„Grípum geirinn í hönd!“ Gylfi Þór Gíslason skrifar 4. september 2023 09:02 Í upphafi síðustu aldar var lífsbaráttan hörð á Íslandi, alþýða landsins bjó við kröpp kjör. Fólk reyndi að sýna samstöðu í baráttunni fyrir bættum lífskjörum og stofnuð voru verkalýðsfélög um land allt. Fljótlega var stofnað Alþýðusamband Íslands eða árið 1916, á sama tíma var Alþýðuflokkurinn stofnaður. Undir merkjum Alþýðusambandsins voru unnir stórir sigrar, má þar nefna vökulögin 1918, lög um verkamannabústaði 1928, almannatryggingar 1936, vinnulöggjöfin 1938, orlofsréttur 1942, atvinnuleysistryggingar 1956 og svo má lengi telja. Með samstilltu átaki alþýðu landsins undir merkjum Alþýðuflokksins, jafnaðarmannaflokks Íslands sem klofnaði fljótlega úr því að vera einn flokkur í félag kommúnista, síðar sósíalista og þar næst bandalags. Samhliða baráttunni og í kjölfar sundrungar var reynt að búa til samfylkingu alþýðunnar með sameiningu jafnaðarmanna og sósíalista en ekkert gekk fyrr en um aldarmót með stofnun Samfylkingarinnar sem hefur tæpum 25 árum síðar náð vopnum sínum og stefnir til sigurs í næstu kosningum ef marka má skoðanakannanir og að þær gangi eftir. Samstaðan um landhelgina Ekki má gleyma samstöðu fólksins í landinu fyrir útærslu landhelginnar. Þjóðin stóð saman í því að standa vörð um fiskveiðilögsögu landsins. Haldnir voru margir fjölmennir samstöðufundir á Lækjartorgi um miðja síðustu öld um mikilvægi þess að tryggja útfærslu landhelginnar og að koma úr lögsögu okkar erlendu togurunum sem voru á veiðum hér allt í kringum landið. En undir lok aldarinnar var sett á kvótakerfi undir forystu sjávarútvegsráðherra Framsóknarflokksins í samstarfi við Landsamband íslenskra útgerðarmanna (LÍÚ), sem hefur leitt af sér síðar að fiskimiðin eru komin á hendur örfárra aðila í landinu. Húsnæðisvandinn er mannanna verk Félagslega íbúðarkerfið var lagt niður af Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki í lok síðustu aldar, þrátt fyrir mikla mótspyrnu jafnaðarmanna og fór þar fremst í flokki Jóhanna Sigurðardóttir, sem hélt lengstu ræðu í sögu Alþingis þegar hún talaði í rúmar 10 klukkustundir, að öðrum ólöstuðum. Hún sagði m.a. í upphafi þeirra ræðu: „Herra forseti. Það mál sem við ræðum hér er rothögg fyrir láglaunafjölskyldurnar á Íslandi og stærsti skellurinn sem láglaunafólk hefur orðið fyrir í marga áratugi“ Fólkið í landinu sýpur seiðið af þeirri ákvörðun Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks núna um allt land. „Það eru erfiðir tímar, það er atvinnuþref........“ Síðasta vetur var kjarabaráttan hörð en samið var til skamms tíma og eru svo til allir kjarasamningar lausir núna í kringum áramótin. Þetta verður erfiður vetur á sama tíma og að verðbólgan er há. Í samningunum þurfa öll að koma að samningaborðinu, verkalýðshreyfingin, Samtök Atvinnulífsins og ríkisstjórnin. En það er ekki gæfulegt þegar fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segir að það sé ekki í verkahring ríkisstjórnarinnar að ná niður verðbólgu í landinu heldur bendir á Seðlabankann í því samhengi. Svo ekki er við miklu að búast á þeim bænum. Forysta Samfylkingarinnar hefur lýst því yfir að hún vill aukið samráð og meiri tengingu við verkalýðsfélögin í landinu eins og í upphafi síðustu aldar þegar fólkið í ASÍ var með tengingu í Alþýðuflokkinn. Forysta Samfylkingarinnar hefur sagt að Samfylkingin á að vera fyrir hinn venjulega vinnandi mann. Með því að endurvekja verkalýðsmálaráð í upphafi síðasta árs var grunnurinn lagður að þessari tengingu. Við í verkalýðsmálaráði munum vinna að því í vetur að efla þau tengsl og með því auka vægi verkalýðsfélaga innan flokksins til framtíðar. Sýna fólkinu í landinu að við viljum byggja með því réttlátara samfélag allra. Höfundur er formaður Verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarinnar á Vestfjörðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Stéttarfélög Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Í upphafi síðustu aldar var lífsbaráttan hörð á Íslandi, alþýða landsins bjó við kröpp kjör. Fólk reyndi að sýna samstöðu í baráttunni fyrir bættum lífskjörum og stofnuð voru verkalýðsfélög um land allt. Fljótlega var stofnað Alþýðusamband Íslands eða árið 1916, á sama tíma var Alþýðuflokkurinn stofnaður. Undir merkjum Alþýðusambandsins voru unnir stórir sigrar, má þar nefna vökulögin 1918, lög um verkamannabústaði 1928, almannatryggingar 1936, vinnulöggjöfin 1938, orlofsréttur 1942, atvinnuleysistryggingar 1956 og svo má lengi telja. Með samstilltu átaki alþýðu landsins undir merkjum Alþýðuflokksins, jafnaðarmannaflokks Íslands sem klofnaði fljótlega úr því að vera einn flokkur í félag kommúnista, síðar sósíalista og þar næst bandalags. Samhliða baráttunni og í kjölfar sundrungar var reynt að búa til samfylkingu alþýðunnar með sameiningu jafnaðarmanna og sósíalista en ekkert gekk fyrr en um aldarmót með stofnun Samfylkingarinnar sem hefur tæpum 25 árum síðar náð vopnum sínum og stefnir til sigurs í næstu kosningum ef marka má skoðanakannanir og að þær gangi eftir. Samstaðan um landhelgina Ekki má gleyma samstöðu fólksins í landinu fyrir útærslu landhelginnar. Þjóðin stóð saman í því að standa vörð um fiskveiðilögsögu landsins. Haldnir voru margir fjölmennir samstöðufundir á Lækjartorgi um miðja síðustu öld um mikilvægi þess að tryggja útfærslu landhelginnar og að koma úr lögsögu okkar erlendu togurunum sem voru á veiðum hér allt í kringum landið. En undir lok aldarinnar var sett á kvótakerfi undir forystu sjávarútvegsráðherra Framsóknarflokksins í samstarfi við Landsamband íslenskra útgerðarmanna (LÍÚ), sem hefur leitt af sér síðar að fiskimiðin eru komin á hendur örfárra aðila í landinu. Húsnæðisvandinn er mannanna verk Félagslega íbúðarkerfið var lagt niður af Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki í lok síðustu aldar, þrátt fyrir mikla mótspyrnu jafnaðarmanna og fór þar fremst í flokki Jóhanna Sigurðardóttir, sem hélt lengstu ræðu í sögu Alþingis þegar hún talaði í rúmar 10 klukkustundir, að öðrum ólöstuðum. Hún sagði m.a. í upphafi þeirra ræðu: „Herra forseti. Það mál sem við ræðum hér er rothögg fyrir láglaunafjölskyldurnar á Íslandi og stærsti skellurinn sem láglaunafólk hefur orðið fyrir í marga áratugi“ Fólkið í landinu sýpur seiðið af þeirri ákvörðun Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks núna um allt land. „Það eru erfiðir tímar, það er atvinnuþref........“ Síðasta vetur var kjarabaráttan hörð en samið var til skamms tíma og eru svo til allir kjarasamningar lausir núna í kringum áramótin. Þetta verður erfiður vetur á sama tíma og að verðbólgan er há. Í samningunum þurfa öll að koma að samningaborðinu, verkalýðshreyfingin, Samtök Atvinnulífsins og ríkisstjórnin. En það er ekki gæfulegt þegar fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segir að það sé ekki í verkahring ríkisstjórnarinnar að ná niður verðbólgu í landinu heldur bendir á Seðlabankann í því samhengi. Svo ekki er við miklu að búast á þeim bænum. Forysta Samfylkingarinnar hefur lýst því yfir að hún vill aukið samráð og meiri tengingu við verkalýðsfélögin í landinu eins og í upphafi síðustu aldar þegar fólkið í ASÍ var með tengingu í Alþýðuflokkinn. Forysta Samfylkingarinnar hefur sagt að Samfylkingin á að vera fyrir hinn venjulega vinnandi mann. Með því að endurvekja verkalýðsmálaráð í upphafi síðasta árs var grunnurinn lagður að þessari tengingu. Við í verkalýðsmálaráði munum vinna að því í vetur að efla þau tengsl og með því auka vægi verkalýðsfélaga innan flokksins til framtíðar. Sýna fólkinu í landinu að við viljum byggja með því réttlátara samfélag allra. Höfundur er formaður Verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarinnar á Vestfjörðum.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun