Segir að Kim muni gjalda fyrir vopnasendingar Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2023 14:27 Kim Jong Un og Vladimír Pútín í Rússlandi árið 2019. AP/Alexander Zemlianichenko Jake Sullivan, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, segir að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og ríkið allt muni gjalda fyrir mögulega vopnasendingar til Rússlands. Hann segir að sendi Kóreumenn vopn til Rússlands sem notuð yrði í Úkraínu, kæmi það niður á Norður-Kóreu á alþjóðasviðinu. Þetta sagði Sullivan á blaðamannafundi í gærkvöldi. Bandaríkjamenn segja að Kim og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi átt í samskiptum undanfarið og að Kim sé mögulega á leið til Rússlands á fund við Pútín seinna í þessum mánuði. Ferðin yrði fyrsta ferð Kim til annars ríkis í rúm fjögur ár. Leiðtogarnir eru einnig sagðir hafa skipst á bréfum en fyrr í sumar fór Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, í ferðalag til Pyongyang. Yfirvöld í Kreml hafa ekkert viljað segja um þessar yfirlýsingar Bandaríkjamanna. Providing weapons to Russia is not going to reflect well on North Korea and they will pay a price for this in the international community, US national security adviser Jake Sullivan told reporters at the White House https://t.co/rl2e82NjDC pic.twitter.com/f0OpKVGMxZ— Reuters (@Reuters) September 5, 2023 Bandaríkjamenn segja að Rússar freisti þess að fá skotfæri fyrir stórskotalið og önnur hergögn frá Norður-Kóreu til að nota við innrásina í Úkraínu. Úkraínskir hermenn segja stórskotaliðsárásum Rússa hafa fækkað að undanförnu og þykir það til marks um að framleiðslan í Rússlandi sé ekki nægileg, miðað við notkun stórskotaliðs. Stórskotalið skiptir sköpum í átökunum í Úkraínu. Sullivan sagði að refsiaðgerðir vegna innrásarinnar í Úkraínu hafi komið niður á hergagnaframleiðslu Rússa og því þurfi þeir að leita eftir aðstoð, samkvæmt frétt Reuters. Kim er talinn vonast eftir aðstoð við þróun langdrægra eldflauga sem geta borið kjarnorkuvopn ríkisins. Norður-Kórea hefur um árabil unnið að þróun slíkra vopna og er það í trássi við ályktanir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Norður-Kórea hefur verið beitt umfangsmiklum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum vegna vopnaáætlana einræðisríkisins. Rússland Norður-Kórea Bandaríkin Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Lætur yfirhershöfðingjann fjúka og boðar aukin hernaðarumsvif Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur látið æðsta hershöfðingja landsins fjúka. Varnarmálaráðherra landsins, Ri Yong-gil, hefur tekið við stöðunni. 10. ágúst 2023 10:00 Norður-Kóreumenn sýndu „bandaríska“ herdróna Norður-Kóreumenn efndu til sérstakrar hersýningar í gærkvöldi. Þar sýndu þeir nýjan búnað og voru þar í fyrirrúmi nýir herdrónar sem taldir eru keimlíkir bandarískum drónum, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. 28. júlí 2023 07:43 Heimildarmenn BBC segja heilu fjölskyldurnar svelta til bana „Ríkið segir okkur að við séum í faðmi móður okkar. En hvaða móðir myndi taka barn sitt af lífi um miðjan dag fyrir að flýja til Kína af því að það var að svelta?“ 15. júní 2023 07:57 Segja kjarnorkuvopnum fjölga og heimsbyggðina fljóta að feigðarósi Kjarnavopnum er að fjölga á ný að sögn sérfræðinga hugveitunnar Stockholm International Peace Research Institute (Sipri), sem vara við því að heimsbyggðin sé að sigla inn í „hættulegasta tímabil mannkynssögunnar“. 