Hafa áhyggjur af hnífaburði grunnskólakrakka Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. ágúst 2023 21:00 Yfirvöld í Kópavogi hafa áhyggjur af auknum hnífaburði ungmenna. Vísir/Vilhelm Borið hefur á því í skóla-og félagsmiðstöðvastarfi í Kópavogi að unglingar gangi með hníf á sér. Starfsmenn hafa áhyggjur af þessari þróun og foreldrum skólabarna hefur verið sent bréf vegna málsins. Ragnheiður Hermannsdóttir, deildarstjóri grunnskóladeildar á Menntasviði Kópavogsbæjar og Amanda K. Ólafsdóttir, deildarstjóri frístundadeildar á Menntasviði Kópavogsbæjar rita nafn sitt undir bréfið. Vísir hefur ekki náð tali af þeim Ragnheiði og Amöndu. Í bréfinu segir að unglingarnir beri margir því við að þau þurfi hníf, til dæmis vegna viðgerða eða viðhalds á vespum sínum. „En við sem störfum með og fyrir ungt fólk höfum áhyggjur af þessari þróun, þar sem slíkt getur ógnað öðrum unglingum,“ segir í bréfinu. Þar er minnt á að það að bera hníf á sér í skóla- og félagsmiðstöðvastarfi, eða þeim stofnunum sem tilheyri Menntasviði Kópavogsbæjar, sé stranglega bannað. Það eigi við um grunnskóla, grunnskólalóðir, félagsmiðstöðvar, leikskóla, leikskólalóðir og íþróttamannvirki. „Brugðist er við ef barn eða unglingur er með hníf undir höndum í ofangreindum stofnunum með sama hætti og við á um neyslu tóbaks, vímuefna- eða áfengisneyslu hjá börnum og unglingum. Hnífurinn er gerður upptækur og foreldrum gert viðvart. Lögreglu er gert viðvart í þeim tilvikum sem hnífum er beitt og meta stjórnendur stofnana hvert tilvik fyrir sig.“ Í ljósi þessa telji starfsmenn bæjarins sem starfa með og fyrir ungt fólk ástæðu til þess að upplýsa foreldra og forráðamenn um þær reglur sem séu í gildi um að bera hníf á sér í skóla-og félagsmiðstöðvastarfi og hvernig Menntasvið Kópavogsbæjar vill taka á þeim málum. Kópavogur Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Ragnheiður Hermannsdóttir, deildarstjóri grunnskóladeildar á Menntasviði Kópavogsbæjar og Amanda K. Ólafsdóttir, deildarstjóri frístundadeildar á Menntasviði Kópavogsbæjar rita nafn sitt undir bréfið. Vísir hefur ekki náð tali af þeim Ragnheiði og Amöndu. Í bréfinu segir að unglingarnir beri margir því við að þau þurfi hníf, til dæmis vegna viðgerða eða viðhalds á vespum sínum. „En við sem störfum með og fyrir ungt fólk höfum áhyggjur af þessari þróun, þar sem slíkt getur ógnað öðrum unglingum,“ segir í bréfinu. Þar er minnt á að það að bera hníf á sér í skóla- og félagsmiðstöðvastarfi, eða þeim stofnunum sem tilheyri Menntasviði Kópavogsbæjar, sé stranglega bannað. Það eigi við um grunnskóla, grunnskólalóðir, félagsmiðstöðvar, leikskóla, leikskólalóðir og íþróttamannvirki. „Brugðist er við ef barn eða unglingur er með hníf undir höndum í ofangreindum stofnunum með sama hætti og við á um neyslu tóbaks, vímuefna- eða áfengisneyslu hjá börnum og unglingum. Hnífurinn er gerður upptækur og foreldrum gert viðvart. Lögreglu er gert viðvart í þeim tilvikum sem hnífum er beitt og meta stjórnendur stofnana hvert tilvik fyrir sig.“ Í ljósi þessa telji starfsmenn bæjarins sem starfa með og fyrir ungt fólk ástæðu til þess að upplýsa foreldra og forráðamenn um þær reglur sem séu í gildi um að bera hníf á sér í skóla-og félagsmiðstöðvastarfi og hvernig Menntasvið Kópavogsbæjar vill taka á þeim málum.
Kópavogur Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira