Brasserie Askur skiptir um eigendur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. september 2023 11:07 Baldur Guðbjörnsson, Hinrik Örn Lárusson, Bjarni Gunnarsson og Viktor Örn Andrésson, nýir eigendur Asks. Veitingastaðurinn Askur á Suðurlandsbraut, einn þekktasti veitingastaður landsins, hefur skipt um eigendur. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að nýir eigendur séu matreiðslumeistararnir Viktor Örn Andrésson og Hinrik Örn Lárusson hjá Sælkerabúðinni og Lux veitingum. Þeir leiði nýja eigendahópinn ásamt Baldri Guðbjörnssyni, matreiðslumeistara, sem muni stýra daglegum rekstri veitingastaðarins og Bjarna Stefáni Gunnarssyni, veitingamanni og eiganda Saffran og Pítunnar. „Það er okkur fyrst og fremst heiður að fá að taka við stýrinu á þessum hornsteini í íslenskri veitingahúsamenningu. Askur er eldri en við allir í hópnum og við erum þakklátir fyrir að fá að taka Ask áfram inn í framtíðina,“ segir Hinrik Örn Lárusson í tilkynningu. Sextíu ára samfleytt rekstrarsaga haldi áfram Í tilkynningunni segir að ekki þurfi að kynna veitingastaðinn fyrir Íslendingum. Langflestir hafi á öllum aldri sest þar niður í góðu yfirlæti og snætt með vinum eða fjölskyldu í gegnum árin. Askur nær þeim merka áfanga eftir aðeins tvö ár að státa af sextíu ára samfleyttri rekstrarsögu, þar af heilum fjörutíu árum á sama stað á Suðurlandsbrautinni. „Þegar maður fær svona gimstein í hendurnar er mikilvægt að halda í hin gömlu og rótgrónu gildi ásamt því að bæta við nýjum og ferskum áherslum. Við ætlum að blása í gamlar glæður og endurvekja veisluþjónustu Asks, sem hann var þekktur fyrir á árum áður,“ er ennfremur haft eftir Hinriki. Hann segir að áfram verði hægt að stóla á hlaðborð í hádeginu og vinsælt steikarhlaðborð á sunnudögum. „Að sama skapi ætlum við að þjónusta fyrirtæki í nágrenninu um hádegisverð á góðu verði. Við munum efla take away þjónustu Asksins og kynna nýjan grillvagn til sögunnar áður en langt um líður.“ Hinrik Örn Lárusson er spenntur fyrir nýjum tímum á Aski. Veitingastaðir Reykjavík Vistaskipti Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Sjá meira
Þar segir að nýir eigendur séu matreiðslumeistararnir Viktor Örn Andrésson og Hinrik Örn Lárusson hjá Sælkerabúðinni og Lux veitingum. Þeir leiði nýja eigendahópinn ásamt Baldri Guðbjörnssyni, matreiðslumeistara, sem muni stýra daglegum rekstri veitingastaðarins og Bjarna Stefáni Gunnarssyni, veitingamanni og eiganda Saffran og Pítunnar. „Það er okkur fyrst og fremst heiður að fá að taka við stýrinu á þessum hornsteini í íslenskri veitingahúsamenningu. Askur er eldri en við allir í hópnum og við erum þakklátir fyrir að fá að taka Ask áfram inn í framtíðina,“ segir Hinrik Örn Lárusson í tilkynningu. Sextíu ára samfleytt rekstrarsaga haldi áfram Í tilkynningunni segir að ekki þurfi að kynna veitingastaðinn fyrir Íslendingum. Langflestir hafi á öllum aldri sest þar niður í góðu yfirlæti og snætt með vinum eða fjölskyldu í gegnum árin. Askur nær þeim merka áfanga eftir aðeins tvö ár að státa af sextíu ára samfleyttri rekstrarsögu, þar af heilum fjörutíu árum á sama stað á Suðurlandsbrautinni. „Þegar maður fær svona gimstein í hendurnar er mikilvægt að halda í hin gömlu og rótgrónu gildi ásamt því að bæta við nýjum og ferskum áherslum. Við ætlum að blása í gamlar glæður og endurvekja veisluþjónustu Asks, sem hann var þekktur fyrir á árum áður,“ er ennfremur haft eftir Hinriki. Hann segir að áfram verði hægt að stóla á hlaðborð í hádeginu og vinsælt steikarhlaðborð á sunnudögum. „Að sama skapi ætlum við að þjónusta fyrirtæki í nágrenninu um hádegisverð á góðu verði. Við munum efla take away þjónustu Asksins og kynna nýjan grillvagn til sögunnar áður en langt um líður.“ Hinrik Örn Lárusson er spenntur fyrir nýjum tímum á Aski.
Veitingastaðir Reykjavík Vistaskipti Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Sjá meira