Rétta hlut tannskakkra með þreföldum styrk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. ágúst 2023 15:12 Breytingin ætti að hjálpa mörgum fjölskyldum við að fjármagna tannréttingar sem eru algengastar hjá börnum og unglingum. Vísir/Vilhelm Styrkur til tannréttinga hefur tæplega þrefaldast með breytingu á reglugerð um þátttöku Sjúkratrygginga í kostnaði við tannlækningar. Styrkur til meðferðar í báðum gómum hækkar úr 150 þúsund í 430 þúsund. Styrkur til meðferðar í einum gómi hækkar úr 100 þúsund krónum í 290 þúsund krónur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðherra. Þar segir að með tímamótasamningi Sjúkratrygginga Íslands og tannréttingasérfræðinga sem undirritaður var í lok júlí hafi skapast forsendur til að auka greiðsluþátttöku ríkisins í tannréttingum. Samningurinn tekur gildi á morgun 1. september, ásamt reglugerð Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra sem kveður á um breytta greiðsluþátttöku sjúkratrygginga vegna tannréttinga í samræmi við samninginn. Samningurinn er til þriggja ára og tekur til tannréttingaþjónustu á stofum tannréttingasérfræðinga fyrir sjúkratryggða einstaklinga. Með samningnum er fylgt eftir markmiðum ríkisstjórnarinnar um að draga úr kostnaði sjúkratryggðra vegna heilbrigðisþjónustu. Meðal annars er kveðið á um samstarfsnefnd sem stuðlar að auknu samstarfi og samtali milli hagaðila og tekur á álitamálum sem upp koma varðandi framkvæmd samningsins. Jafnframt er kveðið á um virka þátttöku í þróun stafrænna lausna, nýrrar tækni og nýsköpunar sem leiðir til aukinnar hagkvæmni og gæða í þjónustu. Heilbrigðisráðuneytið í samvinnu við Sjúkratryggingar Íslands og haghafa vinnur nú að heildarendurskoðun reglugerðar nr. 451/2013 um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði sjúkratryggðra við tannlækningar. Endurskoðunin er liður í því að útfæra nánar samninginn um tannréttingarþjónustu og jafnframt samning Sjúkratrygginga Íslands um tannlæknaþjónustu sem gerður var fyrr á þessu ári. Sá samningur fjallar um forvarnir og tannlækningar barna til 18 ára aldurs, tannlækningar aldraðra og öryrkja og tannlækningar vegna alvarlegra meðfæddra galla, slysa eða sjúkdóma, annarra en tannréttinga. Tannheilsa Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Fjármál heimilisins Börn og uppeldi Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðherra. Þar segir að með tímamótasamningi Sjúkratrygginga Íslands og tannréttingasérfræðinga sem undirritaður var í lok júlí hafi skapast forsendur til að auka greiðsluþátttöku ríkisins í tannréttingum. Samningurinn tekur gildi á morgun 1. september, ásamt reglugerð Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra sem kveður á um breytta greiðsluþátttöku sjúkratrygginga vegna tannréttinga í samræmi við samninginn. Samningurinn er til þriggja ára og tekur til tannréttingaþjónustu á stofum tannréttingasérfræðinga fyrir sjúkratryggða einstaklinga. Með samningnum er fylgt eftir markmiðum ríkisstjórnarinnar um að draga úr kostnaði sjúkratryggðra vegna heilbrigðisþjónustu. Meðal annars er kveðið á um samstarfsnefnd sem stuðlar að auknu samstarfi og samtali milli hagaðila og tekur á álitamálum sem upp koma varðandi framkvæmd samningsins. Jafnframt er kveðið á um virka þátttöku í þróun stafrænna lausna, nýrrar tækni og nýsköpunar sem leiðir til aukinnar hagkvæmni og gæða í þjónustu. Heilbrigðisráðuneytið í samvinnu við Sjúkratryggingar Íslands og haghafa vinnur nú að heildarendurskoðun reglugerðar nr. 451/2013 um þátttöku sjúkratrygginga í kostnaði sjúkratryggðra við tannlækningar. Endurskoðunin er liður í því að útfæra nánar samninginn um tannréttingarþjónustu og jafnframt samning Sjúkratrygginga Íslands um tannlæknaþjónustu sem gerður var fyrr á þessu ári. Sá samningur fjallar um forvarnir og tannlækningar barna til 18 ára aldurs, tannlækningar aldraðra og öryrkja og tannlækningar vegna alvarlegra meðfæddra galla, slysa eða sjúkdóma, annarra en tannréttinga.
Tannheilsa Heilbrigðismál Sjúkratryggingar Fjármál heimilisins Börn og uppeldi Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira