Elvar fór algjörlega á kostum í tíu marka sigri Melsungen, 29-19. Hann skoraði átta mörk fyrir heimamenn í leiknum og gaf þar að auki sex stoðsendingar. Liðsfélagar hans hjá Melsungen, Timo Kastening og Nebojsa Simic, eru einnig í liði vikunnar.
Kastening skoraði einnig átta mörk í leiknum og Simic gerði sér lítið fyrir og varði 21 skot og var með rúmlega 50 prósent markvörslu.
Elvar er eini Íslendingurinn sem er í liði vikunnar að þessu sinni, en búast má við því að fleiri fylgi þegar líður á tímabilið.
