Mannskæðir vatnavextir í úrhelli á Spáni Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2023 12:24 Björgumenn leita að fjölskylduföður sem hvarf þegar aurskriða ýtti bíl hans út í á við Aldea del Fresno í Madridarhéraði í gær. Vísir/EPA Að minnsta kostir tveir eru látnir í miklum vatnavöxtum á Spáni. Fólki hefur verið bjargað af húsþökum og vegir og járnbrautarlínur hafa lokast vegna úrhellisrigningarinnar sem byrjaði að falla í gær. Rauðar veðurviðvaranir vegna aftakaúrkomu voru gefnar út í Madrid, Toledo og Cádiz vegna óveðursins Dönu í gær. Íbúar í höfuðborginni voru beðnir um að halda sig heima og knattspyrnuleik Atlético Madrid og Sevilla var frestað í gær. Mikið álag var á viðbragðsaðilum þar sem sinntu á annað þúsund útköllum. Spáð er áframhaldandi rigningu, að minnsta kosti til síðdegis í dag. Tveir fórust í dreifbýli við borgina Toledo, rúma sjötíu kílómetra suðvestur af Madrid á miðjum Spáni. Annar þeirra fórst í bíl sínum á hraðbraut við bæinn Bargas. Hinn maðurinn lést þegar hann festist í lyftu í bænum Casarrubios de Montes. Slökkviliðsmenn reyndu að bjarga honum þaðan árangurslaust, að sögn spænska ríkisútvarpsins RTVE. Major flooding unfolding in Spain right now as heavy storms batter the peninsula. This from Camping Alfacs in Tarragona.pic.twitter.com/igKOGjcGk8— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) September 3, 2023 Tíu ára bjargað úr tré eftir átta klukkutíma Eins manns, sem hvarf þegar bíll hans og fjölskyldu hans hafnaði út í ánni Alberche þegar hann varð fyrir aurskriðu, er leitað við Aldea del Fresno, einnig suðvestur af Madrid. Tíu ára gömlum syni hans, sem var með honum í bílnum, var bjargað átta klukkustundum síðar. Hann hafði náð að klifra upp í tré. Móðir hans og systir, sem voru einnig í bílnum, höfðu áður fundist að lífi, að sögn spænska dagblaðsins El País. Þá er 83 ára gamals karlmanns leitað en vatnselgurinn hreif hann með sér í bænum Villamanta í sjálfstjórnarhéraði Madridar. Yfirvöld í Madrid og Toledo eru sögð ætla að fara fram á að svæðin verði lýst hamfarasvæði. Vegir breyttust í ólgandi stórfljót vatns og eðju í Madrid, Castilla-La Mancha, Katalóníu og Valencia. Sum staðar gerði jafnvel haglél. Í Castelló-héraði í sjálfstjórnarhéraðinu Valencia björguðu slökkviliðsmenn manni sem sat fastur í bíl sínum í mittisháu flóðvatni. Sobering scenes from Toledo pic.twitter.com/0Sb9RsoLFf— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) September 3, 2023 Þyrlur voru notaðar til þess að bjarga fólki af húsþökum í kringum Toledo, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Úrhellið kemur í kjölfar ákafra hitabylgna á Spáni í ágúst. Slökkviliðsmenn hafa glímt við mikla gróðurelda víðs vegar um landið en tugir þúsunda hektara lands hafa orðið eldi að bráð á þessu ári. Spánn Náttúruhamfarir Loftslagsmál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Rauðar veðurviðvaranir vegna aftakaúrkomu voru gefnar út í Madrid, Toledo og Cádiz vegna óveðursins Dönu í gær. Íbúar í höfuðborginni voru beðnir um að halda sig heima og knattspyrnuleik Atlético Madrid og Sevilla var frestað í gær. Mikið álag var á viðbragðsaðilum þar sem sinntu á annað þúsund útköllum. Spáð er áframhaldandi rigningu, að minnsta kosti til síðdegis í dag. Tveir fórust í dreifbýli við borgina Toledo, rúma sjötíu kílómetra suðvestur af Madrid á miðjum Spáni. Annar þeirra fórst í bíl sínum á hraðbraut við bæinn Bargas. Hinn maðurinn lést þegar hann festist í lyftu í bænum Casarrubios de Montes. Slökkviliðsmenn reyndu að bjarga honum þaðan árangurslaust, að sögn spænska ríkisútvarpsins RTVE. Major flooding unfolding in Spain right now as heavy storms batter the peninsula. This from Camping Alfacs in Tarragona.pic.twitter.com/igKOGjcGk8— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) September 3, 2023 Tíu ára bjargað úr tré eftir átta klukkutíma Eins manns, sem hvarf þegar bíll hans og fjölskyldu hans hafnaði út í ánni Alberche þegar hann varð fyrir aurskriðu, er leitað við Aldea del Fresno, einnig suðvestur af Madrid. Tíu ára gömlum syni hans, sem var með honum í bílnum, var bjargað átta klukkustundum síðar. Hann hafði náð að klifra upp í tré. Móðir hans og systir, sem voru einnig í bílnum, höfðu áður fundist að lífi, að sögn spænska dagblaðsins El País. Þá er 83 ára gamals karlmanns leitað en vatnselgurinn hreif hann með sér í bænum Villamanta í sjálfstjórnarhéraði Madridar. Yfirvöld í Madrid og Toledo eru sögð ætla að fara fram á að svæðin verði lýst hamfarasvæði. Vegir breyttust í ólgandi stórfljót vatns og eðju í Madrid, Castilla-La Mancha, Katalóníu og Valencia. Sum staðar gerði jafnvel haglél. Í Castelló-héraði í sjálfstjórnarhéraðinu Valencia björguðu slökkviliðsmenn manni sem sat fastur í bíl sínum í mittisháu flóðvatni. Sobering scenes from Toledo pic.twitter.com/0Sb9RsoLFf— Scott Duncan (@ScottDuncanWX) September 3, 2023 Þyrlur voru notaðar til þess að bjarga fólki af húsþökum í kringum Toledo, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Úrhellið kemur í kjölfar ákafra hitabylgna á Spáni í ágúst. Slökkviliðsmenn hafa glímt við mikla gróðurelda víðs vegar um landið en tugir þúsunda hektara lands hafa orðið eldi að bráð á þessu ári.
Spánn Náttúruhamfarir Loftslagsmál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira