Staðreyndir um Reynisfjöru Íris Guðnadóttir skrifar 4. september 2023 14:00 Á þessari öld er slysaskráning í Reynisfjöru svona: Drukknanir: Árið 2007 lést bandarísk kona á áttræðisaldri þegar hafalda dró hana með sér út á sjó. Árið 2021 lést kínversk kona á þrítugsaldri þegar hafaldan dró hana með sér út á sjó. Árið 2022 lést kanadískur maður þegar hafalda dró hann með sér út á sjó. Önnur slys: Árið 2016 lést kínverskur maður á fertugsaldri eftir að hafa fallið á stein í flæðarmálinu. Árið 2018 lést bandarísk kona eftir að hafa dottið á stein við göngustíginn. Til samanburðar segir talning Ferðamálastofu; 248.638 gestir í Reynisfjöru árið 2021, 482.612 gestir 2022 og 401.689 gestir það sem af er 2023. Aðeins Gullfoss og Geysir fá fleiri gesti árlega þegar við tölum um ferðamannastaði. Það sem aðgreinir Reynisfjöru hins vegar frá flestum ferðamannastöðum landsins er það hversu breytilegar aðstæður geta verið í fjörunni. Þú getur heimsótt Reynisfjöru þrisvar í sama mánuðinum og fengið algjörlega þrjár mismunandi upplifanir, dæmi: Heimsókn 1: Það er fjara sem nær 50 m niður fyrir Hálsanefshelli, þú getur spókað þig í fjörunni, tekið myndir, skoðað lunda og jafnvel gengið austurmeð Reynisfjalli og séð glitta í Vík. Heimsókn 2: Sjórin sleikir stuðlabergið 2x á sólarhring þegar það er flóð, þess á milli er mögulegt að skoða Hálsanefshelli. Heimsókn 3: Það er hæsta flóð, stormur nýafstaðinn og gríðarlegur öldugangur, öldurnar lemja stuðlabergið og löðrið flæðir jafnvel upp á fjörukambinn. Við allar ofangreindar aðstæður er Atlantshafið hættulegt, það er snarbrattur marbakki úti í sjó, sterkir straumar og mikið útsog. Mesta hættan í fjörunni er alltaf við stuðlabergið. Frákast öldunnar frá stuðlaberginu er þannig að ef þú lendir í því áttu ekki ekki afturkvæmt. Frá árinu 2016 hefur öryggi í Reynisfjöru verið mikið í umræðunni og margt verið gert; Fyrstu öryggisskiltin voru sett upp árið 2016, göngustígar markaðir og gerðir þannig úr garði að gestir þurfa að ganga framhjá skiltum á leið sinni í fjöruna. Frá árinu 2016 hafa samtals 18 öryggisskilti verið sett upp í Reynisfjöru og eru í dag 12 öryggisskilti í Reynisfjöru. Á nýjustu öryggisskiltunum er leitast við að lýsa hættunni miðað við aðstæðurnar sem nefndar voru hér fyrir ofan. Sett hafa verið upp viðvörunarljós tengd ölduspárkerfi Vegagarðarinnar. Á mastri í fjörukambinum er löggæslumyndavél sem er undir stjórn lögreglunnar á Suðurlandi. Það er vissulega hægt að gera meira í þessum passívu vörnum, dæmi um það er að bæta við afmörkuðum útsýnisstað á fjörukambinum og loka göngustígnum við fjörukabinn með keðju þegar það er rautt ljós. Dæmi um aktívar varnir sem mætti bæta er upplýsingagjöf á netinu, mönnuð fræðsla á staðnum og jafnvel mönnuð öryggisgæsla þegar ljósið er rautt. Málið er nefninlega að fólk hagar sér eins og sauðkindin, um leið og fyrsta rollan fer af stað þá rennur safnið á eftir. Það þarf ekki nema einn einstakling sem fer inn á lokað svæði til að aðrir fylgi á eftir. Þá væri gott að vera með góðan smala á staðnum. Staðreyndin er hins vegar sú að gestir í Reynisfjöru eru alltaf á eigin ábyrgð. Alvarleg slys hafa átt sér stað á fleiri ferðamannastöðum en í Reynisfjöru, sem m.a. má rekja til veðurs og náttúruvár. Það er brýnt fyrir íslenskt samfélag að leggja mat á það hvað telst ásættanleg áhætta á ferðamannastöðum. Upplýsingarmiðlun til ferðafólks er varðar hættur á ferð um landið er afar mikilvæg og þyrfti að samræma bæði varðandi útlit öryggismerkinga og upplýsingagjöf á netinu. Greinarhöfundur er uppalinn í Þórisholti í Reynishverfi, einn af landeigendum í Reynisfjöru og starfar sem brunaverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Slysavarnir Reynisfjara Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Sjá meira
Á þessari öld er slysaskráning í Reynisfjöru svona: Drukknanir: Árið 2007 lést bandarísk kona á áttræðisaldri þegar hafalda dró hana með sér út á sjó. Árið 2021 lést kínversk kona á þrítugsaldri þegar hafaldan dró hana með sér út á sjó. Árið 2022 lést kanadískur maður þegar hafalda dró hann með sér út á sjó. Önnur slys: Árið 2016 lést kínverskur maður á fertugsaldri eftir að hafa fallið á stein í flæðarmálinu. Árið 2018 lést bandarísk kona eftir að hafa dottið á stein við göngustíginn. Til samanburðar segir talning Ferðamálastofu; 248.638 gestir í Reynisfjöru árið 2021, 482.612 gestir 2022 og 401.689 gestir það sem af er 2023. Aðeins Gullfoss og Geysir fá fleiri gesti árlega þegar við tölum um ferðamannastaði. Það sem aðgreinir Reynisfjöru hins vegar frá flestum ferðamannastöðum landsins er það hversu breytilegar aðstæður geta verið í fjörunni. Þú getur heimsótt Reynisfjöru þrisvar í sama mánuðinum og fengið algjörlega þrjár mismunandi upplifanir, dæmi: Heimsókn 1: Það er fjara sem nær 50 m niður fyrir Hálsanefshelli, þú getur spókað þig í fjörunni, tekið myndir, skoðað lunda og jafnvel gengið austurmeð Reynisfjalli og séð glitta í Vík. Heimsókn 2: Sjórin sleikir stuðlabergið 2x á sólarhring þegar það er flóð, þess á milli er mögulegt að skoða Hálsanefshelli. Heimsókn 3: Það er hæsta flóð, stormur nýafstaðinn og gríðarlegur öldugangur, öldurnar lemja stuðlabergið og löðrið flæðir jafnvel upp á fjörukambinn. Við allar ofangreindar aðstæður er Atlantshafið hættulegt, það er snarbrattur marbakki úti í sjó, sterkir straumar og mikið útsog. Mesta hættan í fjörunni er alltaf við stuðlabergið. Frákast öldunnar frá stuðlaberginu er þannig að ef þú lendir í því áttu ekki ekki afturkvæmt. Frá árinu 2016 hefur öryggi í Reynisfjöru verið mikið í umræðunni og margt verið gert; Fyrstu öryggisskiltin voru sett upp árið 2016, göngustígar markaðir og gerðir þannig úr garði að gestir þurfa að ganga framhjá skiltum á leið sinni í fjöruna. Frá árinu 2016 hafa samtals 18 öryggisskilti verið sett upp í Reynisfjöru og eru í dag 12 öryggisskilti í Reynisfjöru. Á nýjustu öryggisskiltunum er leitast við að lýsa hættunni miðað við aðstæðurnar sem nefndar voru hér fyrir ofan. Sett hafa verið upp viðvörunarljós tengd ölduspárkerfi Vegagarðarinnar. Á mastri í fjörukambinum er löggæslumyndavél sem er undir stjórn lögreglunnar á Suðurlandi. Það er vissulega hægt að gera meira í þessum passívu vörnum, dæmi um það er að bæta við afmörkuðum útsýnisstað á fjörukambinum og loka göngustígnum við fjörukabinn með keðju þegar það er rautt ljós. Dæmi um aktívar varnir sem mætti bæta er upplýsingagjöf á netinu, mönnuð fræðsla á staðnum og jafnvel mönnuð öryggisgæsla þegar ljósið er rautt. Málið er nefninlega að fólk hagar sér eins og sauðkindin, um leið og fyrsta rollan fer af stað þá rennur safnið á eftir. Það þarf ekki nema einn einstakling sem fer inn á lokað svæði til að aðrir fylgi á eftir. Þá væri gott að vera með góðan smala á staðnum. Staðreyndin er hins vegar sú að gestir í Reynisfjöru eru alltaf á eigin ábyrgð. Alvarleg slys hafa átt sér stað á fleiri ferðamannastöðum en í Reynisfjöru, sem m.a. má rekja til veðurs og náttúruvár. Það er brýnt fyrir íslenskt samfélag að leggja mat á það hvað telst ásættanleg áhætta á ferðamannastöðum. Upplýsingarmiðlun til ferðafólks er varðar hættur á ferð um landið er afar mikilvæg og þyrfti að samræma bæði varðandi útlit öryggismerkinga og upplýsingagjöf á netinu. Greinarhöfundur er uppalinn í Þórisholti í Reynishverfi, einn af landeigendum í Reynisfjöru og starfar sem brunaverkfræðingur.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun