Rekstrarhalli Kópavogs tæplega tvöfalt meiri en spáð var Árni Sæberg skrifar 7. september 2023 14:20 Ásdís Kristjánsdóttir er bæjarstjóri Kópavogs. Vísir/Vilhelm Rekstrarniðurstaða samstæðu Kópavogsbæjar á fyrri helmingi ársins 2023 var neikvæð um 1,4 milljarða króna en áætlun ársins gerði ráð fyrir rekstrarhalla að fjárhæð 754 milljónir króna. Árshlutareikningur Kópavogsbæjar 2023 var lagður fram í bæjarráði Kópavogs í morgun, fimmtudaginn 7. september. Í fréttatilkynningu af því tilefni segir að niðurstaðan endurspegli góðan rekstur í krefjandi efnahagsumhverfi. „Árshlutareikningurinn sýnir að fjárhagsstaða Kópavogs byggir á traustum grunni en óhagstætt efnahagsumhverfi litar niðurstöðuna. Við búum vel að því að hafa lagt áherslu undanfarin ár á góðan rekstur og niðurgreiðslu skulda. Áskoranir eru hins vegar fram undan í rekstri og þjónustu bæjarins,“ er haft eftir Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogs. Óhagstætt vaxta- og verðbólguumhverfi muni áfram lita afkomu sveitarfélaga og þjónusta sem snýr að málefnum fatlaðs fólks sé sífellt þyngri málaflokkur í bókum Kópavogs sem og annarra sveitarfélaga. „Mikilvægt er að viðræður milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun málaflokksins verði leiddar til lykta hið fyrsta. Fram undan er fjárhagsáætlunarvinna fyrir næsta ár og mikilvægt að forgangsraða fjármunum í grunnþjónustu og tryggja áfram góðan rekstur,“ er haft eftir Ásdísi. Hallann megi rekja til vaxta og verðbólgu Í tilkynnningu segir að neikvæða afkomu megi rekja til vaxta- og verðbólguþróunar sem hafi verið óhagstæð undanfarin ár. Afkoma fyrir fjármagnsliði, það er vexti og verðbætur, hafi verið jákvæð sem nemur 591 milljón en gert hafði verið ráð fyrir 534 milljónum. Í þessum tölum sé tekið tillit til hlutdeildar Kópavogsbæjar í rekstri hlutdeildarfélaga, Sorpu, Strætó og Slökkviliðsins. Meginskýring á verri afkomu en áætlað var sé meiri verðbólga en gert var ráð fyrir við gerð fjárhagsáætlunar. Heildarskuldir samstæðunnar hafi hækkað um 773 milljón króna, þar af séu verðbætur rúmar 600 milljónir. Skuldaviðmið bæjarins hafi síðustu áramót verið 95 prósent sem sé vel undir lögbundnu hámarki, sem er 150 prósent. Árshlutareikningurinn, sem nær yfir tímabilið 1.janúar til 30.júní 2023, er óendurskoðaður og ókannaður. Kópavogur Rekstur hins opinbera Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Árshlutareikningur Kópavogsbæjar 2023 var lagður fram í bæjarráði Kópavogs í morgun, fimmtudaginn 7. september. Í fréttatilkynningu af því tilefni segir að niðurstaðan endurspegli góðan rekstur í krefjandi efnahagsumhverfi. „Árshlutareikningurinn sýnir að fjárhagsstaða Kópavogs byggir á traustum grunni en óhagstætt efnahagsumhverfi litar niðurstöðuna. Við búum vel að því að hafa lagt áherslu undanfarin ár á góðan rekstur og niðurgreiðslu skulda. Áskoranir eru hins vegar fram undan í rekstri og þjónustu bæjarins,“ er haft eftir Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogs. Óhagstætt vaxta- og verðbólguumhverfi muni áfram lita afkomu sveitarfélaga og þjónusta sem snýr að málefnum fatlaðs fólks sé sífellt þyngri málaflokkur í bókum Kópavogs sem og annarra sveitarfélaga. „Mikilvægt er að viðræður milli ríkis og sveitarfélaga um fjármögnun málaflokksins verði leiddar til lykta hið fyrsta. Fram undan er fjárhagsáætlunarvinna fyrir næsta ár og mikilvægt að forgangsraða fjármunum í grunnþjónustu og tryggja áfram góðan rekstur,“ er haft eftir Ásdísi. Hallann megi rekja til vaxta og verðbólgu Í tilkynnningu segir að neikvæða afkomu megi rekja til vaxta- og verðbólguþróunar sem hafi verið óhagstæð undanfarin ár. Afkoma fyrir fjármagnsliði, það er vexti og verðbætur, hafi verið jákvæð sem nemur 591 milljón en gert hafði verið ráð fyrir 534 milljónum. Í þessum tölum sé tekið tillit til hlutdeildar Kópavogsbæjar í rekstri hlutdeildarfélaga, Sorpu, Strætó og Slökkviliðsins. Meginskýring á verri afkomu en áætlað var sé meiri verðbólga en gert var ráð fyrir við gerð fjárhagsáætlunar. Heildarskuldir samstæðunnar hafi hækkað um 773 milljón króna, þar af séu verðbætur rúmar 600 milljónir. Skuldaviðmið bæjarins hafi síðustu áramót verið 95 prósent sem sé vel undir lögbundnu hámarki, sem er 150 prósent. Árshlutareikningurinn, sem nær yfir tímabilið 1.janúar til 30.júní 2023, er óendurskoðaður og ókannaður.
Kópavogur Rekstur hins opinbera Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira