Tíu voru látnir gista fangageymslur í nótt, samkvæmt dagbók lögreglunnar, og voru þrír kærðir fyrir akstur undir áhrifum áfengis og/eða annarra vímugjafa.
Sex af þeim tíu sem voru vistaðir í fangaklefa í nótt voru þar vegna einnar líkamsárásar. Hún er til rannsóknar í lögreglustöð fjögur, þar sem séð er um Grafarvog, Árbæ og Mosfellsbæ, en mennirnir voru settir í fangageymslu í þágu rannsóknar á líkamsárásinni.
Þá barst tilkynning í nótt um ökumann sem ók á móti umferð. Sá sinnti ekki stöðvunarmerkjum og ók einnig utan í tvo bíla.