Náttúran, næringin og endurgjöfin Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar 28. ágúst 2023 10:01 Nýlega las ég úr hvaða frumefnum mannslíkaminn er gerður. Ég hafði lengi vitað að við erum að mestum hluta úr vatni, en ekki pælt mikið meira í þessu. Líkaminn er að mestu byggður upp af súrefni (O), eða um 65%, kolefni (C) 18.5 %, vetni (H) 9.5% og nítur (N) 3.2%, en þetta er um 96% af líkamanum, og svo koma kalk, fosfór, kalín og brennisteinn og fleiri efni og snefilefni. Líkaminn okkar er algjörlega háður því að fá þessi frumefni reglulega. Mest þurfum við af súrefni, vetni og kolefni yfir allan líftímann. Náttúran í kringum okkur gefur okkur þessi efni á hverju degi í ríkum mæli, og oftast án þess að við gefum því mikinn gaum. Talið er að við öndum inn um 500 lítrum af hreinu súrefni á hverjum degi. Við erum með súrefni, vatn og gjöfulla næringu allt í kringum okkur, jörðin er fullkominn staður fyrir okkur. Á Íslandi erum við meira segja svo heppin að við erum með bæði heitt vatn til þess að baða okkur í og ískalt ferskt drykkjarvatn. Vatnið er lífæðin okkar eins og súrefnið. Kolefnið fáum við í gegnum matinn okkar, sem væri ekki til nema fyrir sólina, vatnið og jarðveginn, sem er stútfullur af öllum þeim næringarefnum og snefilefnum sem við erum gerð úr og við þurfum á að halda. Við erum algjörlega háð náttúrunni. Við erum órjúfanlegur hluti af henni. Bæði er náttúran allt í kringum okkur að gefa okkur lífsnauðsynlega líkamlega næringu, en náttúran er líka endalaust að færa okkur andlega næringu, hvíld og styrk. Við finnum fyrir sterkri tengingunni. Samfélagsmiðlar iða af skælbrosandi fólki á fallegum stöðum úti í náttúrunni að nærast, hvílast og styrkjast. Náttúran er endalaust að gefa. En því miður hættir maður stundum að taka eftir því. Þetta verður einhvern veginn allt að sjálfsögðum hlut og svo krefst maður meira og meira. Við erum dugleg við að finnur upp nýjar og nýjar þarfir sem þarf að uppfylla, og alltaf höldum við áfram að fá. Eftir áratuga ofneyslu er komið á ójafnvægi. Það hefur verið tekið of mikið of hratt og endurgjöfin takmörkuð. Loftslagið og vistkerfin raskast, og næringin okkar mengast, og takmarkast. Lífæðin okkar. Líkamlega og andlega næringin er í hættu. Ísland hefur orðið ríkt land á nýtingu náttúruauðlinda. Ísland á stórfengleg fiskimið sem gefa af sér dásamlega næringu. Við erum með einstaklega fallegt land sem fólk ferðast langar leiðir til þess að sjá. Það er náttúran sem hefur og er að gefa okkur auðinn, líkamlegan, andlegan og veraldlegan. Sjáum við það? Það er náttúran sem kallar núna á okkur. Biður okkur um að opna augun og sjá og skynja að núna er kominn tími til þess að stoppa, staldra við og endurhugsa framkomu okkar. Það er kominn tími til þess að hugsa um náttúru-, loftslags- og umhverfisvernd sem sjálfsagða, náttúrulega og lífsnauðsynlega vernd og endurgjöf. Við þurfum á heilbrigðri náttúru að halda til þess að lifa, við erum að fá allt frá náttúrunni. Við þurfum að hugsa um hvað getum við gert fyrir náttúruna? Hvernig lágmörkum við neikvæð áhrif og hámörkum jákvæð áhrif á náttúruna? Þetta ættu að vera spurningarnar sem við spyrjum okkur reglulega með djúpri auðmýkt, virðingu og þakklæti fyrir allt sem við erum að fá, sem er svo stórkostlegt. Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Nýlega las ég úr hvaða frumefnum mannslíkaminn er gerður. Ég hafði lengi vitað að við erum að mestum hluta úr vatni, en ekki pælt mikið meira í þessu. Líkaminn er að mestu byggður upp af súrefni (O), eða um 65%, kolefni (C) 18.5 %, vetni (H) 9.5% og nítur (N) 3.2%, en þetta er um 96% af líkamanum, og svo koma kalk, fosfór, kalín og brennisteinn og fleiri efni og snefilefni. Líkaminn okkar er algjörlega háður því að fá þessi frumefni reglulega. Mest þurfum við af súrefni, vetni og kolefni yfir allan líftímann. Náttúran í kringum okkur gefur okkur þessi efni á hverju degi í ríkum mæli, og oftast án þess að við gefum því mikinn gaum. Talið er að við öndum inn um 500 lítrum af hreinu súrefni á hverjum degi. Við erum með súrefni, vatn og gjöfulla næringu allt í kringum okkur, jörðin er fullkominn staður fyrir okkur. Á Íslandi erum við meira segja svo heppin að við erum með bæði heitt vatn til þess að baða okkur í og ískalt ferskt drykkjarvatn. Vatnið er lífæðin okkar eins og súrefnið. Kolefnið fáum við í gegnum matinn okkar, sem væri ekki til nema fyrir sólina, vatnið og jarðveginn, sem er stútfullur af öllum þeim næringarefnum og snefilefnum sem við erum gerð úr og við þurfum á að halda. Við erum algjörlega háð náttúrunni. Við erum órjúfanlegur hluti af henni. Bæði er náttúran allt í kringum okkur að gefa okkur lífsnauðsynlega líkamlega næringu, en náttúran er líka endalaust að færa okkur andlega næringu, hvíld og styrk. Við finnum fyrir sterkri tengingunni. Samfélagsmiðlar iða af skælbrosandi fólki á fallegum stöðum úti í náttúrunni að nærast, hvílast og styrkjast. Náttúran er endalaust að gefa. En því miður hættir maður stundum að taka eftir því. Þetta verður einhvern veginn allt að sjálfsögðum hlut og svo krefst maður meira og meira. Við erum dugleg við að finnur upp nýjar og nýjar þarfir sem þarf að uppfylla, og alltaf höldum við áfram að fá. Eftir áratuga ofneyslu er komið á ójafnvægi. Það hefur verið tekið of mikið of hratt og endurgjöfin takmörkuð. Loftslagið og vistkerfin raskast, og næringin okkar mengast, og takmarkast. Lífæðin okkar. Líkamlega og andlega næringin er í hættu. Ísland hefur orðið ríkt land á nýtingu náttúruauðlinda. Ísland á stórfengleg fiskimið sem gefa af sér dásamlega næringu. Við erum með einstaklega fallegt land sem fólk ferðast langar leiðir til þess að sjá. Það er náttúran sem hefur og er að gefa okkur auðinn, líkamlegan, andlegan og veraldlegan. Sjáum við það? Það er náttúran sem kallar núna á okkur. Biður okkur um að opna augun og sjá og skynja að núna er kominn tími til þess að stoppa, staldra við og endurhugsa framkomu okkar. Það er kominn tími til þess að hugsa um náttúru-, loftslags- og umhverfisvernd sem sjálfsagða, náttúrulega og lífsnauðsynlega vernd og endurgjöf. Við þurfum á heilbrigðri náttúru að halda til þess að lifa, við erum að fá allt frá náttúrunni. Við þurfum að hugsa um hvað getum við gert fyrir náttúruna? Hvernig lágmörkum við neikvæð áhrif og hámörkum jákvæð áhrif á náttúruna? Þetta ættu að vera spurningarnar sem við spyrjum okkur reglulega með djúpri auðmýkt, virðingu og þakklæti fyrir allt sem við erum að fá, sem er svo stórkostlegt. Höfundur er verkfræðingur.
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun