Var nýmættur til Hong Kong þegar fellibylurinn skall á Bjarki Sigurðsson skrifar 2. september 2023 19:11 Óttar Ómarsson er staddur í Hong Kong sem skiptinemi. Einn er látinn eftir að fellibylurinn Saola gekk yfir suðausturströnd Kína. Íslenskur skiptinemi í Hong Kong segist aldrei hafa séð annað eins veður og síðastliðna nótt. Allt sem ekki var fest niður með keðju hafi flogið af stað, meira að segja tré. Fellibylurinn Saola gekk yfir suðausturströnd Kína í gær og síðastliðna nótt. Gefin var út svokölluð T10 viðvörun vegna hans en um er að ræða hæstu viðvörun kínverskra yfirvalda vegna fellibylja. Óttar Ómarsson er skiptinemi við Polytechnic-háskólann í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong sem er á suðausturströndinni. Hann kom til borgarinnar á mánudaginn og því ekki búinn með fyrstu vikuna þegar bylurinn skall á. Klippa: Veðurofsi „Í gærkvöldi þá fór maður virkilega að sjá tré fljúga út um allt, enginn var á vappi. Eina sem maður sá voru sjúkrabílar að fara á milli. Allt sem var ekki fest með keðju eða reipi, það var bara á flugi um bæinn allan. Sérstaklega tré,“ segir Óttar. Allt það besta í búðinni klárað Hann er búsettur á sextándu hæð í blokk og fann vel fyrir því þegar vindurinn skall á húsinu. Sem betur fer brotnaði þó enginn gluggi en nemendur skólans höfðu verið varaðir við því. Svona leit borgin út í morgun eftir fellibylinn.Óttar Ómarsson „Svo var okkur sagt að fara að kaupa í matinn daginn áður, svipað eins og þetta var í Covid. Þá forum við á fimmtudagskvöld og það var alveg pakkað í búðunum. Tvö hundruð manna raðir og allir ávextirnir búnir. Það var reyndar nóg af klósettpappír. En allir núðlupakkarnir voru búnir, góðu „dumplings-arnir“ og bananarnir voru búnir. Ég var mjög leiður yfir því. Svo hamstrar maður í rauninni og gerir það sem manni var sagt,“ segir Óttar. Einhver tré höfðu verið rifin upp með rótum.Óttar Ómarsson Byggingin hreyfðist Honum tókst að sofa ágætlega í nótt þrátt fyrir að hafa vaknað nokkrum sinnum. „Maður hugsaði alveg, vó getur byggingin ekki staðist. Hún var smá að hreyfast. En það gerðist ekkert. Ég vaknaði einu sinni eða tvisvar. Maður dottaði aðeins en þetta var verst um miðja nótt,“ segir Óttar. Kína Íslendingar erlendis Hong Kong Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Fellibylurinn Saola gekk yfir suðausturströnd Kína í gær og síðastliðna nótt. Gefin var út svokölluð T10 viðvörun vegna hans en um er að ræða hæstu viðvörun kínverskra yfirvalda vegna fellibylja. Óttar Ómarsson er skiptinemi við Polytechnic-háskólann í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong sem er á suðausturströndinni. Hann kom til borgarinnar á mánudaginn og því ekki búinn með fyrstu vikuna þegar bylurinn skall á. Klippa: Veðurofsi „Í gærkvöldi þá fór maður virkilega að sjá tré fljúga út um allt, enginn var á vappi. Eina sem maður sá voru sjúkrabílar að fara á milli. Allt sem var ekki fest með keðju eða reipi, það var bara á flugi um bæinn allan. Sérstaklega tré,“ segir Óttar. Allt það besta í búðinni klárað Hann er búsettur á sextándu hæð í blokk og fann vel fyrir því þegar vindurinn skall á húsinu. Sem betur fer brotnaði þó enginn gluggi en nemendur skólans höfðu verið varaðir við því. Svona leit borgin út í morgun eftir fellibylinn.Óttar Ómarsson „Svo var okkur sagt að fara að kaupa í matinn daginn áður, svipað eins og þetta var í Covid. Þá forum við á fimmtudagskvöld og það var alveg pakkað í búðunum. Tvö hundruð manna raðir og allir ávextirnir búnir. Það var reyndar nóg af klósettpappír. En allir núðlupakkarnir voru búnir, góðu „dumplings-arnir“ og bananarnir voru búnir. Ég var mjög leiður yfir því. Svo hamstrar maður í rauninni og gerir það sem manni var sagt,“ segir Óttar. Einhver tré höfðu verið rifin upp með rótum.Óttar Ómarsson Byggingin hreyfðist Honum tókst að sofa ágætlega í nótt þrátt fyrir að hafa vaknað nokkrum sinnum. „Maður hugsaði alveg, vó getur byggingin ekki staðist. Hún var smá að hreyfast. En það gerðist ekkert. Ég vaknaði einu sinni eða tvisvar. Maður dottaði aðeins en þetta var verst um miðja nótt,“ segir Óttar.
Kína Íslendingar erlendis Hong Kong Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira