Rekstrarhalli Kópavogs tæplega tvöfalt meiri en spáð var Árni Sæberg skrifar 7. september 2023 14:20 Ásdís Kristjánsdóttir er bæjarstjóri Kópavogs. Vísir/Vilhelm Rekstrarniðurstaða samstæðu Kópavogsbæjar á fyrri helmingi ársins 2023 var neikvæð um 1,4 milljarða króna en áætlun ársins gerði ráð fyrir rekstrarhalla að fjárhæð 754 milljónir króna. Árshlutareikningur Kópavogsbæjar 2023 var lagður fram í bæjarráði Kópavogs í morgun, fimmtudaginn 7. september. Í fréttatilkynningu af því tilefni segir að niðurstaðan endurspegli góðan rekstur í krefjandi efnahagsumhverfi. „Árshlutareikningurinn sýnir að fjárhagsstaða Kópavogs byggir á traustum grunni en óhagstætt efnahagsumhverfi litar niðurstöðuna. Við búum vel að því að hafa lagt áherslu undanfarin ár á góðan rekstur og niðurgreiðslu skulda. Áskoranir eru hins vegar fram undan í rekstri og þjónustu bæjarins,“ er haft eftir Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogs. Óhagstætt vaxta- og verðbólguumhverfi muni áfram lita afkomu sveitarfélaga og þjónusta sem snýr að málefnum fatlaðs fólks sé sífellt þyngri málaflokkur í bókum Kópavogs sem og annarra sveitarfélaga. „Mikilvægt er að viðræður milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun málaflokksins verði leiddar til lykta hið fyrsta. Fram undan er fjárhagsáætlunarvinna fyrir næsta ár og mikilvægt að forgangsraða fjármunum í grunnþjónustu og tryggja áfram góðan rekstur,“ er haft eftir Ásdísi. Hallann megi rekja til vaxta og verðbólgu Í tilkynnningu segir að neikvæða afkomu megi rekja til vaxta- og verðbólguþróunar sem hafi verið óhagstæð undanfarin ár. Afkoma fyrir fjármagnsliði, það er vexti og verðbætur, hafi verið jákvæð sem nemur 591 milljón en gert hafði verið ráð fyrir 534 milljónum. Í þessum tölum sé tekið tillit til hlutdeildar Kópavogsbæjar í rekstri hlutdeildarfélaga, Sorpu, Strætó og Slökkviliðsins. Meginskýring á verri afkomu en áætlað var sé meiri verðbólga en gert var ráð fyrir við gerð fjárhagsáætlunar. Heildarskuldir samstæðunnar hafi hækkað um 773 milljón króna, þar af séu verðbætur rúmar 600 milljónir. Skuldaviðmið bæjarins hafi síðustu áramót verið 95 prósent sem sé vel undir lögbundnu hámarki, sem er 150 prósent. Árshlutareikningurinn, sem nær yfir tímabilið 1.janúar til 30.júní 2023, er óendurskoðaður og ókannaður. Kópavogur Rekstur hins opinbera Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Sjá meira
Árshlutareikningur Kópavogsbæjar 2023 var lagður fram í bæjarráði Kópavogs í morgun, fimmtudaginn 7. september. Í fréttatilkynningu af því tilefni segir að niðurstaðan endurspegli góðan rekstur í krefjandi efnahagsumhverfi. „Árshlutareikningurinn sýnir að fjárhagsstaða Kópavogs byggir á traustum grunni en óhagstætt efnahagsumhverfi litar niðurstöðuna. Við búum vel að því að hafa lagt áherslu undanfarin ár á góðan rekstur og niðurgreiðslu skulda. Áskoranir eru hins vegar fram undan í rekstri og þjónustu bæjarins,“ er haft eftir Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogs. Óhagstætt vaxta- og verðbólguumhverfi muni áfram lita afkomu sveitarfélaga og þjónusta sem snýr að málefnum fatlaðs fólks sé sífellt þyngri málaflokkur í bókum Kópavogs sem og annarra sveitarfélaga. „Mikilvægt er að viðræður milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun málaflokksins verði leiddar til lykta hið fyrsta. Fram undan er fjárhagsáætlunarvinna fyrir næsta ár og mikilvægt að forgangsraða fjármunum í grunnþjónustu og tryggja áfram góðan rekstur,“ er haft eftir Ásdísi. Hallann megi rekja til vaxta og verðbólgu Í tilkynnningu segir að neikvæða afkomu megi rekja til vaxta- og verðbólguþróunar sem hafi verið óhagstæð undanfarin ár. Afkoma fyrir fjármagnsliði, það er vexti og verðbætur, hafi verið jákvæð sem nemur 591 milljón en gert hafði verið ráð fyrir 534 milljónum. Í þessum tölum sé tekið tillit til hlutdeildar Kópavogsbæjar í rekstri hlutdeildarfélaga, Sorpu, Strætó og Slökkviliðsins. Meginskýring á verri afkomu en áætlað var sé meiri verðbólga en gert var ráð fyrir við gerð fjárhagsáætlunar. Heildarskuldir samstæðunnar hafi hækkað um 773 milljón króna, þar af séu verðbætur rúmar 600 milljónir. Skuldaviðmið bæjarins hafi síðustu áramót verið 95 prósent sem sé vel undir lögbundnu hámarki, sem er 150 prósent. Árshlutareikningurinn, sem nær yfir tímabilið 1.janúar til 30.júní 2023, er óendurskoðaður og ókannaður.
Kópavogur Rekstur hins opinbera Mest lesið Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Sjá meira