Náttúran, næringin og endurgjöfin Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar 28. ágúst 2023 10:01 Nýlega las ég úr hvaða frumefnum mannslíkaminn er gerður. Ég hafði lengi vitað að við erum að mestum hluta úr vatni, en ekki pælt mikið meira í þessu. Líkaminn er að mestu byggður upp af súrefni (O), eða um 65%, kolefni (C) 18.5 %, vetni (H) 9.5% og nítur (N) 3.2%, en þetta er um 96% af líkamanum, og svo koma kalk, fosfór, kalín og brennisteinn og fleiri efni og snefilefni. Líkaminn okkar er algjörlega háður því að fá þessi frumefni reglulega. Mest þurfum við af súrefni, vetni og kolefni yfir allan líftímann. Náttúran í kringum okkur gefur okkur þessi efni á hverju degi í ríkum mæli, og oftast án þess að við gefum því mikinn gaum. Talið er að við öndum inn um 500 lítrum af hreinu súrefni á hverjum degi. Við erum með súrefni, vatn og gjöfulla næringu allt í kringum okkur, jörðin er fullkominn staður fyrir okkur. Á Íslandi erum við meira segja svo heppin að við erum með bæði heitt vatn til þess að baða okkur í og ískalt ferskt drykkjarvatn. Vatnið er lífæðin okkar eins og súrefnið. Kolefnið fáum við í gegnum matinn okkar, sem væri ekki til nema fyrir sólina, vatnið og jarðveginn, sem er stútfullur af öllum þeim næringarefnum og snefilefnum sem við erum gerð úr og við þurfum á að halda. Við erum algjörlega háð náttúrunni. Við erum órjúfanlegur hluti af henni. Bæði er náttúran allt í kringum okkur að gefa okkur lífsnauðsynlega líkamlega næringu, en náttúran er líka endalaust að færa okkur andlega næringu, hvíld og styrk. Við finnum fyrir sterkri tengingunni. Samfélagsmiðlar iða af skælbrosandi fólki á fallegum stöðum úti í náttúrunni að nærast, hvílast og styrkjast. Náttúran er endalaust að gefa. En því miður hættir maður stundum að taka eftir því. Þetta verður einhvern veginn allt að sjálfsögðum hlut og svo krefst maður meira og meira. Við erum dugleg við að finnur upp nýjar og nýjar þarfir sem þarf að uppfylla, og alltaf höldum við áfram að fá. Eftir áratuga ofneyslu er komið á ójafnvægi. Það hefur verið tekið of mikið of hratt og endurgjöfin takmörkuð. Loftslagið og vistkerfin raskast, og næringin okkar mengast, og takmarkast. Lífæðin okkar. Líkamlega og andlega næringin er í hættu. Ísland hefur orðið ríkt land á nýtingu náttúruauðlinda. Ísland á stórfengleg fiskimið sem gefa af sér dásamlega næringu. Við erum með einstaklega fallegt land sem fólk ferðast langar leiðir til þess að sjá. Það er náttúran sem hefur og er að gefa okkur auðinn, líkamlegan, andlegan og veraldlegan. Sjáum við það? Það er náttúran sem kallar núna á okkur. Biður okkur um að opna augun og sjá og skynja að núna er kominn tími til þess að stoppa, staldra við og endurhugsa framkomu okkar. Það er kominn tími til þess að hugsa um náttúru-, loftslags- og umhverfisvernd sem sjálfsagða, náttúrulega og lífsnauðsynlega vernd og endurgjöf. Við þurfum á heilbrigðri náttúru að halda til þess að lifa, við erum að fá allt frá náttúrunni. Við þurfum að hugsa um hvað getum við gert fyrir náttúruna? Hvernig lágmörkum við neikvæð áhrif og hámörkum jákvæð áhrif á náttúruna? Þetta ættu að vera spurningarnar sem við spyrjum okkur reglulega með djúpri auðmýkt, virðingu og þakklæti fyrir allt sem við erum að fá, sem er svo stórkostlegt. Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Nýlega las ég úr hvaða frumefnum mannslíkaminn er gerður. Ég hafði lengi vitað að við erum að mestum hluta úr vatni, en ekki pælt mikið meira í þessu. Líkaminn er að mestu byggður upp af súrefni (O), eða um 65%, kolefni (C) 18.5 %, vetni (H) 9.5% og nítur (N) 3.2%, en þetta er um 96% af líkamanum, og svo koma kalk, fosfór, kalín og brennisteinn og fleiri efni og snefilefni. Líkaminn okkar er algjörlega háður því að fá þessi frumefni reglulega. Mest þurfum við af súrefni, vetni og kolefni yfir allan líftímann. Náttúran í kringum okkur gefur okkur þessi efni á hverju degi í ríkum mæli, og oftast án þess að við gefum því mikinn gaum. Talið er að við öndum inn um 500 lítrum af hreinu súrefni á hverjum degi. Við erum með súrefni, vatn og gjöfulla næringu allt í kringum okkur, jörðin er fullkominn staður fyrir okkur. Á Íslandi erum við meira segja svo heppin að við erum með bæði heitt vatn til þess að baða okkur í og ískalt ferskt drykkjarvatn. Vatnið er lífæðin okkar eins og súrefnið. Kolefnið fáum við í gegnum matinn okkar, sem væri ekki til nema fyrir sólina, vatnið og jarðveginn, sem er stútfullur af öllum þeim næringarefnum og snefilefnum sem við erum gerð úr og við þurfum á að halda. Við erum algjörlega háð náttúrunni. Við erum órjúfanlegur hluti af henni. Bæði er náttúran allt í kringum okkur að gefa okkur lífsnauðsynlega líkamlega næringu, en náttúran er líka endalaust að færa okkur andlega næringu, hvíld og styrk. Við finnum fyrir sterkri tengingunni. Samfélagsmiðlar iða af skælbrosandi fólki á fallegum stöðum úti í náttúrunni að nærast, hvílast og styrkjast. Náttúran er endalaust að gefa. En því miður hættir maður stundum að taka eftir því. Þetta verður einhvern veginn allt að sjálfsögðum hlut og svo krefst maður meira og meira. Við erum dugleg við að finnur upp nýjar og nýjar þarfir sem þarf að uppfylla, og alltaf höldum við áfram að fá. Eftir áratuga ofneyslu er komið á ójafnvægi. Það hefur verið tekið of mikið of hratt og endurgjöfin takmörkuð. Loftslagið og vistkerfin raskast, og næringin okkar mengast, og takmarkast. Lífæðin okkar. Líkamlega og andlega næringin er í hættu. Ísland hefur orðið ríkt land á nýtingu náttúruauðlinda. Ísland á stórfengleg fiskimið sem gefa af sér dásamlega næringu. Við erum með einstaklega fallegt land sem fólk ferðast langar leiðir til þess að sjá. Það er náttúran sem hefur og er að gefa okkur auðinn, líkamlegan, andlegan og veraldlegan. Sjáum við það? Það er náttúran sem kallar núna á okkur. Biður okkur um að opna augun og sjá og skynja að núna er kominn tími til þess að stoppa, staldra við og endurhugsa framkomu okkar. Það er kominn tími til þess að hugsa um náttúru-, loftslags- og umhverfisvernd sem sjálfsagða, náttúrulega og lífsnauðsynlega vernd og endurgjöf. Við þurfum á heilbrigðri náttúru að halda til þess að lifa, við erum að fá allt frá náttúrunni. Við þurfum að hugsa um hvað getum við gert fyrir náttúruna? Hvernig lágmörkum við neikvæð áhrif og hámörkum jákvæð áhrif á náttúruna? Þetta ættu að vera spurningarnar sem við spyrjum okkur reglulega með djúpri auðmýkt, virðingu og þakklæti fyrir allt sem við erum að fá, sem er svo stórkostlegt. Höfundur er verkfræðingur.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun