„Þetta er óafsakanlegt“ Árni Sæberg skrifar 5. september 2023 22:24 Guðmundur Ingi er ekki sáttur með aðferðir lögreglu í morgun. Vísir/Vilhelm Formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi, segist þekkja fjölmörg dæmi þess að menn séu dregnir út á nærbuxunum einum klæða af lögreglu, líkt og gert var í Breiðholti í morgun, en slíkum tilfellum fari fækkandi. „Það er eiginlega ekki hægt að afsaka þetta í mínum huga,“ segir hann. Afstaða sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að félagið fordæmi aðgerðir lögreglu þegar þrír menn voru handteknir í Flúðaseli í Breiðholti í Reykjavík í morgun. Ljósmynd náðist af lögreglumönnum leiða einn mannanna út úr húsi á nærbuxunum einum klæða, fyrir utan flík sem huldi höfuð hans. „Við þekkjum alveg mörg svoleiðis dæmi, en þetta er samt að verða sjaldgæfara en áður. Auðvitað vitum við ekki nákvæmlega hvað er um að vera á þessum tímapunkti og skiljum að oft koma upp aðstæður þar sem ekkert er hægt að vera að hugsa um eitthvað svona. En að henda teppi eða laki yfir tekur örfáar sekúndur, þannig að það er eiginlega ekki hægt að afsaka þetta, finnst mér. Þetta er eitthvað sem maður býst ekkert við að séu vinnubrögð í dag,“ Segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, í samtali við Vísi. Sendu erindi á ríkislögreglustjóra Guðmundur Ingi segir að Afstaða hafi sent erindi til Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, Ríkislögreglustjóra og nefndar um eftirlit með lögreglu. Það hafi þó ekki verið formleg kvörtun, þar sem slíkt sé ekki innan verkahrings félagsins. „En við vonum að þetta verði tekið upp og rætt innan þeirra búða.“ Þá sendi félagið frá sér yfirlýsingu í dag þar sem segir að það að leyfa ekki handteknu fólki að klæða sig í föt áður en það er fært út úr húsi sé ekkert annað en tilraun til niðurlægingar og umræddur einstaklingur hafi verið sviptur mannlegri reisn sinni. Megi kalli aðgerðina pyndingar Þá segir Guðmundur Ingi að ef engin almannahætta liggi fyrir þá megi kalla slíkar aðgerðir lögreglu pyndingar í raun og veru. „Þetta er niðurlæging og sérstaklega slæmt þar sem við búum í þannig heimi að allir eru með myndavélar, bæði lögregla og almenningur. Manni finnst þetta vera eitthvað sem maður á ekki að sjá í dag en á sama tíma skilur maður auðvitað að það geta komið upp aðstæður. En þarna er maðurinn að labba með þeim út og þar af leiðandi er hann rólegur, og þegar menn ná tökum á aðstæðum þá á að vera hægt að hugsa út í þessa hluti. Þannig þetta er óafsakanlegt, að mínu mati.“ Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu tengjast handtökurnar ráni og ofbeldisbroti á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi á miðlægri rannsóknardeild, sagði í samtali við fréttastofu í dag að líkur væru á að lögregla myndi senda frá sér tilkynningu vegna málsins síðar í dag. Ekkert bólar á slíkri tilkynningu og ekkert var minnst á handtökurnar í dagbók lögreglu fyrir daginn. Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Afstaða sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem sagði að félagið fordæmi aðgerðir lögreglu þegar þrír menn voru handteknir í Flúðaseli í Breiðholti í Reykjavík í morgun. Ljósmynd náðist af lögreglumönnum leiða einn mannanna út úr húsi á nærbuxunum einum klæða, fyrir utan flík sem huldi höfuð hans. „Við þekkjum alveg mörg svoleiðis dæmi, en þetta er samt að verða sjaldgæfara en áður. Auðvitað vitum við ekki nákvæmlega hvað er um að vera á þessum tímapunkti og skiljum að oft koma upp aðstæður þar sem ekkert er hægt að vera að hugsa um eitthvað svona. En að henda teppi eða laki yfir tekur örfáar sekúndur, þannig að það er eiginlega ekki hægt að afsaka þetta, finnst mér. Þetta er eitthvað sem maður býst ekkert við að séu vinnubrögð í dag,“ Segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, í samtali við Vísi. Sendu erindi á ríkislögreglustjóra Guðmundur Ingi segir að Afstaða hafi sent erindi til Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, Ríkislögreglustjóra og nefndar um eftirlit með lögreglu. Það hafi þó ekki verið formleg kvörtun, þar sem slíkt sé ekki innan verkahrings félagsins. „En við vonum að þetta verði tekið upp og rætt innan þeirra búða.“ Þá sendi félagið frá sér yfirlýsingu í dag þar sem segir að það að leyfa ekki handteknu fólki að klæða sig í föt áður en það er fært út úr húsi sé ekkert annað en tilraun til niðurlægingar og umræddur einstaklingur hafi verið sviptur mannlegri reisn sinni. Megi kalli aðgerðina pyndingar Þá segir Guðmundur Ingi að ef engin almannahætta liggi fyrir þá megi kalla slíkar aðgerðir lögreglu pyndingar í raun og veru. „Þetta er niðurlæging og sérstaklega slæmt þar sem við búum í þannig heimi að allir eru með myndavélar, bæði lögregla og almenningur. Manni finnst þetta vera eitthvað sem maður á ekki að sjá í dag en á sama tíma skilur maður auðvitað að það geta komið upp aðstæður. En þarna er maðurinn að labba með þeim út og þar af leiðandi er hann rólegur, og þegar menn ná tökum á aðstæðum þá á að vera hægt að hugsa út í þessa hluti. Þannig þetta er óafsakanlegt, að mínu mati.“ Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu tengjast handtökurnar ráni og ofbeldisbroti á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Eiríkur Valberg, lögreglufulltrúi á miðlægri rannsóknardeild, sagði í samtali við fréttastofu í dag að líkur væru á að lögregla myndi senda frá sér tilkynningu vegna málsins síðar í dag. Ekkert bólar á slíkri tilkynningu og ekkert var minnst á handtökurnar í dagbók lögreglu fyrir daginn.
Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira