Af hverju ættirðu að gefa bankanum peningana þína? Haukur Skúlason skrifar 1. september 2023 11:30 Nýlega leit dagsins ljós skýrsla starfshóps menningar- og viðskiptaráðherra um gjaldtöku og arðsemi íslensku bankanna. Sú skýrsla er ágætis fyrsta skref í að beina kastljósinu að því kraðaki alls konar gjalda og þóknana sem bankarnir á Íslandi rukka fyrir hvers kyns viðvik, og hversu erfitt það er fyrir okkur almenning að átta okkur á því hversu dýr hversdagsleg bankaþjónusta í raun og veru er. En betur má ef duga skal, og nú er mikilvægt fyrir okkur öll að halda áfram að veita bönkunum aðhald og krefjast sanngjarnari kjara. Sem annar stofnanda og framkvæmdastjóri indó sparisjóðs, fyrsta íslenska „áskorendabankans“ sem svo er stundum kallað, langar mig að vekja athygli á nokkrum atriðum í skýrslunni sem mér finnst standa upp úr eftir lestur hennar. Gjaldeyrisálag bankanna Í skýrslunni kemur fram að ógegnsætt gjaldeyrisálag bankanna vegna erlendrar kortanotkunar sé í kringum 6,6 milljarðar á ári fyrir íslensk heimili. Það eru 550 milljónir í hverjum einasta mánuði sem renna úr vösum íslenskra heimila í vasa bankanna. Einnig kemur fram í skýrslunni að erfitt sé að henda reiður á hversu hátt hlutfall af þessari fjárhæð rennur til bankanna og hversu hátt hlutfall til erlendu kortafyrirtækjanna. Það kom mér töluvert á óvart, því staðreyndin er sú að hver einasta króna af þessu gengisálagi rennur lóðbeint í vasa bankanna og hefur ekkert með VISA, Mastercard eða færsluhirða að gera. Þetta er hreint og klárt gjald sem bankarnir ákveða einhliða og innheimta af korthöfum, þó það sé ansi vel falið. Þegar við vorum að þróa debetkort indó vorum við spurð hversu hátt við vildum hafa þetta innbyggða álag, og við svöruðum að við vildum ekki hafa neitt slíkt, enda væri enginn kostnaður hjá indó sem réttlætti það. Þetta fannst fólki í geiranum skrýtið, enda almennt talið að um „ókeypis“ hagnað sé að ræða því neytendur hafa ekkert val og bankar geti einfaldlega „hirt þetta upp af götunni“ eins og þetta var orðað við okkur. Neytendur höfðu ekkert val, fyrr en núna. Því indó leggur ekkert álag á erlendar kortafærslur, sem gerir það að verkum að allt sem indóarnir okkar kaupa í erlendum gjaldmiðlum er ca. 2,5-3,0% ódýrar en með greiðslukortum hinna bankanna. Kostnaður við greiðslukort Á bls. 37 er borinn saman kostnaður einstaklinga við að vera með debetkort. Höfum í huga að debetkort er einfaldlega leið fyrir okkur neytendur að nota okkar eigin peninga - og hjá indó finnst okkur einfaldlega fráleitt að rukka indóana fyrir að nota sína eigin peninga. Þvert á móti lítum við svo á að indóar sem kjósa að treysta okkur fyrir sínum peningum séu að gera okkur mikinn greiða með traustinu og við greiðum þeim því eins háa vexti og við treystum okkur til. Debetkort hjá samkeppnisaðilum indó kosta korthafa, skv. töflunni, 13-16 þúsund krónur á ári í beinan kostnað. Því til viðbótar má reikna með ca. 20-24þ falið gjald í formi gjaldeyrisálags vegna dæmigerðar kortanotkunar, sbr. töfluna á bls. 38 í skýrslunni, og þá er kostnaðurinn við að eiga og nota debetkort hjá stóru bönkunum í kringum 33-40 þúsund krónur á ári. Borið saman við 0 krónur hjá indó. Af hverju kostar það mig tugi þúsunda á ári að nota mína eigin peninga til að kaupa í matinn og nammi á laugardögum? Skýrsluhöfundar tala um að í stóra mengi hlutanna séu þetta ekki háar fjárhæðir, en persónulega finnst mér alveg muna um slíka fjármuni á ári, sér í lagi þegar ég skil engan veginn af hverju ég þarf að borga bankanum mínum þetta þegar okkur hjá indó sjáum enga ástæðu til að heimta slíkt hið sama. Mér finnst eiginlega fráleitt að tala um að þetta sé ekkert tiltökumál, flestir sem ég þekki gætu vel þegið 40 þúsund krónur aukalega í veskinu yfir árið (til samanburðar má geta þess að æfingagjöld barna í mörgum íþróttum eru í kringum 40 þúsund á ári, og ég myndi mun frekar vilja geta sent barnið mitt í íþróttir frekar en að senda peningana í hít bankanna). Og 36 þúsund indóar eru mér sammála og hafa nú þegar öðlast frelsi frá þessar gjaldheimtu bankanna. Tillögur til úrbóta Þær tillögur sem settar eru fram til úrbóta eru um margt ágætar. En það sem sló mig mest var að þar er ekki vikið einu orði að því að efla þurfi nýsköpun á fjármálamarkaði, ryðja úr vegi óþarfa hindrunum sem nýir aðilar, sem hyggja á samkeppni við stóru bankana, þurfa að klöngrast yfir og stórefla þannig samkeppni og eftirlit með eðlilegri hegðun á markaði. Stóru bankaranir munu einungis bregðast við, viðskiptavinum sínum til hagsbóta, ef þeir finna það á eigin skinni að upp sé komin alvöru samkeppni. Samkeppni sem sýnir að dulin og ósanngjörn gjaldtaka er ekki náttúrulögmál. Samkeppni sem sýnir að það er vel hægt að vera með einfalda og sanngjarna verðskrá og sem talar við sína viðskiptavini á mannamáli. Það er markmið okkar hjá indó - að veita bönkunum alvöru samkeppni og sýna þeim í eitt skipti fyrir öll að heimilin í landinu eiga skilið sanngjarna og skemmtilega bankaþjónustu. Tugir þúsunda indóa hafa slegist í för með okkur og þúsundir bætast við í hverjum mánuði. Saman getum við breytt fjármálamarkaðnum á Íslandi og komið stóru bönkunum í skilning um að það eru þeir sem eiga að keppa um hylli okkar, en ekki ætlast til þess að við sættum okkur við það sem þeir rétta okkur. Við hjá indó erum að ryðja brautina og viljum fátt meira en að nýir aðilar komi á markaðinn og veiti okkur, og stóru bönkum samkeppni. Og einhver stærsti mælikvarðinn á hversu vel hefur tekist til hjá okkur er að stóru bankarnir fari loksins að hlusta á sína viðskiptavini og þurfi að hafa fyrir því að halda í þá. Lengi lifi samkeppnin! Höfundur er framkvæmdastjóri indó. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenskir bankar Samkeppnismál Fjármál heimilisins Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Nýlega leit dagsins ljós skýrsla starfshóps menningar- og viðskiptaráðherra um gjaldtöku og arðsemi íslensku bankanna. Sú skýrsla er ágætis fyrsta skref í að beina kastljósinu að því kraðaki alls konar gjalda og þóknana sem bankarnir á Íslandi rukka fyrir hvers kyns viðvik, og hversu erfitt það er fyrir okkur almenning að átta okkur á því hversu dýr hversdagsleg bankaþjónusta í raun og veru er. En betur má ef duga skal, og nú er mikilvægt fyrir okkur öll að halda áfram að veita bönkunum aðhald og krefjast sanngjarnari kjara. Sem annar stofnanda og framkvæmdastjóri indó sparisjóðs, fyrsta íslenska „áskorendabankans“ sem svo er stundum kallað, langar mig að vekja athygli á nokkrum atriðum í skýrslunni sem mér finnst standa upp úr eftir lestur hennar. Gjaldeyrisálag bankanna Í skýrslunni kemur fram að ógegnsætt gjaldeyrisálag bankanna vegna erlendrar kortanotkunar sé í kringum 6,6 milljarðar á ári fyrir íslensk heimili. Það eru 550 milljónir í hverjum einasta mánuði sem renna úr vösum íslenskra heimila í vasa bankanna. Einnig kemur fram í skýrslunni að erfitt sé að henda reiður á hversu hátt hlutfall af þessari fjárhæð rennur til bankanna og hversu hátt hlutfall til erlendu kortafyrirtækjanna. Það kom mér töluvert á óvart, því staðreyndin er sú að hver einasta króna af þessu gengisálagi rennur lóðbeint í vasa bankanna og hefur ekkert með VISA, Mastercard eða færsluhirða að gera. Þetta er hreint og klárt gjald sem bankarnir ákveða einhliða og innheimta af korthöfum, þó það sé ansi vel falið. Þegar við vorum að þróa debetkort indó vorum við spurð hversu hátt við vildum hafa þetta innbyggða álag, og við svöruðum að við vildum ekki hafa neitt slíkt, enda væri enginn kostnaður hjá indó sem réttlætti það. Þetta fannst fólki í geiranum skrýtið, enda almennt talið að um „ókeypis“ hagnað sé að ræða því neytendur hafa ekkert val og bankar geti einfaldlega „hirt þetta upp af götunni“ eins og þetta var orðað við okkur. Neytendur höfðu ekkert val, fyrr en núna. Því indó leggur ekkert álag á erlendar kortafærslur, sem gerir það að verkum að allt sem indóarnir okkar kaupa í erlendum gjaldmiðlum er ca. 2,5-3,0% ódýrar en með greiðslukortum hinna bankanna. Kostnaður við greiðslukort Á bls. 37 er borinn saman kostnaður einstaklinga við að vera með debetkort. Höfum í huga að debetkort er einfaldlega leið fyrir okkur neytendur að nota okkar eigin peninga - og hjá indó finnst okkur einfaldlega fráleitt að rukka indóana fyrir að nota sína eigin peninga. Þvert á móti lítum við svo á að indóar sem kjósa að treysta okkur fyrir sínum peningum séu að gera okkur mikinn greiða með traustinu og við greiðum þeim því eins háa vexti og við treystum okkur til. Debetkort hjá samkeppnisaðilum indó kosta korthafa, skv. töflunni, 13-16 þúsund krónur á ári í beinan kostnað. Því til viðbótar má reikna með ca. 20-24þ falið gjald í formi gjaldeyrisálags vegna dæmigerðar kortanotkunar, sbr. töfluna á bls. 38 í skýrslunni, og þá er kostnaðurinn við að eiga og nota debetkort hjá stóru bönkunum í kringum 33-40 þúsund krónur á ári. Borið saman við 0 krónur hjá indó. Af hverju kostar það mig tugi þúsunda á ári að nota mína eigin peninga til að kaupa í matinn og nammi á laugardögum? Skýrsluhöfundar tala um að í stóra mengi hlutanna séu þetta ekki háar fjárhæðir, en persónulega finnst mér alveg muna um slíka fjármuni á ári, sér í lagi þegar ég skil engan veginn af hverju ég þarf að borga bankanum mínum þetta þegar okkur hjá indó sjáum enga ástæðu til að heimta slíkt hið sama. Mér finnst eiginlega fráleitt að tala um að þetta sé ekkert tiltökumál, flestir sem ég þekki gætu vel þegið 40 þúsund krónur aukalega í veskinu yfir árið (til samanburðar má geta þess að æfingagjöld barna í mörgum íþróttum eru í kringum 40 þúsund á ári, og ég myndi mun frekar vilja geta sent barnið mitt í íþróttir frekar en að senda peningana í hít bankanna). Og 36 þúsund indóar eru mér sammála og hafa nú þegar öðlast frelsi frá þessar gjaldheimtu bankanna. Tillögur til úrbóta Þær tillögur sem settar eru fram til úrbóta eru um margt ágætar. En það sem sló mig mest var að þar er ekki vikið einu orði að því að efla þurfi nýsköpun á fjármálamarkaði, ryðja úr vegi óþarfa hindrunum sem nýir aðilar, sem hyggja á samkeppni við stóru bankana, þurfa að klöngrast yfir og stórefla þannig samkeppni og eftirlit með eðlilegri hegðun á markaði. Stóru bankaranir munu einungis bregðast við, viðskiptavinum sínum til hagsbóta, ef þeir finna það á eigin skinni að upp sé komin alvöru samkeppni. Samkeppni sem sýnir að dulin og ósanngjörn gjaldtaka er ekki náttúrulögmál. Samkeppni sem sýnir að það er vel hægt að vera með einfalda og sanngjarna verðskrá og sem talar við sína viðskiptavini á mannamáli. Það er markmið okkar hjá indó - að veita bönkunum alvöru samkeppni og sýna þeim í eitt skipti fyrir öll að heimilin í landinu eiga skilið sanngjarna og skemmtilega bankaþjónustu. Tugir þúsunda indóa hafa slegist í för með okkur og þúsundir bætast við í hverjum mánuði. Saman getum við breytt fjármálamarkaðnum á Íslandi og komið stóru bönkunum í skilning um að það eru þeir sem eiga að keppa um hylli okkar, en ekki ætlast til þess að við sættum okkur við það sem þeir rétta okkur. Við hjá indó erum að ryðja brautina og viljum fátt meira en að nýir aðilar komi á markaðinn og veiti okkur, og stóru bönkum samkeppni. Og einhver stærsti mælikvarðinn á hversu vel hefur tekist til hjá okkur er að stóru bankarnir fari loksins að hlusta á sína viðskiptavini og þurfi að hafa fyrir því að halda í þá. Lengi lifi samkeppnin! Höfundur er framkvæmdastjóri indó.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun