evrópskra félaga sem gefin var út í febrúar síðastliðnum segir að þróunin í átt að fjöldafélaga eignarhaldi „sé að mestu drifin áfram af bandarískum fjárfestum“ og að slíkt „geti skapað veigamikla hættu að heilindum Evrópukeppna félagsliða“. Samkvæmt skýrslunni eru um 6.500 leikmenn úr 195 félagsliðum starfsmenn 27 fjöldafélagaeignarhaldshópa. Fjölgunin er 75 prósent á síðustu þremur árum. Fleiri vilja taka þátt John Textor, eigandi Eagle Football Holdings, sem á hlut í enska liðinu Crystal Palace, Lyon frá Frakklandi og Botafogo í Brasilíu, segir viss um að slíkt eignarhaldskerfi verði til frambúðar. „Það er of auðvelt að segja bara að þetta sé slæmt, að Bandaríkjamenn séu slæmir og að aðdáendurnir séu pirraðir. Í flestum tilfellum er þetta aðeins hin reiðu fimm prósent sem heyrist í,“ segir hann. „Ég finn fyrir góðum stuðningi frá langflestum aðdáendum en það er alltaf fólk sem vill ekki aðhyllast breytingar.“ Stuðningsmenn Crystal Palace mótmæla eigandanum John Textor.Getty Á Englandi hefur Todd Boehly, eigandi Chelsea, lagt sig fram við að fjölga félögum á sínum snærum til að skapa slíkt net fótboltaliða og sömu sögu má segja af opinberum fjárfestingarsjóði Sádi-Arabíu, sem á Newcastle. Þessir aðilar sækja hugmyndir sínar um slíkt til Manchester City, en eignarhaldsfélag þess, City Football Group, á heil 13 knattspyrnulið. Það net félaga hefur farið ört vaxandi frá því að CFG var stofnað árið 2013 en ekkert annað eignarhaldsfélag getur gortað sig af fjölda fótboltaliða í tveggja stafa tölu. Félög í eigu City Group Manchester City (England) New York City (Bandaríkin) Melbourne City (Ástralía) Yokohama J Marinos (Japan) Girona (Spánn) Montevideo City Torque (Úrúgvæ) Sichuan Jianiu (Kína) Mumbai City (Indland) Lommel (Belgía) Troyes (Frakkland) Palermo (Ítalía) EC Bahia (Brasilía) Club Bolivar (Bólivía) Þróunin verið í átt að slakari reglum Aleksander Ceferin, forseti UEFA, hefur sagt til skoðunar að herða regluverkið líkt og þeir þýsku kalla eftir en fátt hefur bent til slíkra aðgerða undanfarin misseri. Þróunin hefur í raun verið í öfuga átt. Sérstaklega í ljósi þeirra undanþága sem UEFA veitti AC Milan og Toulouse; Brighton og Saint Union; og Aston Villa og Vitoria í sumar. Í apríl sagði Ceferin á ársþingi UEFA of snemmt að tjá sig um mögulegar reglubreytingar sem myndu alfarið heimila að félög í sömu eigu kepptu í sömu keppni en að menn þyrftu að hafa „sjálfbærni“ í huga við hverja slíka ákvörðun. Aleksander Ceferin, forseti UEFA.EPA-EFE/JEAN-CHRISTOPHE BOTT
Félög í eigu Red Bull RB Leipzig (Þýskaland) RB Salzburg (Austurríki) New York Red Bulls (Bandaríkin) Red Bull Bragatino (Brasilía) FC Liefering (Austurríki)
Félög í eigu City Group Manchester City (England) New York City (Bandaríkin) Melbourne City (Ástralía) Yokohama J Marinos (Japan) Girona (Spánn) Montevideo City Torque (Úrúgvæ) Sichuan Jianiu (Kína) Mumbai City (Indland) Lommel (Belgía) Troyes (Frakkland) Palermo (Ítalía) EC Bahia (Brasilía) Club Bolivar (Bólivía)
UEFA Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sambandsdeild Evrópu Þýski boltinn Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira