Samkvæmt Reuters er talið að maðurinn hafi dáið þegar veggur féll á hann en atvikið hefur verið rakið til veðursins. Grískir miðlar segja flóðvatn hafa leitt til þess að veggurinn hrundi á manninn sem var að reyna að koma kúm sínum í skjól.
Rigningin hefur verið hvað mest í héraði sem kallast Pilion og í bænum Volos, þar sem fólki hefur verið skipað að halda sig heima. Víða annarsstaðar í Grikklandi hefur fólk verið beðið um að fara ekki út að óþörfu en búist er að áfram muni rigna mikið út morgundaginn.
AP fréttaveitan segir að spár geri ráð fyrir allt að 70 sentímetra rigningu í Pilion í dag og á morgun. Í bænum Karditsa er spáð allt að 60 sentímetra rigningu yfir sama tímabil.

Eins og áður segir hafa gróður- og skógareldar leikið Grikki grátt á undanförnum vikum. Minnst tuttugu manns hafa dáið og umfangsmiklir skógar og mikið ræktunarland hefur orðið eldi að bráð.
Volos, Greece - 45 minutes apart.
— Nahel Belgherze (@WxNB_) September 5, 2023
Horrible situation unfolding in Thessaly right now. pic.twitter.com/8fVd4d8pvv
BREAKING: Cars are now being washed into the sea in Agios Ioannis, Pelion. Flooding disaster ongoing in Thessaly, Greece. pic.twitter.com/uRr80Da0sB
— Nahel Belgherze (@WxNB_) September 5, 2023