12. júní 2023 06:42 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Þetta sagði Sullivan á blaðamannafundi í gærkvöldi. Bandaríkjamenn segja að Kim og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi átt í samskiptum undanfarið og að Kim sé mögulega á leið til Rússlands á fund við Pútín seinna í þessum mánuði. Ferðin yrði fyrsta ferð Kim til annars ríkis í rúm fjögur ár. Leiðtogarnir eru einnig sagðir hafa skipst á bréfum en fyrr í sumar fór Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, í ferðalag til Pyongyang. Yfirvöld í Kreml hafa ekkert viljað segja um þessar yfirlýsingar Bandaríkjamanna. Providing weapons to Russia is not going to reflect well on North Korea and they will pay a price for this in the international community, US national security adviser Jake Sullivan told reporters at the White House https://t.co/rl2e82NjDC pic.twitter.com/f0OpKVGMxZ— Reuters (@Reuters) September 5, 2023 Bandaríkjamenn segja að Rússar freisti þess að fá skotfæri fyrir stórskotalið og önnur hergögn frá Norður-Kóreu til að nota við innrásina í Úkraínu. Úkraínskir hermenn segja stórskotaliðsárásum Rússa hafa fækkað að undanförnu og þykir það til marks um að framleiðslan í Rússlandi sé ekki nægileg, miðað við notkun stórskotaliðs. Stórskotalið skiptir sköpum í átökunum í Úkraínu. Sullivan sagði að refsiaðgerðir vegna innrásarinnar í Úkraínu hafi komið niður á hergagnaframleiðslu Rússa og því þurfi þeir að leita eftir aðstoð, samkvæmt frétt Reuters. Kim er talinn vonast eftir aðstoð við þróun langdrægra eldflauga sem geta borið kjarnorkuvopn ríkisins. Norður-Kórea hefur um árabil unnið að þróun slíkra vopna og er það í trássi við ályktanir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Norður-Kórea hefur verið beitt umfangsmiklum refsiaðgerðum og viðskiptaþvingunum vegna vopnaáætlana einræðisríkisins.
Rússland Norður-Kórea Bandaríkin Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Lætur yfirhershöfðingjann fjúka og boðar aukin hernaðarumsvif Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur látið æðsta hershöfðingja landsins fjúka. Varnarmálaráðherra landsins, Ri Yong-gil, hefur tekið við stöðunni. 10. ágúst 2023 10:00 Norður-Kóreumenn sýndu „bandaríska“ herdróna Norður-Kóreumenn efndu til sérstakrar hersýningar í gærkvöldi. Þar sýndu þeir nýjan búnað og voru þar í fyrirrúmi nýir herdrónar sem taldir eru keimlíkir bandarískum drónum, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. 28. júlí 2023 07:43 Heimildarmenn BBC segja heilu fjölskyldurnar svelta til bana „Ríkið segir okkur að við séum í faðmi móður okkar. En hvaða móðir myndi taka barn sitt af lífi um miðjan dag fyrir að flýja til Kína af því að það var að svelta?“ 15. júní 2023 07:57 Segja kjarnorkuvopnum fjölga og heimsbyggðina fljóta að feigðarósi Kjarnavopnum er að fjölga á ný að sögn sérfræðinga hugveitunnar Stockholm International Peace Research Institute (Sipri), sem vara við því að heimsbyggðin sé að sigla inn í „hættulegasta tímabil mannkynssögunnar“. 12. júní 2023 06:42 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Lætur yfirhershöfðingjann fjúka og boðar aukin hernaðarumsvif Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur látið æðsta hershöfðingja landsins fjúka. Varnarmálaráðherra landsins, Ri Yong-gil, hefur tekið við stöðunni. 10. ágúst 2023 10:00
Norður-Kóreumenn sýndu „bandaríska“ herdróna Norður-Kóreumenn efndu til sérstakrar hersýningar í gærkvöldi. Þar sýndu þeir nýjan búnað og voru þar í fyrirrúmi nýir herdrónar sem taldir eru keimlíkir bandarískum drónum, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian. 28. júlí 2023 07:43
Heimildarmenn BBC segja heilu fjölskyldurnar svelta til bana „Ríkið segir okkur að við séum í faðmi móður okkar. En hvaða móðir myndi taka barn sitt af lífi um miðjan dag fyrir að flýja til Kína af því að það var að svelta?“ 15. júní 2023 07:57
Segja kjarnorkuvopnum fjölga og heimsbyggðina fljóta að feigðarósi Kjarnavopnum er að fjölga á ný að sögn sérfræðinga hugveitunnar Stockholm International Peace Research Institute (Sipri), sem vara við því að heimsbyggðin sé að sigla inn í „hættulegasta tímabil mannkynssögunnar“. 12. júní 2023 06:42